Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Blaðsíða 8
80 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. segja; en eins og eg sagði áðan, var Símoní- des verzlunarstjóri furstans hér í Antíokkíu. Eft- ir að þetta fólk var úr sögunni, rak hann verzl- un fyrir sjálfan sig, og auðgaðist brátt svo, að liann var einn af auðugustu kaupmönnum borg- arinnar. Hann sendi lestaferðir til Indlandseins og húsbóndi hans hafði gert; og nú á hann svo mörg skip í förum, að nægja mundi til að mynda heilan konungsflota. Rað er sagt að honum mishepnist aldrei neitt. Úlfaldar hans deyja ekki nema úr elli, skip hans brotna aldr- • ei við land upp, en koma ætíð heim með dýra farma og mikla.« «Hvað hefir þetta lengi gengið svo?« »Eitthvað framt að tíu árum.» »Pað er ætlandi, að hann hafi ekki byrjað með tvær hendur tómar.« «Já; sagan segir að landsstjórinn hafi ekki klófest nema húseignir Jerúsalemsfurstans, fénað, skip og þess háttar. Peninga fann hann enga og hlýtur þó að hafa verið til eftir hann of fjár í peningum. Pað er svo að sjá, sem lands- stjórinn hafi ætlað, að Símonídes hafi tekið þá og haft þá fyrir veltufé sitt; að minsta kosti lét hann taka hann tvisvar á 5 árum, og kasta honum í dýflissu. Eg hefi heyrt sagt, að ekk- ert bein sé óbrotið til í líkama hans — svo hafði hann látið ganga nærri honum með pynding- Um. Pegar eg sá hann síðast sat hann í hæg- indastól, studdur koddum, og var fatlaður ör- kumlamaður.« Ben Húr kreisti hendinni utan um kaðalinn, sem hann stóð upp við og studdist við. »Annars urðu þessar pyndingar árangurs- lausar«,hélt sögumaðuráfram; «það sem hann átti, það átti hann með réttu, og notaði það réttilega, — annað var ekki auðið að pína út úr honum. Og nú eru allar ofsóknir hættar, því að hann hefir nú leyfisbréf til að reka verzlun, með undirskrift Tíbers keisara sjálfs.» «Pað hefir víst kostað skilding, bréfið það» sögðu þeir, er við voru . . . en sögumaður var þá farinn, og kominn aðra leið út á þil- jurnar. Ben Húr gekk til hans og mælti: «Vita menn ekki hvað hefir orðið um fjölskyldu hús- bónda Símonídesar?* «Sonur hans var dæmdur á galeiðurnar, og er víst dauður nú, en um þær mæðgurnar vita menn ekkert, þeim hefir sjálfsagt verið smokk- að inn í einhverja dýflissuna —það er nóg til af þeim í Júdeu.» Skipið var nú komið nær bænum. Farþeg- arnir hópuðust aftur saman til að njóta útsýn- isins, enda var Iandsýnin fögur. Gyðingurinn tigni varð enn að segja og skýra frá. «Fljótið» sagði hann, «rennur hér til vesturs; þarna» sagði hann, og benti í suður, »er Karíusfjallið eða Orontesfjallið, sem sumir vilja heldur kalla það, og sendir kveðju yfir til Amnus bróður síns. Parna á milli þeirra er Antíokkíusléttan; þarna lengra frá eru Svörtufjöll; þaðan liggja vatnsveitur konungs til bæjarins, og bera þær honum hið bezta og tærasta vatn. Skógar eru hér enn dimmir og hrikalegir, og er þar fult af dýrutn og fuglum.» «Hvar er vatnið?« spurði einn. «Pað er þarna yfir frá að norðanverðu; það er alhægt að ríða þangað, og enn hægra að róa þangað, því að þangað liggur ein kvísl- in úr ánni. — Dafne-hellirinn?» svaraði hann öðrum, »það er nú hægra sagt en gert að Iýsa honum; jjað er til málsháttur,semþannighljómar: «Heldur ormur á mórviðnum í Dafne en gest- ur að konungsborði.» Fólk streymir þangað bara til þess að sjá, en getur svo ekki slitið sig þaðan aftur». »Pað væri þá bezt að vera ekki að fara þangað, held eg.» Ekki vil eg segja það. Allir streyma þang- að, heimspekingar, prestar, konur og ungling- ar. Pið farið líka þangað —vitið þið til! og — ef eg mætti ráða ykkur heilt — skuluð þið ekki taka gistingu í bænum, heldur fara undir eins út í þorpið, sem er í grend við hellinn. Leið- in þangað liggur í gegnum aldingarða með fegurstu gosbrunnum; og svo þarna» — allir horfðu eftir því sem hann benti — «sjáið þið borgarvegginn, verulegt heimsundur, eftir kon- ung allra byggingameistara. Hann hefir vaxið

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.