Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Blaðsíða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Blaðsíða 3
BEN HÚR 75 hann rær bezt þegar hann er laus.» Svo lagð- ist Kvintus Arríus ofan í legubekkinn aftur. Skipið brunaði áfram óstöðvandi, þeir af áhöfninni, sem ekkert höfðu að starfa, sváfu, — Arríus á legubekknum, hinir á berurn þilj- unum. Einu sinni — tvisvar sinnum var Ben Húr hvíldur; en hann gat ekki sofið. Rrjú ár í níðamyrkri — og nú loks sá til sólar. Reg- ar svo ber við, flýr svefninn augu manna. Hann dreymdi sér til að hann væri laus úr eymd sinni, og hefði fundið móður sína og systur heima hjá sér og liði þeim vel, og honum fanst hann vera sælli en nokkurntíma áður. Yfir «Astreu» grúfði nú þetta svarta myrk- ur, sem vant er að vera á undan birtingunni. Þá kom maður hlaupandi af þiljunum ofan á pallinn til tríbúnsins og vakti hann. Kvintus Arríus spratt upp, setti hjálin á höfuð sér, tók sverð sitt og skjöld, og gekk að riðinu, sem lá upp á þiljurnar. VII. Allir vöknuðu á skipinu; herforingjarnir hröðuðu sér hver á sinn stað, hermennirnir gripu til vopna sinna, og yoru látnirf ara upp, og voru fluttir þangað baggar af örvum og mörg föng af spjótum. Olíuhylkin og eld- vöndlarnir voru hafðir við hendina, Rað var kveikt á fleiri ljóskerum, og vatn látið í mörg ker. Ræðararnir voru lausir þá stundina, og hópuðust um yfirmanninn. Ben Húr var með þeim. Að ofan frá heyrðist lágur hávaði af viðbúnaðinum uppi. Seglið var bréitt út, net greidd í sundur og vélar hafðar tilbúnar. Og svo varð alt kyrt — dauðans, ónotalega kyrt. Svo var gefið merki á þiljum uppi; undirfor- ingi einn bar það yfirmanni ræðaranna; og svo var óðara hætt að róa. Hversvegna? Líklega hefir enginn ræðaranna látið sig það neinu skifta. En Ben Húr tók þegar eftir því. að það heyrðist hávaði frá skuti skipsins, svipaður og araglamur frá galeiðu. Og svo ruggaði »As- trea« alt í einu, eins og farið væri að hvessa. Ben Húr grunaði, að nú kæmi heill floti og greiddi atlögu, og tók það mjög á ímyndun- araf! hans, Svo var aftur gefið merki ofan af þiljun- um. Árarnar féllu niður, og galeiðan þokað- ist hægt áfram — svo hægt, að varla varð við vart, eins og köttur, sem skríður á kviðnum áður en hann tekur stökkið. Alt í einu kvað við básúnuhljóð á þiljum uppi, og var hljóð- ið dregið. Yfirmaður ræðaranna barði áralag- ið í borðið sitt svo að glumdi í öllu. Ræðar- arnir lögðust á árarnar af öllu afli; það brak- aði í galeiðunni, er henni skaut fram. Nýr lúðraþytur gall við frá skutnum; frammi á skipinu voru köll og háreysti, svo að yfir tók. Svo kom harður kippur; ræðurununt næst yfir- mannspallinum lá við falli — sumir duttu. Skipið hörfaði aftur á bak, eins og það væri að hlaupa til — svo skaut því aftur áfram. Onýrinn við áreksturinn og lúðraþyturinn var svo mikill, að varla heyrðist hræðsluóp manna og æptu þó margir. Svo heyrði Ben Húr brak og bresti, eins og borð og þiljur væru að brotna, og svo heyrði hann siguróp uppi á þiljum. Rómverjar höfðu borað skip í kaf; en hver átti það skip? Hverjir sukku þar í sjó? — hvaða menn og hvaðan voru þessir féndur? En það var enginn tími til umhugsunar; »Astrea« óð áfram óstöðvandi. Hermenn komu hlaupandi að olíuhylkjunum, dýfðu viðarullar- vöndlunum í olíuna, og kveiktu svo í þeim. Snarkið í eldinum blandaðist saman við vopna- brakið. Galeiðan tók aftur dýfu, svo að ræð- urunum lá við falli. Aftur æptu Rómverjar siguróp, og fjandmannaliðið öskraði skelfingar- ópi. Trjóna rómversku galeiðunnar hafði enn að nýju borað eitt óvinaskipið á hol ogsöktþvíí grunn niður. Brak og brestir, óp og óhljóð rak hvað annað — bæði á hægri og vinstri hlið, fram og aftur frá buldi við orustugnýr- inn, svo að menn ætluðu að ringlast af hávað- anum. Enn- þá var óséð, hversu lykta mundi. Við og við voru rómverskir hermenn, blóðugir og banvænir, bornir ofan í skipið. Síðan fór að berast reykur niður í skipið með magnaðri 10*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.