Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Blaðsíða 10
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. úti í köldu og dimmu horni á bak við fortjald. f fyrstu hafði hann búið þessa stofu mjög lag- lega, og bætt um fyrir tveim árum, því að þá hafði hann fengið dálítið af arfi eptir foreldra sína. En allir þessir skrauthlutir fóru sömu leiðina og þeir höfðu komið. Neyðin og sult- urinn rak þá burtu. Seinast var ekki annað eftir en málaratæki hans, tveir stólar, rúmið hans og hálfónýtt borð. Alt var hægt að selja nema — myndir. Enn eitt enn. Þar var þó önnur lifandi vera, félagi hans og trygðavinur um langa tíma, einskonar hluti af sjálfum honum. Hann gat hann ekki selt — það var ekkert þræla- torg í þessu siðaða landi, þar sem hægt er að snúa sálum í peninga. Því að sál hafði Cæsar, hundurinn hans — það var Max Odrich sannfærður um. Þegar þessi stóri, móbrúni hundur lagði þungar og breiðar framlappirnar á handlegg honum og horfði á hann brúnum og blikandi augunum með mesta spekingssvip. þá fanst Max Odrich hann lesa í sálu hans. Og Cæsar virtist hlusta á hann með mestu athygli og tala við hann á sinn hátt þegjanda tungutaki. Svona höfðu þeir alið aldur sinn saman um fjögur ár. Málarinn hafði fengið hann hvolp, og alið hann upp með sama ástríki og faðir elur upp börn. Hann hafði fengið hann fyrir lítið, þegar hann var lítill hvolpur. Þegar seppi var orðinn agaður og vel siðaður undir stjórn fóstra síns varð hann stór og sterkur, og afbragð að fegurð. Allir hræddust hann annars, sem voru honum ókunnugir. Tennur hans voru stórar og geigvænlegar; trýnið var svartleitt, og hausinn breiður og hrukkóttur, svo að hann var nokkuð ægilegur ásýndum. Málar- inn einn vissi, hvað tryggur, góðlyndur og meinlaus hann var. Nú um langan tíma hafði Cæsar verið eina fyrirmyndin hans. Hann hafði ekki leng- ur ráð á því að útvega sér fyrirmyndir að. Hann málaði því hundinn í öllum stellingum, ætíð í glaða sólskini, en bar ekkert í mynd- irnar, og reyndi ekkert að setja á þær neinn viðkvæmnisblæ. Cæsar hafði alt jafnt húsbónda sínum, góðu bitana, meðan þá var að fá, og svo sultinn á eftir. t>eir voru óaðskiljan'.egir. Max Odridi fór aldrei þangað, sem hann mátti ekki hafa hundinn með sér. Hann gleymdi mönnunum yfir þessum ierfætta förunaut. Hann hafði Iíka sannast að segja lítið gott af þeim að segja. Wí ætti hann þá að vera að elska þá? Snemma á unglingsárunum hafði hann elskað stúlku, meðan hann var í föðurgarði, dóttir nágranna síns, föllita og heilsulausa. Hún dó úr tæringu. Upp frá því var honum sama um alt kvennfólk. En hann hafði þítt og ást- úðlegt hugarfar. sem þráði að hafa einhverja veru til þess að hallast að. Hvað var að því, þó að það væri hundur? Svaraði ekki hund- urinn elsku hans með óbifanlegri trygð? Eng- um manni mátti hann eins vel treysta eins og Cæsari. Hvernig átti hann þá að geta hugsað til þess að skilja sig við Cæsar. ? Og þó Ieið að því. Hægt og þunglama- Iega át það sig inn í huga hans. Nú í þrjá daga hafði hann einskis annars neytt en einhvers af te og þurru brauði, og hafði hann gefið hundinum með sér af því. Innanviku hlaut stærsta málverkið hans: «Hunds- trygð,» að verða fullbúið. Pað var mynd af Cæsari, sem var að bjarga barni úr voðalegu vatnsflóði. Allarframtíðarvonir hans voru reist- ar á þessari mynd. Aldrei hafði hann málað með jafnmiklum áhuga og kappi. Hann fann að sér hafði aldrei tekist eins vel. Hann ætl- aði að setja myndina á næstu stóru átsmynda- sýningu borgarinnar. Síðasti skiladagur þang- að var að 10 dögum liðnum; hann varð því að koma henni af. En það gekk ekki greitt; kraftar hans fóru þverrandi, og hann gat varla haldio á penslinum fyrir máttleysi. Hvergi var hjálp að fá — ekki svo mikið sem í fáa daga. Hann hafði alstaðar reynt. Hann horfði í fáti innanum vinnustofuna sína —altaf rak hann augun í hundinn —ogannaðekki.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.