Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Blaðsíða 26
24 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Þröngt á þingi. Prestur ætlaði að gefa saman 3 eða 4 hjónaefni (.í messunni, en gleymdi tölunni þegar til kom, og segir því i vandræðum: »Allir sem ætla að giftast gjöri svo vel að standa upp«. Þær stóðu upp flestar ungu stúlkurnar í kir'kj- unni. Gáfaöur boli. Kaupstaðarstúlkan í heimboði upp í sveit: »En hvað nautkálfurinn þarna Iítur illilega til mí:i.» Bóndinn: »Það gerir rauða sólhlífin yðar.» U n g f r ú i n: »Nú gengur fram af m ér, eg vissi raunar að hún var ekki eftir nýjustu tízku, en eg hélt að enginn mundi sjá það upp í sveit.« Varkárni. Málafærzlumaður (hins kærða) fyrir rétti: >Mundi það verða álitið ærumeiðandi fyrir dómarann, ef eg segði, að þér herra dómari, hefðuð komið svo fram í þessu máli, að það væri dómarastétt landsins til skammarog svívirðingar?« Dómarinn: »Auðvitað!« MáUfærzlumaðurinn: »Þá ætla eg að hætta við að segja það.« Fylgdarmaðurinn: »Hér verðið þið hjón- in að fara varlega, margur ferðalangurinn hefir beð- ið bana í þessari hættulegu hamrahlíð.. ... Ferðamaðurinn (til konunnar): »Farðu á undan Agústa». Nýtni. Frúin (til vinnukonunnar, sem ýar að fara): »Hafi mér orðið það,. María mín, að segja stundum við yður óvingjarnleg orð i styttingi, vil eg taka þau aftur.c V i n n u k o n a n : Meiri en velkomið, ef frúin er svo nýtin, og eg get vel skilið, að hún þurfi að hafa þau handa nýju vinnukonunni.« Hann: »Það fer að verða alt of kalt til þess að sitja úti á kvöldin.« Hú n: »Ekki ef setið er fast saman.« Organleikarinn (fyrir guðsþjónustu):»H vað á eg að spila fyrst?« Prestur (utan við sig): »Það fer eftir því, hvað er tromp.« Staðfesta. Frakknesk yngisfrú mætti í réttinum og var spurð um aldur sinu. 30 ára varsvarið. »Hvað er þetta?» sagði dómarinn. >>Eg man að þér mættuð hér fyrir tveim árum, og nefnduð sama aldur.« >Þetta er alveg rétt,« sagði ungfrúin biosandi, og brá sér hvergi. »Eg er eigi svoleiðis kvenmað-. ur, að segja eitt í dag og annað á morgun.« Það dugar ekki. Prestur, sagði einu sinni við barnakennara: »Skóla- nefndin er að hugsa um að setja einkunnarorð yfin kennarastólinn, til þess að íífga uPD börnin. Hvaðl segir þú t. d. um: »Þekking er auðlegð.« ''^~* Sk ó la ke n n ar i nn: >>Það dugar ekki, því börnin vita hvað eg er illa launaður.e Nýjar kvöldvökur eiga að koma út einu sinni í mánuði, 3 arkir minst. Auglýsingar verða tekn- ur á kápurnar fyrir líkt verð og Akureyrarblöðin taka. Hvert hefti kostar 25 au, Argangurinn 3 kr., borgist mánaðarlega eða tvisvar á ári. Aðalútsölumenn að ritinu á Akureyri eru Hallgrímur Pétursson bókbindari, Lundargötu 11, og Sveinn Sigurjónsson Brekkugötu 7. Peir taka .á móti aug^ýsingum, borgun fyrir þær, og hafa á hendi innheimtu fyrir ritið. Sölulaun eru V5 °€ meira ef mikið er selt. Þetta fyrsta hefti ritsins verður sent til sýnis í öll hús í Akureyrar- kaupstað; þeir, sem ekki vilja verða kaupendur þess, eru beðnir að sýna útgef- endunum þá velvikf^ að skila því til útsölumannanna innanhálfsmánaðar. ------^—~~-x—;-----,---------------------------.------------------mm^ Prentsiniðja Bjöms Jónsssonar. />

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.