Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Blaðsíða 15
A FERÐ OG FLUGI. 87 verjum og Indíönum, En Lavaredi vildi ekki setjast að í neinu þeirra, af því að hann vissi að hann hvorki gat eða mátti borga þar næt- urgreiða. Seint um kvöldið var komið útá grasivaxna eyðisléttu, og ákvað ferðafólkið að gista þar um nóttina. Af nokkrum smáviðargreinum og þurru grasi, gat Ramon kveikt allmikið bál, og kona hans steikti hjartarlærið við það, og neytti ferðafólkið þess síðan með góðri matar- lyst, og herra Murlyton veitti 'öllum óspart skozkt brennivín úr ferðapela sínum. Síðan lögðust allir til svefns, og sváfu eftir atvikum fólegir til morguns. Vér segum eftir atvikum, þvi mývargurinn var aleitinn, og ónáðaði suma. Lavarede hafði eftir fáði Ramons klifrað upp í hátt tré, sem stóð þar í nánd, sezt þar á grein, þarsem hann gat hallast upp að annari grein, vafið svo um sig bakleppum af múlasnanum og svaf hann þann- 'g útbúinn, eins og steinn fram á morgun. Mývargurinn leitaði ekki svo hátt, en hélt S1g við jörðina; og leðurblökur eru verstu blóð- sugur á þeim stöðum; fældi Rainon þær með því, að kynda ofurlítið bál af blöðum vissrar JUrtar, sem hann tíndi saman. Þegar komið var á fætur um morguninn, sá ferðafólkið að ekki var alt með feldu, Mý- Vargurinn hafði gert ungfrú Aurett blóðrisa á hálsinum; ábreiðan, sem Indíánakonan svo um- ^yggusamlega hafði vafið utan um hana um kvöldið áður, hafði fallið ofan af öxl henn- ar> svo að vargurinn náði í beran hálsinn og Var þá æði aðgangsharður. Ró var faðir henn- ar ver farinn. Rað var ekki sjón að sjá hann, gamla manninn, í framan. Andlitið var alt upp- hlaupið af ínýbiti, og hann var svo skoplegur í framan, að samferðafólkið gat ekki varist hlátri Þótt það hinsvegar kendi sártíbrjóst um hann. En hann hafði verið svo forsjáll, eins og flestir enskir ferðamenn, að hafa í tösku sinni °furlítin meðalakassa, og hann blandaði nú saman salmíaki og karbólvatni, og þvoði alt andlitið nákvæmlega upp úr þeim legi og náði hann sér fljótlega eftir þann þvott. En það eru fleiri hættur í þessum héruð- um en mývargurinn. Langt um hættumeiri er guluveikin. Herra Murlyton hafði kínín til varnar gegn henni, en Ramon skýrði Lavarede frá því, að það væri til langtum einfaldara ráð gegn henni. Bezta meðal gegn veikinni sagði hann að væri að drekka rommblöndu á hverjum degi, og hvaðst hann hafa flösku af því í poka sínum, sem hann vildi gefa honum. Auk þess eiga menn að baða sig í köldu vatni daglega og gæta þess að borða ekki of mikið. aRessum reglum er létt að fylgja» sagði Lavarede, og hló við. «Eg borða væntanlega ekki of mikið, þar, sem eg hefi enga peninga til þess að kaupa mér mat fyrir, og hvað baðinu viðvíkur, þá verða að líkindum bæði ár og lækir á leið okkar, sem eg get dýft mér í. Eg vona því að komast hjá veikinni, sem gæti orðið mér slæmur farartálmi, og hafið þökk fyrir yðar góðu ráðleggingar, Ramon.» VII. KAPÍTULI. I Costa Rica. Næsta dag fékk Lavarede að kenna á því, hversu fátæktin oft þrengir að, og bagar oft frá þægindum á lífsleðinni, Herra Murlyton var orðinn leiður á göngulaginu,og hann keypti sér því umsvifalaust múlasna af Indíana nokkrum, og reið hann honum nú berbakt, þar sem engan söðul var að fá. Lavarede átti fult í fangi með að láta eigi bera á því, að hann fann til þess hvað Englend- ingurinn átti betri æfi en hann, sem mátti sveit- ast á fram á fæti í sólarhitanum. En hann liugg- aði sig við að gæfan, sem aldrei enn hefði brug- ist honum þegar hann var í erfiðum kringum- stæðum, myndi enn áður langt liði brosa við honum enda rættist þessi von hans fyrri en hann varði. Regar liðnir voru níu dagar frá því ferða- fólkið hafði lagt af stað frá Colon, gisti það einna nótt í Indíanakofa nokkrum. Daginn eftir var enn Iagt af stað eftir sléttlendinu og var

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.