Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Blaðsíða 1

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Blaðsíða 1
VI. Galeiðurnar komu saman allar hundrað í Antimona-víkinni, austan við Kýþaraey, og dvaldi foringinn þar einn dag til að líta eftir skipunum. Síðan sigldi hann til Naxos, sem er stærst Hringeyja; gnæfir hún sem klettur úr hafinu miðja vega milli Grikklands og As- íu. þaðan gat hann haft auga á öllum skip- um, sem fram hjá fóru, og óðara tekið að elta víkingana, þegar þeir gerðu vart við sig í Grikklandshafi eða Miðjarðarhafi. Rétt um leið og flotinn skreið með hinni beztu skipun upp að fjallsströndunum á Naxos, typti á galeiðu í norðurátt. Aríus sigldi á móti henni; hún fór með flutninga, og kom frá Býzantíum. Skipstjórinn á henni gat frætt Arríus um ýmislegt, bæði hvaðan víkingarnir væru, og með hvílíkri leynd þeir fóru með út- búnað sinn. Enginn vissi fyrri til en þeim skaut upp einn góðan veðurdag í Rrakíufló- anum, og eyddu þeir þá öll skip, er þar voru. Síðan tóku þeir öli skip á milli Rrakíuflóa og Hellusunds. Floti þeirra væri 60 galeiður, vel að vopnum búnar. Grískur sagði hann að yfirforinginn væri, og svo hafnsögumenn grískir, bundkunnugir öllum sjóleiðum þar eystra. Bæ- irnir hefðu auk heldur orðið skelkaðir við ó- aIdarmenn þessa, héldu þeir hliðum sínumlok- uðum og hefðu næturverði á múrunum. Verzl- un öll væri komin í dá. Síðasta afreksverk víkinga væri það, að ræna Hefestiuborgá Lemn- ey; svo hefðu þeir séðst yfir við Þessalíueyjar — en svo hefðu þeir horfið inn á milli Ev- böju 0g meginlands. — Þessar voru frétt- irnar. Það var fátítt að sjá 100 skipa flota, °g tóku því eyjarskeggjar að flykkjast ofan til strandar. En þeir náðu bara í það, að sjá fremstu skipin stefna til norðuráttar, og hin á efbr. Annars höfðu menn líka verið hræddir við víkingana þar á eynni; en nú gerðust menn hugrakkari, því að það vissu allir, að Róm gekk ekki frá neinu því hálfgerðu, sem hún hafði tekið að sér, og þó menn þyrftu að greiða skatta, þá launaði Róm það með því, að veita skattgreioendum sínum vernd og tryggingu. Tríbúninn var hinn ánægðasti. Bæði hafði hann nú fengið áreiðanlegar fréttir af féndum sínum, og svo hafði hann gint þá inn á haf- Ieiðir þær, er geymdu þeim víst tjón og glöt- un. Ein einasta galeiða gat gert mikið tjón í Miðjarðarhafinu, og ekki auðhlaupið að því að finna hana né sigra. En því meira gagn gat hann nú gert, og meiri frægðar getið sér, ef hann gæti nú eytt öllum víkingafiotanum í senn. Það má vel sjá það á korti yfir Grikkland og Grikklandshaf, að eyin Evböja Iiggur fram með þessari sögufrægu strönd, eins og varn- argarður við öllum árásum að austan; má sjá, að sund liggur á milli eyjar og meginlands, fullra 20 mílna langt, en varla fjórðungur mílu á breidd. Víkingarnir héldu sig í víkinni við sundmynnið; auðugar borgir voru þar á landi uppi, og gott til féfanga. Arríus vildi helzt kvía víkingana, bæði frá suður og austurhlið. En þá varð hann að hafa hraðann á, ef það skyldi takast. Lét hann því sækja róðurinn knálega, og um kvöldið sagði stýrimaður honum, að til lands sæist á Ev- böju. Pá var gefið merki og róðurinn feldur. Ar- íus skifti galeiðunum í tvo flota, 50 galeiður í hverjum. Með annan þeirra fór hann inn í sundið, en hinn lét hann halda yfir fyrir eyna. Hvorugur flotinn var að vísu eins liðsterkur og víkingarnir; en vafalaust var betri agi hjá Rómverjum; og þó svo færi, að annar flotinn biði ósigur, þá var þó hinn eftir, gat veitt þeim atlögu og sigrað þá. 10

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.