Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Blaðsíða 9
BEN HÚR.
81
svo að segja fastur við klettana, sem hann
er gerður á, nú í 900 ár. Hann ber 400 turna
og hver turn er vatnsgeymsluhylki .... Og
þegar þið horfið lengra fram í sömu átt, get-
ið þið séð tvö fjöll. Á fjallinu því, sem fjær
er, er virki eitt, og er þar ein rómversk her-
deild til varnar árið um kring. Á hinu er Júpí-
tershof, og sendiherrahöllin við ræturnar, —er
hún svo ramger að hún er talin óvinnandi."
Hásetarnir fóru að draga saman seglið. Gyð-
ingurinn mælti ennfremur:
«Yfir brúna þarna liggur Ieiðin til Selevkíu.
Hér endar skipaleiðin. Rað sem lengra á að
fara, verður að flytja á úlföldum. Og fyrir of-
an brúna eyjan, þar sem Kalinikus reisti nýja
bæinn, og tengdi hann svo við gamla bæinn
nieð 5 stórkostlegum brúm . . . . já, það er
fnerkileg borg, Antiokkía. Sæll er sá, er hana
hefir séð.'>
Skipið vatt sér við í þessu, og seig hægt
að lendingunni við múrinn. Reipum var kast-
að f land og skipið fest. Sjóferðinni var lokið.
Ben Húr fór á Iand, og leitaði þegar upp
Gyðinginn. «Afsaka, að eg tef fyrir þér— en
það, sem þá sagðir mér um Símonídes kaup-
niann hefir vakið forvitni mína með að sjá hann.
Hvar á hann heima?»
Maðurinn horfði undirfurðulega á Ben Húr
og mælti: «Eg vil gjarna losa þig við óþarfa
fyrirhöfn. Símonídes lánar ekki peninga.*
Ben Húr glotti við: »Og eg tek ekki pen-
'ngalán.»
Gyðingurinn hneigði sig stuttlega. «Ef þú
vilt ná tali af honum, þá farðu meðfram ánni
að brúnni þarna. Hann býr þar í húsi, sem
er líkast því það væri stólpi, bygður inn í
borgarmúrinn. Framan við það er stórt vöru-
geymslusvæði og lendingarsvið — hann á öll
skipin sem Iiggja þar. Rú getur tæplega vilzt.»
«Eg þakka fyrir leiðbeininguna.»
«Friður feðra vorra sé með þér.»
Hvor um sig gekk sína leið. Tveir burðar-
wenn náðu í farangur Ben Húrs, og spurðu,
hvert ætti að fara með hann. «Til vígisins,*
svaraði hann; þetta svar benti til þess, að hann
væri úr hernum.
Tvö breið stræti skárust um rétt horn, og
skiftu borginni í ferhyrninga. I stræti því, er
lá í norður og suður, var undarleg stór bygg-
ing, er «Nymphæum« nefndist. Regar Ben Húr
kom þangað, og beygði svo í suðurátt á eftir
burðarmönnum, miklaðist honum alt það skraut,
er breiddist út fyrir augum hans. Hallir voru á
báðar hendur; á milli þeirra voru tvöfaldar
súlnaraðir úr marmara, og greindu þær í sundur
vegi fyrir menn, kvikfénað og vagna. Rak
var yfir öllum veginum, svo að menn gengu
í svalandi forsælu. Hér og þar voru gjálfrandi
gosbrunnar.
Ben Húr var mjög hugsandi um sögu Sím-
onídesar, svo að hann horfði ekki eins vandlega
í kringum sig eins og annars. En þegar hann
hafði gengið nokkura stund, breytti hann fyrir-
ætlun sinni, «Eg ætla ekki upp í virkið íkvöld«
sagði hann við burðarmennina, «vísið mér á
gestahús— sem næst Selevíku-brúnni.»
Burðarmennirnir hlýddu. Stuttusíðar var hann
kominn inn í óbreytt en hreinlegt gestahús, sem
er svo sem steinsnar frá brúnni, sem Símonídes
átti heima í grend við.
Um kvöldið hélt hann til uppiá hússþakinu.
Allar hugsanir hans snerust um þetta eitt: «Loks-
ins fæ eg þá eitthvað að vita um þær, móður
mína og Tirzu Iitlu, og ef þær eru enn á lífi,
skal eg hafa ráð með að hafa upp á þeim.«
IX.
Regar næsta morgun lagði hann af stað til Sím-
onídesar kaupmanns. Hann gekk inn um port eitt,
prýtt tindum og bustum, og fram hjá mörgum
skipsmíðastöðum. Svo var hann kominn að
brúnni, og þá varð húsið fyrir honum. Gyðing-
urinn hafði sagt satt—það var líkast stólpa í
borgarveggnum, þessari gráleitu kös af óhöggnum
steinum, sem var hrófað upp reglulaust. Tvö
stór port voru inn á vörugeymslusviðið; op með
þéttum grindum fyrir voru í glugga stað. íllgresi
spratt í veggjarholunum, og einstöku mosatægjur
L