Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Blaðsíða 19
A FERÐ OG FLUGI. 91 frakknesku og með hreinum Parísarframburði, og segir: «Jæja, svona fór það, góðurinn minn, nú fæ eg líklega tækifæri til þess að hefna mín ofurlítið áyður fyrir háðungarmeðferðina á mér á «Lorraine'>, og alla klækina sem þér höfðuð þar í frammi.» «Bovreuil!» hrópaði Lavarede undrandi. «Ójá, herra minn, það er Bovreuil sjálfur °g enginn annar.» «Og mér er sönn ánægja í þvi, mikilsvirti húseigandi, að hitta yður hér aftur, en hverj- um má eg þakka þá æru, sem eg hefi af því að sjá yður svo langt frá heimkynnum okkar?» »Og haldið þér bara áfram glensi yðar og spotti. En ef til vill hafið þér heyrt, að sá hlær hezt, sem síðast hlær, og á morgun vona eg að það verði komið annað hljóð í strokkinn.» -Einmitt það, þér munuð þá líklega vera bún- ir að finna upp enn þá einhver klækjabrögð gagnvart mér, ef til vill í samráði við þennan atneríska fant, sem nefnir sig Don José, og eitt S|nn var í Masas-fangahúsinu.» «Eg vil ráða yður til, ungi maður, aðgæta hetur hófs í orðum yðar. Maðurinn, sem þér svífist ekki að nefna amerískan fant, er hér 'andstjóri og fulltrúi stjórnarinnar, og því er hættulegt fyrir yður að móðga hann. Hann V'H ná í ungfrú Murlyton, og eg mun heldur en hitt hjálpa honum til þess, en honum er sama hvað af yður verður, og hefir hann því gefið rnér fult vald til þess að fara með yður e'ns og mér lízt. »Alt er nú vel í pottinn búið hjá ykkur, gófugmennunum,» sagði Lavarede. og lét eigi a neinu bera, en satt að segja var hann orð- lnn áhyggjufullur, og leizt eigi sem bezt áblikuna. "Þér hefðuð ef til vill gaman af því að heyra eitthvað uin framtíðarhorfur yðar,« sagði °kurkarlinn með kuldahlátri. “Líklega hafið þér mesta ánægjuna af því sJa!fur að skýra mér frá þeim, og er yður það sízt °f gott, herra minn.» . Sjáið til, það mun alt ganga eðlilega til. A morgun verðið þér settur f syartholið, á- kærður fyrir þjófnað, og umsvifalaust dæmdur í æfilangt fangelsi. Pað þykja nú engin ósköp hér í landi. Raunar eru fangelsin ekki sérlega þægilegur bústaður, en fangarnir hjara þó alt- af af, og engin lífshætta ætti það að verða fyrir yður. En þegar yður verður slept út, verðið þér búnir að missa af miljónunum, sem þér eruð að elta, og verður það ekki skemtilegt fyrir yður. Pegar þér því komið heim aftur, slippir og snaúðir, neyðist þér auðvitað til að giftast dóttur minni.« «Svo þér haldið það. En hugsanlegt er, að þessar áætlanir yðar séu samt skakkar,* sagði Lavarede ertandi. »Og verið ókvíðnir, þér hljótið bæði ánæg- juna og sæmdina af því að verða tengdason- ur minn.» »Pað á ef til vill að verðaeinn hluti hegn- ingarinnar fyrir múlasnaþjófnaðinn. Pað er hörð hegning hér í Costa Rica. En það skal eg fullvissa yður um, að eg læt aldrei loka mig hér inni í fangelsi eða svartholi til lengd- ar, þvf að eg skal segja yður, slík húsakynni halda mér ekki.« »Um þetta er óþarfi að þræta, en erfitt mun yður að strjúka. Annars var mjög óforsjált af yður að leggja leið yðar hér uin, þar sem vinur minn, Don José, er sama sem einvaldur, og getur gert alt, sem honun finst við eiga í hvert skiftið.» «Auðvitað, eins og bezt sómir sér í frjálsu landi,» anzaði Lavarede. Með sjálfum sér var hann samdóma gamla Bovreuil um það, að það hefði verið ófor- sjált af sér, að ferðast gegnum þetta land, þar sem hann gat búist við að lenda í klóm óvina sinna; en héðan af varð að taka því með still- ingu er að höndum bæri. Ekki hafði Bovreuil gamla komið til hugar að svelfa fangann. Gremjan til hans var líka farin að réna, af því að nú þóttist’ hann hafa alt ráð hans í hendi sér, og hafði getað gefið honum fyllilega í skyn, að nú væru öll sund lokuð fyrir honum nema að leita á náðir sín- ar. Peuar komið var að bóndabæ þeim, sem 12*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.