Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Blaðsíða 20
92
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
ferðafólkinu var búin gisting, var fanganum
jafnvel boðið til borðs með því, en dátarnir
sem áttu að gæía hans, biðu fyrir utan. Ressi
Jerónimus var frammistöðumaður við borðið,
og veitti óspart sterka, spánska vínið, sem jafn-
aðarlega er drukkið svo óspart í Miðameríku.
Hjónin á bænum voru ágætir gestgjafar, og
konan sýndi, að það var ekki í fyrsta skifti að
hún tók á móti gestum, og sjaldséðir réttir
og kræsingar voru þar á borðum. Rar var
flatbaunasúpa með smákröbbum, þar voru svana-
egg og steiktir páfuglar og margskonar ávextir,
var því glatt á hjalla undir borðum. Vinur vor
Lavarede drakk fast, og að enduðu borðhaldi
sótti hann svo fast svefn, að hann féll sofandi
fram á borðið. Voru þá sóttir tveir dátar til
þess að bera hann til sængur. Ressi svefn
hans var eigi hrekkjabragð frá hans hendi til
þess að leika á mótstöðumenn sína. Lavar-
ede svaf í raun og veru svo fast, sem nokk-
ur myndi hafa gert, sem fengið hefði sterkan
svefnmeðalsskamt í glasið sitt. Rað var Bovre-
uil sem hér hafði haft brellur í frammi.
(Framh.)
Saga frá silungsánni.
Þýdd úr ensku.
Pað var hávetur, áin rann, grunn og kyrlát
eftir farveginum, þakin þykkum ísi og snjó.
En hún var vön við það, að líða áfram, und-
urhægt og rólega, í hálfdimmunni undir ísn-
um, talandi við sjálfa sig, með raunalegum
nið, dreymandi um fegurð og gleði komandi
vors, þegar Iækirnir kæmu kátir og hoppandi
ofan úr hlíðunum, og fyltu allar ár upp á
bakka.
Saman við vatnið í ánni safnaðist ótölu-
legur fjöldi af agnarlitlum loftbólum, næstum
ósýnilegum, sem straumurinn bar áfram, og
þeytti upp og niður. Ressar smáu loftagnir
fluttu með sér líf og lífsskilyroi milliónum
smádýra, um leið og þær runnu með vatn-
inu, hvert sem það fór, út í alla króka og"
kima, og sumar þeirra ofan í sandinn á botn-
inum, þar sem þær heimsóttu aragrúa af kúlu-
mynduðum köglum, gulbrúnum að lit, á stærð
við litla matbaun. það voru silungahrogn. þau
drukku í sig efnið úr loftinu í þessum vind-
bólum, gegn um smáholur á hýðinu, svo litlu
ungarnir nærðust og lifnuðu.
Ef eitt þessara hálf gagnsæju eggja væri
tekið og skygnt, mætti sjá tvö blikandi augu,
eins og skínandi perlur, og móta fyrir hárfín-
um þræði, sem liggur í ótal bugðum innan
í egginu; það er hryggurinn, sem er of
langur til þess að geta legið beinn innan í
hýðinu. Utan nteð honum lágu tveir örmjóir
vöðvaþræðir, sinn hvoru megin. Bæði hrygg-
urinn og vöðvaþræðirnir uxu smátt og smátt,
og þrýsti æ meir á hýðið. Svo kom að því
einhvern dag seint um veturinn, er þessir vöðv-
ar voru orðnir all-fyrirferða-miklir, að þeir tóku
á af öllum mætti og réttu úr hryggnum, og
sprengdu utan af sér hýðið, og þá gægðist út
sporðendi á ofurlitlum lækjarsilungi.
Höfuð og herðar voru enn þá innibyrgð
i hýðinu. Uggi, eða kambur, æði langur lá frá
miðjum hryggnum aftur að sporði, og þaðan
aftur að neðan fram á miðjan kviðinn. í þessu á-
standi varð hann að dúsa alllengi,einsogketlingur
í rjómakönnu, unz hann eftir nokkra mánuði losn-
aði úr þeim læðingi. Rá tók hann sér hvíld,
og hugsaði sig um framtíðina.
Hann neyddist fyrst lengi vel til að liggja
á hliðinu, af því að við brjóstið var dálítill poki.
Hann var hálf-gegnsær, og hafði að geyma mjólk-
urkent efni, honum til næringar, frá því að hann
var í hýðinu. Ef þú hefðir athugað þennan
poka nákvæmlega, og horft í gegn um hann
með smásjá, mundir þú hafa séð undrunar-
verða og. aðdáanlega sýn, þar sem hjartað var