Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Blaðsíða 12
84 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Á ferð og flugi. Framh. En ef svo rignir, veltist það áfram með voða afli og er þá stundum, eftir tvo eða þrjá tíma orðir 6 eða 8 álnir á dýpt og þá hefir það stundum á einum klukkutíma eyðilagt það, er vér í margar vikur höfum verið að gera; og svo þornar það aftur, og vér tökum til starfa aftur, en næsta morgun hefir svo fljótið ef til vill aftur brotizt fram og eyðilagt verk vor, og svona gengur það koll af kolli. Þessi orusta milli fljótsins og mannanna, er ofurlítið spaugileg og þó er ekki hægt að hlæja að henni«. «Mér er óskiljanlegt, hversvegna unnið er á þenna hátt,» sagði Lavarede, «því erekkiheld- ur reynt að veita fljótinu í aðra átt, með því hefði verið hægt að vinna tvent, skurðgreftr- inum til léttis. Fyrst og fremst að Iosast hér við fljótið, og í öðru lagi að þurka upp vilp- urnar, sem við vorum að tala um áðan, því að vatnið í þcer kemur aðallega úr fljótinu.» Bovreuil hlustaði með athygli eftir þessari skoðun. Hann vissi þá ekki hverju hann ætti að trúa, og spurði því Murlyton hvaða skoð- un hann hefði á þessu máli. »Mér finst það mjög skynsamleg skoðun», svaraði Englendingurinn, »sem hr. Lavarede hélt fram« og Gerolans var á sama máli. »Lavarede hefir þá hér ef til vill fundið ráð til þess, að hægt verði með nýrri von og trausti að halda áfram skurðgreftrinum«, sagði Bovreuil.- »Hér þarf ekkert ,ef til vi!l‘», sagði Lav- arede. «þegar búið er að koma fljótinu úr farveginum, verður létt verk að þurka upp mýr- arnar hér fyrir neðan, og þá verður ekki erfið- ara að komast með skurðinn hérna yfir hæða- drögin heldur en yfir Apahæðirnar, sem ekki reyndist neitt sérlega erfitt. Hinumegin við fjöllin er frjósamt láglendi að grafa gegn um, og það hlýtur að vera afar auðvelt. Farið nú heim til Frakklands með þennan gleðiboðskap, þér þarna hluthafafulltrúi, eða hvað sem á að kalla yður, og þá verðið þér álitinn stórgáfað- ur maður.« Bovreuil gamli sat steinþegjandi og hugsaði sem svo: «Rað er þá Lavarede, sem blátt áfram les mér fyrir skýrslu þá, sem ,eg þarf að senda til hluthafanna. Rað er bæði skömm og skaði ef hann verður ekki tengdasonur minn. Hann gæti tífaldað eignir mínar, og eg myndi geta fært mér í nyt gáfur hans og hæfileika.« Af þessum hugleiðingum nirfilsins var það augljóst að altaf var það gróðafíknin, sem efst var í huga hans og löngunin til að nota aðra menn sér til ávinnings. Meðan á þessu samtali stóð, hafði Gero- lans sent eftir Indiananum, sem hann hafði sagt Lavarede frá. Hann kom von bráðar, og varð öllum star- sýnt á hann. Hann var koparrauður á hör- undslit, með vingjarnleg augu, stór og sterk- legur, og auðséð var, að hann var af óblönd- uðu indíanakyni, sem farið er að verða fremur sjaldgæft í Miðameríku. Hann var einn þeirra sárfáu Indíana, sem enn voru í þjónustu Pan- amafélagsins. Þegar byrjað var á skurðgreftr- inum hafði fjöldi af þeim boðið sig fram til vinnunnar, og höfðu hin háu daglaun og stöð- uga vinna dregið þá þangað. En vilpuveikin drap þá unnvörpum, urðu þeir þá skelkaðir og flýðu fl.estallir, sem lífi héldu. Regar hinn indíanski kraftur var úr sögunni var lagt alt kapp á að fá menn annarstaðar frá. Hvítir menn og blámenn voru fengnir að, en sama var afhvaða lit eða þjóðerni vinnulýðurinn var að vilpupestin drap þá unnvörpum. »Ramon«, sagði Gerolans, og sneri sér að Indíananum «hér eru komnir nokkrir vinir mín- ir og samlandar, þessi vinur minn,«og hann benti á Lavarede, »er bæði læknir og verkfræð- ingur. Reir ætla að ferðast héðan til Costa- Rica. Viljið þér gerast fylgdarmaður þeirra?»

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.