Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Blaðsíða 11
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
Hann var það eina eigulegt sem hann átti
nú orðið. Eu var það tiltök, að honum dytti
í hug að skilja sig við hann?
Já — nauðsynin stóð frammi fyrir honum
og sagði: myndina eða hundinn. Með mynd-
inni hefði hann sagt skilið við sjálfan sig og
list sína; köllun hans, hugsjón listarinnar stóð
þar gagnvart hundinum.
«Sjálfsafneitunin betrar», sagði hann við
sjálfan sig.
Og hann neitaði sjálfum sér. Skynsemin
vann sigur — hjartað varð undir í þeim leik.
Þetta var á sunnudag. Hundamarkaður var
haldinn fyrra hluta dags. Pað var eins og
Cæsar vissi, hvert hann ætlaði að fara. Hann
nam staðar við og við á hlaupunum, horfði
áhyggjufullur á húsbónda sinn og daðraði róf-
unni hægt. Pað hefir líklega verið kuldabitfan
og fjúkið, sem hreyttist úr loftinu, sem hafði
þessi áhrif á hann.
Svangur var hann ekki. Húsbóndi hans
hafði keypt brauð um morguninn fyrir sein-
ustu aurana, sem hann átti til, og gefið hund-
inum það; sjálfur hafði hann ekki lyst á því.
Magnlaus og þrotinn að kröftum, eins oghann
var orðinh, hafði hann varla við hundinum,
Málaranum fanst hundurinn vera að flýta sér
til þess að bjarga sér, og væri að spyrja, hvort
þeir væri ekki komnir alla leið.
Jú, það var svo. Löng, mjó, súgmikil búð
með berum veggjum, og opnar dyr á báðar
hliðar. YI og væl heyrðist þaðan út á stræt-
ið. i Hundarnir stóðu þar, nötrandi af kulda,
og héldu sér fast við húsbændur sína, og biðu
þess er í skærist.
Max Odrich Iagði bandið, sem hann hafði
tekið með, um hálsinn á Cæsari og teymdi
hann inn í þessa Ieiðinlegu búð.
Hann fékk tilboð úr allmörgum áttum, en
verðið, sem boðið var í seppa, var alstaðar
smánarboð. Pað voru ekki kaupendur, helSbr
fólk, sem ætlaði sér að græða á kaupunum, af
ÞV1' að auðséð var, að maðurinn ætlaði að selja
hundinn út úr neyð. En Max vissi, hvers virði
hundurinn hans var, og hefði aldrei látið hann
fyrir það verð, ekki sín vegna, heldur hunds-
ins vegna sjálfs; honum fanst hann vanvirða
hundinn með því. Nei, heldur þá að svelta
með honum.
Hann fór aftur út úr búðinni; hann þoldi
ekki við innan um þetta fólk, enda voru fáir
sem föluðu seppa.
Við dyrnar mætti honum kona ein, ung
og tíguleg, klædd einföldum búningi, aldökk-
um; bar mikið á mismuninum, því að andlitið
var nett og fölt. Augun voru dökk og hálf-
þreytuleg, og hörkudrættir voru í kringum
munninn, eins og hún hefði reynt mikið, og
yfirbragðið var alvarlegra en ætla mætti um
svo unga konu. Pjónn var með henni, sem
bar körfu í leðuról.
Þegar konan sá hundinn, var eins og hún
yrði hálfhissa. Hún vatt sér að þjóninum og
sagði: «Er það ekki eins og hann Zeppa okk-
ar veslingur væri þarna lifandi kominn? En eg
býst ekki við því. Eftir heilt missiri er varla
þess að vænta að hann finnist aftur».
«Hver veit, náðuga ungfrú» svaraði þjónn-
inn, „hafi honum verið stolið, en hafi hann
ekki drepist, má vel vera að hann finnist aftur.
Pað verður bara að hafa augun hjá ser».
Konan gaf honum leynibendingu með aug-
unum, að tala ekki meira. Svo sneri hún sér
að málaranum, sem var í þann veginn að fara
fram hjá henni, en nam þó staðar við að sjá
hana og stóð ögn við.
«Er það leyfilegt, herra minn, að líta ögn
betur á hundinn yðar? Þér ætlið víst að selja
hann — er ekki svo?«
í stað þess að svara tók Max Odrich ofan
barðabreiða hattinn sinn. Það var ekki lotning,
heldur óskiljanleg tilfinning sem knúði hann til
þess. Hann stóð litla hríð með hattinn í hend-
inni, og tautaði í hálfum hljóðum: «Eg má til».
Hún kir.kaði kolli. «F>etta er allra falleg-
asti hundur; má eg spyrja hvað hann er kall-
aður? Ekki þó Zeppa vænti eg?»
*Cæsar», svaraði málarinn.
2