Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Blaðsíða 11
BEN HÚR 83 þau litu hvort framan í annað. »Friður Drott- ins sé með þér,» sagði hún kurteislega, «seztu niður og hvíidu þig.« Ben Húr stóð sem áður og mælti kurteis- lega: «Eg vona að herra Símonídes ætli mig hvorki framan né forvitinn um hóf fram. F*eg- ar eg sigldi hér upp fljótið í gær, var mér sagt að hann hefði þekt föður minn.« «Eg þekti Húr fursta; við vorum skiftavin- 'r — en gerðu svo vel og seztu niður; Ester, færðu hinum unga manni einn bikar víns. Ne- hemía talar um einn af Húrssonum, er réð fyr- lr hálfri Jerúsalem á sínum tímum. Rað er víst og satt að það er gömul ætt — eldgömul ætt. A dögum Mósis og Jósúa fundu sumir limir hennar náð fyrir augum drottins, og voru í niklum metum hjá þessum dýrlingum guðs. Sá, sem er kominn af þeim í beinan karllegg, nun naumlega kasta rýrð á einn bikar víns úr hreinum Sóreh-berjum, er sprottið hafa á sunn- anverðri Hebron.» Áður en hann var búinn að tala út stóð Ester frammi fyrir Ben Húr, horfði til jarðar, °g bauð honum, silfurbikar fullan af víni. Um leið og hann tók við bikarnum snerti hann við hendi hennar. Augu þeirra mættust aftur. Ben Húr sá að hún var lítil vexti, náði honum ekki nema í öxl, En hún var yndisleg að sjá, yfir- lifurinn og andlitið smágert, og augun svört °g ósegjanlega blíðleg. »Hún er góð og falleg» hugsaði hann með sér, «svona mundi Tirza vera nú orðið.» Svo mælti hann hátt: «Erþessi naður faðir þinn ?» «Eg er Ester, dóttir Símonídesar» svaraði hún tígulega. ‘Faðir þinn mun fyrirgefa, þegar hann hefir heyrt sögu mína, að eg bíð með það, að drekka af víni hans. Líka vona eg, að eg finni náð fyir þínum augum.» Og svo hélt hann áfram L r°ggsamlegum rómi: «Símonídes, þegar faðir unnn dó, átti hann trúnaðarþjón, er hét þínu nafni. Mér hefir verið sagt, að þú værir þessi þjónn,» Rað var svo að sjá sem limahrúgan undir silkiábreiðunni hristist; tnagra höndin kreptist saman. «Ester, Ester,« kallaði kaupmaðurinn ákaflega, «komdu hingað til mín; hér átt þú að vera — ekki þarna,» Mærin varð bæði hrædd og hissa, og leit ýmist upp á föður sinn eða Ben Húr; svo gekk hún til föður síns og lagði höndina á öxl honum sem áður. Símonídes tók um hönd henni, og sagði svo jafnrólega og áður: «Eg er orðinn gamall í því að umgangast menn — gamall fyrir tímann. Ef sá, sem þú hefir talað við, hefir þekt sögu mína og dæmt hleypidómalaust, þá mun hann líklega hafa sagt þér, að eg get ekki komizt hjá því að vera tortrygginn. fsraels guð líti í náð sinni til þeirra, sem verða að segja svo um sjálfa sig við enda- lok æfi sinnar. Og af því að eg er eins og. eg er, krefst eg þess, að þú berir fram sann- anir fyrir orðum þínum, áður en eg skýri frá sambandi mínu við Húrsættina. Hvaða sannan- ir hefir þú? — Eru það skjöl? — Eru það vottar ? » Retta var ekki nema sjálfsagt, og Ben Húr fann það vel. En hann hafði engar sannanir. Kvintus Arríus var dáinn, og þó hann hefði lifað, hefði hann ekki getað annað sagt, en hann héldi að kjörsonur sinn væri af Húrsættinni. Allar aðrar sannanir fyrir því, hver Ben Húr væri, höfðu þessi 3 ár á galeiðunum ónýtt. hann roðnaði því við, leit undan, og vissi ekk- ert hverju hann átti að svara, þegar Símonídes sagði hvað eftir annað ? «Sannanir, komdu með sannanir, segi eg.» «Sfmonídes» svaraði hann loks, »hið eina sem eg get gert, er að segja þér sögu mína; lof mér því að hlusta á hana tortijgnislaust, og þegja, þangað til eg hefi lokið henni.» Svo sagði hann stuttlega sögu sína, þang- að til hann kom að landi í Mísenum með Arr- íusi. F*að sem gerðist þar á eftir, sagði hann á þessa leið: Framh,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.