Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Síða 26
24 NYJAR KVC)LDVÖKUR.
Pröngt á þingi.
Prestur ætlaði að gefa saman 3 eða 4 hjónaefni
í messunni, en gleymdi tölunni þegar til kom, og
segir því i vandræðuni: »Allir sem ætia að giftast
gjöri svo vel að standa upp«.
Þær stóðu upp flestar ungu stúlkurnar í kirkj-
unni.
Gáfaður boli.
Kaupstaðarstúlkan í heimboði upp í sveit: »En
hvað nautkálfurinn þarna lítur illilega til mí:i.»
Bóndinn: »Það gerir rauða sólhlífin yðar.»
Ungfrúin: »Nú gengur fram af mér, egvissi
raunar að hún var ekki eftir nýjustu tízku, en eg
hélt að enginn mundi sjá það upp í sveit.«
Varkárni.
Málafærzlumaður (hins kærða) fyrir rétti: »JÚundi
það verða álitið ærumeiðandi fyrir dómarann, ef eg
segði, að þér herra dómari, hefðuð komið svo fram
í þessu máli, að það væri dómarastétt landsins til
skammarog svívirðingar?<-
Dómarinn: »Auðvitað!«
M ál a f ærzlu m að u rinn: »Þá ætla eg að
hætta við að segja það.«
Fylgdarmaðurinn: »Hér verðið þið hjón-
in að fara varlega, margur ferðalangurinn hefir beð-
ið bana í þessari hættulegu hamrahlíð.«
Ferðamaðurinn (til konunnar):
»Farðu á undan Agústa*.
Nýtni.
F r ú i n (til vinnukonunnar, sem var að fara):
»Hafi mér orðið það, María mín, að segja stundum
við yður óvingjarnleg orð i styttingi, vil eg taka
þau aftur.<
V i n n u k o na n : Meiri en velkomið, ef frúin
er svo nýtin, og eg get vel skilið, að hún þurfi að
hafa þau lianda nýju vinnukonunni.*
Hann: »Það fer að verða alt of kalt til þess
að sitja úti á kvöldin.*
Hú n: »Ekki ef setið er fast saman.«
Organleikarinn (fyrir guðsþjónustu): »Hvað
á eg að spila fyrst?<
Prestur (utan við sig): »Það fer eftir því, hvað
er tromp.c
Staðfesta.
Frakknesk yngisfrú mætti í réttinum og var spurð
um aldur sinn. 30 ára varsvarið. »Hva5 er þetta?»
sagði dómarinn. Eg man að þér mættuð hér fyrir
tveim árnm, og nefnduð sama aldur.«
»Þetta er alveg rétt,« sagði ungfrúin biosandi,
og brá sér livergi. »Eg er eigi svoleiðis kvenmað-
nr, að segja eitt í dag og annað á inorgun.«
Það dugar ekki.
Prestur, sagði élnu sinni við barnakennara: »Skóla-
nefndm er að hugsa um að setja einkunnarorð yfir,
kennarastólinn, til þess að lífga uPD börnin. Hvað:
segir þú t. d. um: »Þekking er auðlegð.*
S k ó la ke n n ar i nn: »Það dugar ekki, því
börnin vita hvað eg er illa launaður.c
Nýjar kvöldvökur
eiga að koma út einu sinni í mánuði, 3 arkir minst. Auglýsingar verða tekn-
ur á kápurnar fyrir líkt verð og Akureyrarblöðin taka.
Hvert hefti kostar 25 au, Argangurinn 3 kr., borgist mánaðarlega eða
tvisvar á ári. Aðalútsölumenn að ritinu á Akureyri eru Hallgrímur Pétursson
bókbindari, Lundargötu 11, og Sveinn Sigurjónsson Brekkugötu 7. Þeir taka
á móti auglýsingum, borgun fyrir þær, og hafa á hendi innheimtu fyrir ritið.
Sölulaun eru 75 °g meira ef mikið er selt.
Þetta fyrsta hefti ritsins verður sent til sýnis í öll hús í Akureyrar-
kaupstað; þeir, sem ekki vilja verða kaupendur þess, eru beðnir að sýna útgef-
endunum þá velvild, að skila því til útsölumannanna innan hálfsmánaðar.
Prentsiniðja Björns Jónsssonar.