Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Blaðsíða 14
86
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Lavarede spurði hann, hvað hann ætlaði
að gera með þessi blöð.
sRessi blöð lækna bit kóral-höggormsins.
Jurtin, sem þau vaxa á, nefnist Cuaco.«
«Kóralormurinn, já, það er litli fallegi högg-
ormurinn, sem er h'kur kven-armbandi?»
«Fagur er hann, það vantar ekki. Hann er
kóralrauður, með gull-lituðum og tinnusvört-
um hringum. Hann er lítill, vanalega ekki lengri
en 9 þumlungar, en hann er voðalegur, því
bit hans er svo banvænt, að sá, er fyrir því
verður, deyr eftir litla stund, ef ekki fæst við-
eigandi Iækning.«
«En getið þér læknað bit hans?« spurði Lava-
rede. —
«Já með þessari litlu jurt, því vitið það,
hvíti maður, skaparinn hefir ekkert ilt skapað,
nema hann hafi um leið skapað varnir gegn
því, sem ávalt finnast í nálægð þess.«
«F*ér hafið rétt að mæla, Rainon.s
Herra Murlyton, sem hafði heyrt þetta sam-
tal, fór nú að ganga hægra, og athugaði jörð-
ina undir fótum sér, við hvert fótmál.
«Að hverju eruð þér að gæta,» spurði Indí-
aninn brosatidi.«
»Eg er að gæta að hvort eitthvað af þess-
um eiturkvikindum muni ekki verða hér fyrir
fótum vorum. Menn fara aldrei of varlega.*
«Ef það er kóralormurinn, sem þér eruð
að gá að, þá skuluð þér ekki horfa til jarðar,
heldur hærra upp.«
«Hvað eigið þér við» spurðu báðir Norð-
urálfumennirnir í senn.
«Eg á við það að höggormur þessi hefst
aldrei við niðri á jörðunni. Hann lifir uppi í
trjánum, og hringar sig oft utan um yztu grein-
arnar, sem teygja sig út yfir veginn. Menn
hafa stundum vilst á honum og blómi.»
Varla hafði Ramon slept orðinu, fyr en sjón
varð hér söguríkari. Rau nálguðust stofnlágt
en greinaríkt tré, sem slútti út yfir veginn, og
á einni af yztu greinunum tók ferðafólkið
eftir rauðum díl, sem hreyfðist. Ramon brá
hnífnum sínum í stofnendann og lagði til orms-
ins og hlutaðl lianti sundttr í tvent. Féllu báð-
ir hlutar til jarðar. Ormurinn hafði fallið of-
an á stóra dökkgræna jurt. Ungfrú Aurett bað
föður sinn að hirða kvikindið. Hún vildi eiga
það til minningar um ferð sína. Faðir hennar
beygði sig niður til þess að taka það upp,
en varla hafði hann snert það, Jyrr en hann
kifti hljóðandi að sér hendinni.
»í guðs bænum» kallaði Lavarede skelkað-
ur, «er kvikindið þá enn lifandi?*
«Ónei!» sagði Indíáninn rólegur, »þetta er
stór brenninetla, sem hann liggur á, og hún
veldur miklum sviða sé hún snert.» Hann
tók svo kvikindið gætilega og fékk yngisfrúnni
það upp í vagninn.
Ressi litla lest, hélt svo áfram án þess nokk-
uð teljandi bæri til tíðinda, ttema það, að Iands-
Iagið breyttist öðru hvoru. Ferðafólkið var kom-
ið, fram úr hinum stórfelda skógi og þá brosti
við Ijómandi gróðurríkt Iand og akrar, og mátti
þar líta í fullum blóma hinar þéttvöxnu korn-
stengur, sem korntegund sú fæst úr er nefnist
para, og er höfð í brauð í Mið-Ameríku.
Akrarnir báru vott um að ferðafólkið mundi
vera komið í nánd við bóndabýli; þau eru þar
um slóðir nefnd »Ranehos,« og eru eigendur
þeirra af Indíanum, ávalt nefndir Spánverjar,
hverrar þjóðar, sem þeir kunna að vera.
Fátækt fólk, og Indíánar bera mikla virðingu
þar fyrir öllum, sem eiga þar jarðeignir,
með tilheyrandi húsum. Peim er þar heilsað
með mestu lotningu, og eru nefndir «náðugir
herrar.»
Er siður þessi gamall, og hefir haldist við
síðan Spánverjar unnu Iandið og þrekuðu þá
innfæddu.
Lavarede undraðist það mjög, þegar hann
sá þar í nokkurri fjarlægð fallegan hjört mjög
svipaðan þeim, setn eru í Norðurálfu. Hann
hafði læðst þar fram úr skógarrunna, til þess
að fá sér góða fylli af hinu feita korni þar á
akri nokkrum. Ramon greip þegar til byssu
sinnar, og lagði hjörtinn að velli, og hafði ferða-
fólkið nokkuð af kjöti hans sér til viðurværis.
Pennan dag var farið fram hjá ýmsum
smáþorpum, sem bygð voru bæði af Spán-