Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Blaðsíða 8
6
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Hann keptist við að Iesa, en tók þó eng-
um framförum. Kennarinn þreyttist aldrei á að
hjálpa honum; honum geðjaðist svo vel að
litla drengnum, sem var svo hlýðinn og hæg-
látur, og gerði auðsjáanlega alt sem í hans
valdi stóð.
«Hlæið ekki að honum. Hann hefir fátt
lært, og hefir fremur litlar gáfur, en hann neytir
þeirra með svo mikilli iðni og ástundun, að
hann gerir inörgum ykkar skömm, sem meiri
hæfileika hafið, en lærið þó ekkert, af því að
þið eruð löt og athugalaus við námið, ódæl
og ógegnin. Rið ættuð að skammast ykkar.»
Þau hafa að líkindum ekki skammast sín,
en Egill skammaðist sín.
Gat hann ekki lært eins og hin börnin?
t*að hlaut svo að vera fyrst kennarinn sagði
það. Ressi orð kennarans særðu hann meira
en alt háð og allar ertingar skólabarnanna.
Rað sern hann átti að læra, las hann hvað
eftir annað af mesta kappi, en lionum gekk
svo illa að læra það orðrétt. Oft hélt hann
að hann kynni það alt reiprennandi, en þegar
í skólann kom, var hann búinn að gleyma öllu.
Stundum gat hann ekki borið orðin rétt frain.
þó að kennarinn liefði þau skýrt upp fyrir hon-
um. Hann vissi hvorki í þennan heim né ann-
an, skildi ekkert og sá ekkert. Rað var eins
og hann horfði inn í kolsvarta þokuna uppi á
óbygðri heiðinni.
Skólakennarinn horfði á hann meðaumk-
unaraugum, brosti vingjarnlega, klappaði á
kollinn á honum og sagði:
«Veslings litli drengurinn, þú lærir ekki
mikið!«
Agli fanst hönd kennarans liggja sem bjarg
á höfði sér; meðaumkunarbrosið brendi hann
eins og eldur, og orð hans ollu sviða eins og
vandarhögg, miklu meiri sviða, en þegar fað-
ir lians hýddi hann einu siuni á bert bakið.
Kennarinn aumkaði hann og skólabörnin
hæddust að honum. Hann fann svo sárt til
þess. Óvirðingin beygði hann og Iamaði. Eins
og trén í skóginum bogna undir snjóþyngsl-
unum, en brotna þó ekki, eins bugaðist liann
af lítilsvirðingunni. Honum fanst hann verða æ
minni og vesalli.
Stundum voru hin börnin ísvo góðu skapi,
að þau vildu hafa Egil meðí leikjunum og kenna
honum, og þá reyndi hann að leika sér með
þeim; en það gekk ekki. vel. Hann var svo
ráðalaus, og fór svo ófimlega að öllu, að hann
flæktist fyrir hinum, sem í leikjunum voru, og
alt fór út um þúfur.
Svo urðu þau Ieið á því að hafa hann með.
«Farðu inn aftur,» sagði Ólafur í Asi einu
sinni við hann, «þú stendur hér og glápir eins
og magra kýrin hans Faraós.»
Allir fóru að skellihlæja. Og svo var hann
um tfma kallaður «kýrin hans Faraós.»
Einn góðan veður-dag sagði Níels: «þetta
er ekkert nafn, það er bæði stirt og klaufalegt.
Eg er búinn að finnabetra nafn handa honurn,
og nú skulum við skíra hann og gefa honum
það nafn.»
Síðan var Egill tekinn og borinn inn í
eldiviðarskálann og lagður á fjalhöggið.
«Lítið þið nú á hann, drengir», sagði Níels:
«hann er ekki annað en bót á bót ofan allur saman.
Það er ekki okkar meðfæri að reikna það
út, hve margar bætur eru á fötunum-hans, og
eg held að kennarinn gæti það ekki heldur.
Af þessu skal hann nafn sitt hljóta.«
«Merktu nú Rórshamar yfir honum, Ólafur.
Larfi skal hann heita í nafni Óðins, Rórs
og Baldurs.«
«Góðan daginn Larfi! Velkominn vor
á meðal! En nú vantar hann gjafirí nafnfesti,
drengir!»
Öllum þótti þetta hin bezta skemtun, og
nú voru allir vasar hans fyltir af hnöppum,
ritsteinum, blýantsstúfum og steinvölum.
Egill sagði ekki neitt, og grét ekki með-
an á þessu stóð, en þegar hann kom inn aft-
ur, setti að honum ákafan grát með þungum
ekka. Hann gat ekki einu sinni stilt sig, þegar
kennarinn kom.
Kennarinn vissi þegar að eitthvað mundi