Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Blaðsíða 4
76 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. sterkju af brendu keti. Ben Húr ætlaði að kafna — hann vissi hvað þessi sterkja hafði að þýða — menn voru rétt hjá skipi, er var að brenna, og ræðararnir, fjötraðir hver í sínu rúmi, brunnu með; enginn reyndi að bjarga þeim. Svo tók «Astrea» ákaflega harðan kipp; svo stóð alt kyrt, Ræðararnir byltast niður — árarnar féilu úr höndum þeirra. Voðalegur skarkali heyrðist á þiljum uppi. Lík af ljós- hærðum útlendingi hrapaði niður í lyftinguna. Hvaðan kom hann? Hafði hann verið tekinn fastur af einhverju óvinaskipanna? Nei, ekki gat það verið; »Astrea» hlaut að vera á valdi óvinaliðsins; Rómverjar börðust fyrir lífi sínu á þiljum uppi. Ben Húr kólnaði allur upp af angist. Tríbúnin, Kvintus Arríus, var í hættu staddur; setjum svo að hann félli; þá var öll von úti — allir draumar um að fá aftur að sjá móður sína, systur óg ættland, hjöðnuðu sem vindbóla. Hjálpaðu nú, drottinn Abrahams; hann starði ráðþrota í kringum sig; alt var á ringulreið. Yfirmaður ræðaranna var einn á sínum stað, og barði í glaumborðið áralagið, eins og honum var fyrirsett — þótt enginn reri og enginr. gæti róið. Ræðararnir höfðu fyrst togað í fjötrana, til þesS að reyna að slíta sig lausa; en það var árangurslaust; járnið lét ekki undan; svo æptu þeir upp yfir sig og fyltu loftið ráðleysisópum. Ben Húr stökk upp og þaut upp í mitt ríðið, sem lá upp á þiljurnar. Hann sá eld- bliku í lofti, og skip og skipsflök á allar hlið- ar; hann sá að uppi var orusta milli margra fénda og fáeinna Rómverja — en svo misti hann fótfestunnar, og datt aftur á bak niður. Galeiðan var orðin lek, og féll inn um hana kolblár sjór, fyrst var niðamyrkur, og svo vatn — bara vatn. Ben Húr var heljarmenni til burða, hættan jók honum afl að helmingi, eins og vant er að vera; þó réði hann ekki við neitt; hann var ráðlaus og agndofa. Sjórinn fossaði inn í skip- ið og sogaði hann með sér eins og viðarbút ofan í lyftinguna og þar hefði hann druknað, ef skipið hefði ekki mætt mótstöðu, þegar það var að sökkva, svo að hann lyftist upp aftur. Hann var þar á floti innan um þétt vogrek og brot, er honum skaut upp aftur; hann þreifaði fyrir sér, og fann eitthvað rétt hjá sér; það var stór bjálki, og í hann þreif hann dauða- haldi. Hann sogaði í sig Ioftið og hristi vatn- ið úr hárinu og augunum og skreiddist upp á bjálkann og litaðist um. Reykjarmóða lá yfir hafinu eins og þunn þokumóða. Hingað og þangað sá hann skip, sem voru að brenna. Við og við heyrðust brak og brestir í galeið- um, sem rákust á. Af mönnum þeim, sem á «Astrea« voru, skaut upp bæði vinum og ó- vinum; þeir þrifu dauðatökum hverir í aðra, börðust og hjuggust á og lögðu hverir aðra spjótum og öðrum vopnum, en svartur og ólg- andi sjórinn litaðist rauður af blóði og eld- bliku. Ben Húr reyndi að komast út úr þessari þvælu; þá heyrði hann áraglamm þétt og tíð, og sá galeiðu stefna beint á sig. Næsta augna- blikið flutti honum annaðhvort björg eða bana. Hann reyndi af öllum mætti að ýta bjálkan- áfram á undan sér. En í sömu svifum skaut hjálmi upp úr vatninu svo sem alin frá hon- um, og hann sá fvær hendur með útglenta fingurna, tvær stórar og sterklegar hendur, er líkar voru fyrir það að sleppa því ekki að raunarlausu, sem þær höfðu klófest. Hjálniur- inn sökk aftur — og skaut upp enn og höfð- inu með, og tveim handleggjum, og börðust um í vatninu eins og í fjörbrotum. Svo sner- ist höfuðið ögn við, svo að sást framan í and- litið. Munnurinn stóð opinn, augun vorustar- andi, andlitið var nábleikt og afmyndað — það var stuggvænleg sjón. En eigi að síður rak Ben Húr upp gleðióp. Og rétt í því að mað- urinn var að sökkva aftur, náði hann í hjálm- böndin, er náðu ofan fyrir hökuna, og dró hann að bjálkanum. Petta var Kvintus Arríus, tríbúninn sjálf- ur. Vatnið svall og ólgaði um stund, svo að Ben Húr átti fult í fangi með að halda sér föstum á bjálkanum, og halda höfði Rómverj- ans ofansjávar, Galeiðunni var róið fram hjá

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.