Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Blaðsíða 13
85
Á FERÐ OG FLUGI.
Hinn fríði og djarfmannlegi Indíani virti
komumenn fyrir sér og rétti fram hendina;
og Lavarede tók vingjarnlega í hönd honum,
°g þrýsti hana innilega. Indíaninn varð hreik-
inn við og brosti af ánægju yfir því að Lavarede
breytti við h«nn sem jafningja sinn.
Indíaninn var lipur við komumenn og eftir
nokkrar samræður og vafstur sókti hann lítinn
vagn, og í hann settust þau Lavarede, Murly-
ton og ungfrú Aurett.
Bovreuil sá sér ekki fært að fara fram á
það að fá að vera með, jafnvel þó að Lav-
arede að líkindum hefði verið svo góðsamur,
að lofa honum það.
Hann sneri ásamt Gerolans aftur til Colon
nieð járnbrautinni og beið þar eftir skeyti frá
Don José. Til þess að friða dóttur sína, vitlaus
af ást sem hún var, sendi hann henni svohljóð-
andi símskeyti:
»Get eigi snúið heimleiðis, verð affylgja
Lavarede eftir. Hann er undramaður. Bezt
að þú farir út á landbústað okkar í Sens.
Bíddu þar fregna af föður þínum.»
Það segir ekki af ferðum Lavarede og feðg-
inanna fyr en þau koma til kofa Indianans.
Kona hans Iloé tók hjartanlega á móti ung-
frúnni, og það var búið um karlmennina eftir
föngum í litla kofanum.
Morguninn eftir var haldið snemma af stað,
°g Lavarede var þakklátur forsjóninni fyrir
hve enn að nýju hafi ræzt vel úr með ferð
hans.
Nú var haldið eftir veginum frá San Pablo
til bæjarins Chorerra.
Ef til vill er ekki rétt að tala hér um veg,
því hér er ekki um veg að ræða í venjuleg-
nm skilningi. Allir vegir í Mið-Ameríku og
sléttum Meksikó eru hlykkjóttir og holóttir, oft
v'd það til að vagnar velta um á ferðum sín-
Urn, múlasnarnir eiga erfitt með að komast
afram, og sumstaðar liggur leiðin einungis eftir
mjóu einstigi.
Karlmennirnir allir þrfr voru nú gangandi,
en ungfrú Aurett og Indianakonan sátu í
vagninum. Fyrir vagninum gekk múlasni, sem
var svo vegvís, að hann þræddi bezta veginn
sjálfur, án þess nokkuð þyrfti að stýra honum.
Pær urðu fljótt beztu vinkonur, unga Indí-
ánakonan og ungfrú Aurett. Peim geðjaðist
svo vel hvorri að annarar einlægni og látleysi.
«Svo ungi maðurinn þarna er hvorki mað-
urinn þinn, né bróðir þinn» sagði Iloé, eins
og við hjónin héldum, og þó fylgir þú hon-
um stöðugt.«
«Jú, en eg er alt af með föður mínum,»
sagði ungfrúin og roðnaði.
»þér sýnið þó mikla hluttekningu í kjörum
hans. Hann hlýtur því að vera unnusti yðar ?»
«Nei, það er hann ekki heldur.»
«Pér eruð þá ástfangin af honum?»
«Eg - -.»
»Já þér, það leynir sér ekki,- þér talið um
hann með svo mikilli hluttekning, og roðn-
ið oft þegar minst er á hann, og segið frá
hættum þeim, sem fyrir hann hafa komið, með
svo mikilli tilfinningu.»
»Hann hefur gott og göfugt hjarta, og hann
er vinur minn, það er alt og sumt,» sagði
ungfrúin.
En ransóknaraugu Indíanakonunnar hvíldu
á henni og ungfrúin horfði til jarðar og roðn-
aði enn að nýju. Hún fann að hún var að
tala við konu, sem hafði konunnar glögga
auga. —
Svo þögðu þær um stund, enda eru Indí-
anar fámálugir. Ýmiskonar hugsanir flugu gegn-
um höfuðið áungfrúnni, og hún lagði þá spurn-
ingu fyrir sjálfa sig, hvor Iloé hefði þá ekki
rétt að mæla, þegar öllu væri á botninn hvolft,
og hvort það myndi eigöngu vera til þess að
fylgja föður sínum, að hún vildi verða þeim
samferða svo lengi, mundi það eigi með fram
hafa verið aðrar tilfinningar, en barnselskan, er
hvöttu hana til ferðarinnar. Hún reyndi árang-
urslaust að gera uppreist móti þessari hugsun,
því hún var nú farin að* átta sig á tilfinning-
nm sínum.
Ramon stanzaði eitt sinn, Iaut niður, og
fór að tína blóm af. lítilli jurt, sem stóð rétt
við veginn.