Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Blaðsíða 10
82 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Iifðu þar'á steinunum. Portin voru opin; um annað þeirra gekk straumurinn inn, en út um hitt. Alstaðar var líf, fjör og annríki. Par sem flutt var upp úr skipunum, voru stórir hlaðar af vörum, og hópar verkamanna að fást við þær. Fyrir neðan brúna voru mörg skip, öll með gulum veifum, að skila vörum eðataka við þeim. Við hinn brúarsporðinn reis múrvegg- ur með smáturnum og brjóstvörnum, og var svo að sjá, sem hann tæki um allan hóltnann í ánni. Ben Húr veitti öllu þessu litla athygli. Skyldi Símonídes nú kannast við hann? Pað var það eina, sem hann hugsaði um þá stundina. Hafi Gyðingurinn sagt satt, var Símonídes ánauðug- ur Húrættinni. «Auðvitað gef ég honum frelsi« hugsaði Ben Húr með sér, «bara hann gefi mér einhverjar upplýsingar um móður mína og Tirzu — svo er mér sama um alt annað.« Og hann mannaði sig upp og gekk inn í stóra hliðið. Par inni voru líka vöruhlaðar. Verkafólkið var þar á flökti fram og aftur í hálfgerði rökkur- birtu, en sumir voru með sagir og hamra að búa út kassa utan um vörur þær, er burt átti að senda. Einn rakst þar á Ben Húr og spurði hann: «Hvað ert þú aðfara?» «Finna Símoní- des kaupmann,« svaraði hann; þá bauð mað- urinn honum að koma með sér. Peir fóru í gegnum heilt völundarhús af gangsmugum innan um vöruhlaðana, og komu síðan að riði einu. Eftir riðinu komust þeir upp á þak vörugeymsluhúsanna, og komu þar að húsi einu, er var reist á þakinu, og sást eigi að neðan frá. Pakið, sem þeir voru á, var girt Iágum vegg, og þótt undarlegt væri, var því öllu breytt í fagran blómgarð. Leiðin lá innan- um rósarunna að dyrum steinhúss þessa. Svo komu þeir inn í dimm göng, og var fortjald fyrir þeim að innan. «Hér er ókunnugur maður, sem vill tala við húsráðanda« sagði maðurinn, er með honum var. «Seg honum að koma inn í guðs nafni!« var svarað inni fyrir með skærri röddu. Fram með veggjunum stóðu snotrir hillu- skápar, fullir af bókfellsströngum — auðvitað verzlunarbækur kaupmanns. Par voru mjúkar ábreiður á gólfi, sem tóku úr alt skóhljóð. í miðri stofunni sat maður í bakháum hæginda- stól með brúðum og var fjöldi kodda í kring um hann. Við hlið honum stóð barnung stúlka. Ben Húr hneigði sig með lotningu, og gætti þess því eigi, að kaupmaður lyfti upp hend- inni forviða, og að höndin titraði við. Pegar hann rétti sig upp aftur, sá hann að þau störðu bæði á hann, feðginin, stilt og rólega. Mærin studdi hendi sinni á öxl föður síns. «Ef þú ert Símonídes kaupmaður, og ef þú ert Gyðingur» — Ben Húr þagnaði snögg- vast við— «þá veri friður guðs Abrahams, for- föður vor, með þér og þínum. » Kaupmaðurinn svaraði meðfurðanlegasnjallri röddu: »Eg er sá Símonídes, sem þú átt við, og er fæddur Gyðingur; eg, Símom'des Gyð- ingur, tek kveðju þinni og bið þig að segja mér, hver gestur minn er.» Ben Húr horfði á manninn; líkami hans var allur afmyndaður, eins og í hnút og huldist til hálfs undir svartri silkiábreiðu; en höfuð hans var göfugmannlegt, eins og það væri keisara- höfuð. Punt hvítt hár liðaðist í lokkum niður á enni honum. Augnabrýrnar voru og hvítar, og bar því enn meira á fjörugu, svörtu aug- unum undir þeim. Andlitið var fölt og hrukk- ótt; en yfirbragðið og höfuðlagið benti á það, að hér var maður, sem heldur mundi láta líf- ið en láta af því, er hanri hafði ætlað sér. Hann hafði konungseðli í sér, og var einn af þeim, er hægt var að brjóta en aldrei beygja—nema þá með góðu. «Eg er Júda, ítamarsson, af Húrsættinni.» Kaupmaðurinn krepti höndina stundarfast; höndin var lítil og holddregin, og lá ofan á silkiábreiðunni. Annars sáust enginn svipbrigði, engin hreyfing, er benti á það, að þetta kæmi flatt upp á hann, eða gæti vakið áhuga hans. Og hann svaraði með stillilegri röddu: Tignar- menn Jerúsalemar eru ætíð velkomnir í hús mitt —- Ester, færðu unga manninum stól.« Mærin setti stól fratn handa Ben Húr, og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.