Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Blaðsíða 12
10 NÝJAR KVÖLDVÓKUR. Vonbrigðaskugga brá snöggvast á andlit konunnar. «Cæsar», sagði hún og dró það við sig, «það er ofurlítið líkt og Zeppa. Ertu vænn, Cæsar?» Hundurinn hafði sezt á apturlappirnar, og einblíndi framan í húsbónda sinn. Við óminn af nafni sínu leit hann ofurlítið til hliðar, gaf konunni hornauga og hélt svo áfram að horfa á málarann. «Hann er víst sérlega tryggur>, spurði konan hálflágt. «Já, einkar tryggur». — Pað komu teyg- jur í andlit Max Odrichs; hann laut niður til þess að leyna því og klappaði kjassandi á höfuð hundinum. r#*§ [«Pví eruð þér þá að selja hann?» Iá kon- unni við að segja, en sagði það þó ekki, Hún þurfti ekki annað svar en að Iíta á málarann : fötin aflóa og andlitið fölt og magurt. «Hvað á hundurinn að kosta?» sagði þjónn- inn, þegar hann sá að húsmóður sinni Ieizt vel á hann. Max Odrich hikaði við svarið. «Fimmtíu mörk» (45 kr.), svaraði hann blált áfram, «eg get ekki selt hann minna». «Hann er þess virði», svaraði konan; «reyndar kom eg nú ekki hingað þeirra er- iuda að kaupa mér hund, heldur í þeirri von, að eg kynni að finna minn hund. Pað var vænn hundur og tryggur, hann Zeppa minn, og snoðlíkur yðar hundi; reyndar var eg ekki búin að eiga hann nema eitt ár, og ¦ annaðist hann vel og vandlega þann tíma; en einu sinni var, fyrir vangá úr sjálfri mér, útidyrahurðin op- in; hann þaut út á götu, og fanst ekki, hvern- ig sem leitað var. Eg held honum hafi verið stolið. Löggæzlumennirnir sögðu mér, að hundasalar stæli þannig mörgum hundum, kæmi þeim fyrir um tíma hjá bændum út í sveit, og svo þegar frá væri liðið, og hund- arnir hefðu dálítið breyzt, og engin hætta væri á að þeir þektust aftur, kæmu þeir með þá aftur, og seldu þá á hundamarkaði. En hing- að til hafa allar leitir og ransóknir komið fyr- ir eitt, og ef þér viljið nú selja mér Cæsar, ætla eg að venja mig við að eiga hann í hins stað.» Max svaraði engu. Hann leysti hálsband- ið af hundinum á meðan hún var að segja sögu sína, og benti þjóninum að binda sitt band á hann aftur. «Takið þér hann — " lengra komst hann ekki; hann viknaði svo að tók fyrir mál hans. Hundurinn hlaut að hafa skilið hvað um var að vera; hann flaðraði ýlandi upp um hús- bónda sinn, og rétti honum lappirnar á víxl, eins og hann væri að kveðja hann. Konan tók 50 mörk í gulli upp úr pyngju sinni og rétti að málaranum. Hann krepti Iófann utan um peningana eins og ut- an við sig. Það kom í hann hrollur af kuld- anum af peningunum. Honum datt Júdas og þeir 30 silfurpeningar í hug, sem steyptu svik aranutn í örvæntinguna. En það var nú Iífið, sem hann hélt á í Iófa sínum, og hann hélt um það dauðahaldi eins og druknandi maður um hálmstrá. „Má eg líka biðja um merkið hans og skattseðilinn?» sagði konan. «Hann ber merkið á hálsbandinu", sagði þjónninn; Max leitaði í frakkavösum sínum, því að yfirfrakkinn var fyrir löngu seldur, en þeir voru allir tómir. «Seðiiiinn —Já, seðillinn, það er leiðinlegt, — eiveg hefi gleymt honum heima». «Gerir ekkert til; eg sendi hann Georg til yðar á mörgun til þess að sækja hann; ef þér vilduð bara segja mér nafn yðar og heimili —». Málarinn blóðroðnaði upp í hársrætur. Hún ætlaði að senda heim til hans. Pjónninn muudi sjá, hveruig þar væri umhorfs, og segja henni það. Nei, það mátti hún ekki vita, þó að hún væri honum ókunnug. »Eg heiti Max Odrich, Iitmyndamálari», sagði hann rösklega. «Eg skal færa yður seð- ilinn sjálfur á morgun, tímanlega; þjónninn yð- ar mundi ekki hitta mig heima;- eg er sjaldan heima».

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.