Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Blaðsíða 2
74
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Ben Húr eða Júda hafði annazt vel ræðara-
störf sín á meðan, Hann var aðeins hvíldur
sjöttu hverja stund. En hvíld sú, er skipshöfn-
in fékk í Antemónuflóanum, iiafði hrest hann
mjög og vonin, sem lifnaði í honum eftir við-
talið við herforingjann, hélt honum uppi. Að-
ur hafði hann róið hugsunarlaust og.utan við
sig, og verið sama um, hvert stefndi. En nú
var eins og hvert hljóð á skipinu boðaði hon-
um breytingu á kjörum hans, og var við það
komin í hann undarleg stæling og forvitni.
Hann hafði lært að ákveða stefnu skipsins eft-
ir sólargeislunum, sem féllu inn um opin á
lyftingunni. Þegar þeir reru burt frá Kýþaraey
hélt hann fyrst að ferðinni væri heitið til Qyð-
ingalands; var þá eins og hann væri lagður
hnífi í gegnum. En svo sá hann að þeir stefndu
alt í einu í norðurátt. Hví gerðu þeir það?
Rrælunum varaldrei sagt neitt. Reir komu aldrei
upp á þiljur — og þeir vissu ekki svo mikið
sem hvort skip þeirra var eitt sér, eða þau
voru mörg saman. Rað var ekkert til í heim-
inum fyrir þá, nema sætið þeirra og árin
þeirra.
Pegarsíðustu sólsetursgeislunum skaut ofan í
skipið, voru þeir enn á norðurleið. Myrkrið
skall á, en ekkert breyttist. En ofan frá þilj-
unum lagði ilm af brendu reykelsi niður til
ræðaranna. »Tríbúninn er við altarið* hugs-
aði Ben Húr með sér, «við lendum Iíklega í
bardaga« Hann vissi setn var, að Grikkir og
Rómverjar voru vanir að færa guðum sínum
fórnir, áður en lagt var til bardaga. Sjálfur hafði
hann oft verið með í bardögum, en aldrei
séð orustu, — að eins heyrt orustugnýinn.
Samt voru slík atvik mikilsvarðandi fyrir félaga
hans. Ef þeir biðu ósigur, mátti vænta þess,
að breyting yrði á kjörum þeirra, jafnvel mátti
ætla að sumir þeirra fengi frelsi.
Blys voru tendruð á venjulegum tíma, og
fest upp við káeturiðið. Tríbúninn kom niður
á þiljurnar. Hann skipaði svo fyrir, að sjólið-
arnir skyldu hervæðast, og var komið með
mestu kynstur af spjótum, gaflokum og örvum;
olía og körfur með viðarull og öðrum eldnæm-
um efnum voru hafðar við hendina. Þegar
Ben Húr sá tríbúninn koma niður á þiljurnar,
klæðast brynju, og taka fram hjálm og skjöld,
var hann ekki lengur í vafa um, að bardagi
væri í vændum. Uppfrá þessu hugsaði hann
mest um það, hversvegna hann yrði nú að
bera þá mestu svívirðingu, sem væri í för með
því að vera ánauðugur.
Við hvert ræðararúm var festur fjötur með
þungum fótjárnum. Höfuðsmaður ræðaranna
fór nú að ganga frá einum til annars og læsa
að þeim fótjárnin. Peir urðu að taka því
með þögn og stillingu. Ef skipið var borað
í kaf var úti um líf þeirra. Allir fundu, hver
smán þeim var sýnd; en enginn fann það jafn-
glögt og Ben Húr. Hann gat heyrt það á
skröltinu í fjötrunum, að foringinn færðist nær.
Bráðum mundi koma að honum — eða: ætl-
aði tríbúninn að láta hann sleppa?
Honum var eins órótt eins og hann hefði
hitasótt; honum fanst tíminn aldrei ætla að líða.
Hvert sinn, er hann lyfti árinni, og við hvert
áratog skaut hann augunum upp til tríbúns-
ins. Kvintus Arríus hafði lagzt á legubekk
sinn, og var eigi að sjá að honum dytti ræð-
ararnir í hug. Ben Húr snupraði sjálfan sig
fyrir heimskuna — hvernig gat honum dottið
í hug að hann einn yrði undan tekinn?
Yfirmaður ræðaranna kom nær; það skrölti
og hringlaði í fjötrunum. Nú var hann kom-
inn að 60. Ben Húr hætti að róa eins ogsá,
sem alt hefir gefið frá sér í örvilnan, og rétti
fram fótinn.......... Pá reis tríbúninn upp
við ölnboga og benti . . . Ben Húr fór að
sundla; hann lét árina falla niður aftur; alt
skipið sveipaðist dýrðarljóma í augum hans;
hvað sagt var, heyrði hann ekki — hann vissi
það eitt, að hann var ekki hneptur í járn,—
Yfirmaðurinn var kominn á sinn stað við glaum-
borðið. Aldrei höfðu hamarshöggin ómað
jafn fagurt í eyrum Ben Húrs. Hann laut
fram, og knúði árina svo hún svignaði og Iá
við að brotna...........Yfirmaðurinn horfði á;
tríbúninn. Hann sagði; aRvílíkir kraftar! Rví-
líkt hugrekki! Hann skal ekki í járnin oftar