Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Blaðsíða 9
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
7
hafa komið fyrir, og spurði Egil hvað að hon-
um gengi, en hann vildi ekki segja neitt.
«Lofaðu mér að fara heim», stundi hann
loks upp.
«Nei, drengur minn, það má eg ekki; þú
þarft að reyna að Iæra eitthvað, ef mögulegt er.
Gráttu nú ekki Iengur, þá ertu góður dreng-
ur.»
Síðan sneri hann sér að hinum börnunum:
«Eg veit að þið hafið verið vond við hann.
Þið megið sannarlega vera Agli þakklát, að hann
skuli ekki segja eftir ykkur. Varið þið ykkur
hér eftir, og Iátið hann afskiftalausan. Eg skal
áreiðanlega komast að því hver ykkar á upp-
tökin, og hann skal fá þá ráðningu, sem hann
man eftir.»
Retta hafði ekki mikil áhrif. Eina barnið,
sem lagði Agli liðsyrði, var Helga frá Haugi.
En fyrir það varð hún líka að þola mörg háðs-
yrði, og hún dró sig þessvegna meir og meir
í hlé.
Hún sá líka að orð hennar komu honum
að litlu haldi.
Oft gaf hún honum af miðdegismatnum
síiium. Agli þótti mjög vænt um hana, og
óskaði, að hann gæti einhvern tíma gert henni
einhvern greiða.
Einu sinni sagði Níels við hann: «Rú
ættir að skammast þín, Larfi, að geta ekki
einu sinni fætt þig sjálfur, heldur láta Helgu
frá Haugi gera það.»
Upp frá því vildi Egill aldrei taka við
matnum af Helgu.
(Framh.)
Pj ófurinn.
Eftír Franz Wichmann.
Fyrst er lifað og tvístigið hikandi og kvíð-
andi svo er hugurinn hertur upp rösklega, sett á
sprett afskeiðis út í dimmuna. Jú, það tekst.
Jörðin er þar ekkert botnlaust díki, — —
En sporið út af vegi ráðvendninnar er
fljótstigið!
F*að gengur greiðara en ætlað var í fyrstu.
Max Olrich hafði aldrei hugsað það kæmi
fyrir.
En freistingarnar koma til manns í ótelj-
andi myndum og gerfum,
í hundslíki kom hún til hans — í líki
hundsins hans sjálfs. En þá var hann ekki
orðinn hundurinn hans — hann átti hann ekki
Iengur.
En það skyldi þurfa að reka svo langt.
Faðir hans hafði ekki talið um fyrir hon-
um að raunarlausu. Nú sá hann það; Iistirn-
ar fæða mann ekki, ef menn gefa sig við þeim
af alhuga. En hann vildi ekki hlýða orðum
föðurs síns —gat ekki fengið sigtil þess. Hafði
honum ekki verið kent, að það góða gæti aldrei
farið forgörðum ? Og gott hlaut það að vera
að hann treysti á sjálfan sig, fór sínar eigin
götur, og vildi ekki mála peninganna vegna,
enda var það bæði á móti gáfustefnu hans og
sannfæringu.
Pessi ungi málari hafði aldrei vanhelgað
köllun sína; hann vissi vel hvað hann mátti
ætla sér; hefði hann reynt að fara lengra hefði
hann brotið lög á íþróttinni. Hann hafði bæði
hugrekki og þrek til að bera; mótstaðan bara
stælti hann. Því minna sem litið var við verk-
um hans, því meira kappi vann hann. Frægð-
arbrautin lá fram undan honum; hann þurfti
að eins að ryðja burtu hindrununum, og halda
svo beint í áttina. En því meira sem hann
herti að sér, því erfiðara veitti honum; því
fleiri myndir sem hrúguðust upp í vinnustofu
hans, því tómlegra varð þar af öðru.
Og þó hafði aleiga hans verið þar inni.
Hann átti þar líka heima. Rúmið hans var þar