Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Blaðsíða 16
14 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. an af að vita, hvað hann segði, og spurði hann hvað hann væri kaupandi fyrir, og sagði hvað eg hefði gefið fyrir hann. Hann ætlaði ekki að trúa mér, og sagði að hann væri í minsta lagi 100 marka (90 kr.) virði. Það er því auðséð, að þér hafið annaðhvorí ekki vitað, hvers virði hundurinn er, eða þá selt mér hann með af- föllum með ásettu ráði. Pév getið skilið, að eg get ekki þegið það. Þess vegna sendi eg yður nú, það sem eg þykist skulda yður.» — Max Odrich sneri við blaðinu. Innan úr bréfinu datt 100 marka seðill. Hinum megin stóðu þessi orð: «Reiðist mér ekki, ef þér kynnuð ekki að vilja taka á móti þessu, Það er ekki nema skylda mín, og eg vil ófúslega skulda neinum neitt. Ef þér viljið ekki nota peningana sjálfur, skul- uð þér verja þeim í þarfir þeirrar fögru listar, sem þér leggið stund á, og eg elska. Með mestu virðingu Agata Móralt». Málarinn horfði steinhissa á þessar línur. Eftir litla hríð lét hann bréfið síga niður á borðið, tók báðum höndum fyrir andlit sér og grét beisklega. Það var eins og glóandi kol- um væri hlaðið að höfði honum; hann gat ekki velt þeimfrásér, hendur hans voru bund- nar. Hún hafði gert honum gott um leið og hann stal frá henni. Hvað átti hann nú til bragðs að taka. Ein vitleysan annari verri rak aðra í höfði hans. Framh. ffetjan hennar. «Pessi maður er hetja», mælti Aðalheiður Forrest um leið og hún spratt á fætur úr hægindastólnum og reikaði hrifin fram og aft- ur um gólfið með morgunblaðið í hendinni. «Við hvern áttu, Aðalheiður?» spurði bróðir hennar, og fylgdi systur sinni með aug- unum. «Við hann, sem hætti svo mjög lífi sínu í gær við að bjarga 4 kvenmönnunum út úr eldinum mikla. Nafn slíkra manna á að vera ódauðlegt. Hefði eg verið ein af þeim 4 mundi eg hafa beðið hans», «En ef þær allar4 hefðu gjört það, mundi manntetrið hafa komist í ljótu vandræðin», sagði bróðirinn. «Já, slíkur maður væri eigandi» svaraði Aðalheiður. «En hann er nú þegar giftur» sagði bróð- irinn, um Ieið og hann Ieit á blaðið. Aðalheiður varð hugsi. «Eg held enginn þeirra ungu manna, sem eg hefi kýnst sé n'ein hétja. Pessir sídansandi og reykjandi uppskafning- ar, sem menn kynnast í heimboðum og skemti- samkomum eru úr öðruni tóskap en hinn hug- prúði og djarfi maður, sem þó ekki er nema fátækur múrari. Hann einn þorði að brjótast gegn um bálið. Þýtur sem snæljós upp stig- ann og bjargar konunum úr heljargreipum elds- ins. Eg vildi að hann væri kominn hingað, svo eg gæti þakkað honum fyrir þetta kær- leiksríka hreystiverk». Bennie virti systur sína fyrir sér Iitla stund og segir síðan: «f>etta getur nú ef til vill lagast». Aðalheiður staðnæmdist frammi fyrir hon- um og horfði fast á hann, hún var fríð sýn- um, há og vel vaxin og í allri framgöngu hin fyrirmannlegasta. «Líklega hefir þú litla hugmynd um" mælti hún, «hvað það er, sem konan metur mest og dáist að hjá manninum, eða hvað það er að vera sönn hetja». Bennie roðnaði lítið eitt en svaraði engu.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.