Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Blaðsíða 23
BÓKMENTIR 95 Bókmentir. Þegar útlendir fræðimenn — og þegar um þá er að ræða, er tæplega öðrum en Þjóð- verjum til að dreifa — hafa ritað um bók- mentir vorar hinar nýju, hafa þeir allir rekið augun í það, hvað mikið er til af Ijóðakveð- skap á voru landi, en tiltölulega lítið af öðr- um skáldskap. Retta er aldrei nema satt. Fram að 1872 áttum við ekki á voru máli nema eina einustu »nóvellu« «Pilt og stúlku,« og enn þann dag í dag varla annað af söguljóð- um en Örvar-Odds-drápu Gröndals, þvíað varla verður talin Guðrún Ósvífsdóttir eftir Brynjólf Jónsson, því að hún er ekkert annað en rímur með öðrum bragarhætti. Eftir það að Bjarni og Jónas veittu straumum rómantíska skáldskap- arins inn á bókmentavöll íslendinga, og steyptu upp í Ijóð tilfinningar sínar og hugðarmál, með þeirri andagift og þeirri snild, sem ekki verð- ur við jafnast, þegar tímans og afstöðunnar er gætt; þá fóru Iíka fleiri af stað. Pá reis hin glæsilega skáldaöld íslendinga; þá báru beir .uppi fána listarinnar, hver öðrum sam- hliða, Benedikt Gröndal, Jón Thoroddsen, Gísli ^rynjólfsson, Stgr. Thorsteinsson og svo síðar Matthías Jochumsson og Kristján Jónsson. All- lr þessir teljast til hinnar eldri stefnu, til hins rómantiska skóla; allir hafa þeir verið skáld s>nna tilfinniuga og síns innra lífs; lmgsjónir b*r og lífsskoðanir, sem fyrir þeim hafa vak- að, hafa streymt fram í ljóðum þeirra, og kvæð- ln þeirra opna að minsta kosti eina stóra hlið af þeirra innra manni fyrir oss, skapbrigði þeirra andagift; að minsta kosti þegar lengra líð- Ur frá, og bókmentasagan er ein búin að taka við beim, lærum vér að skilja þá til fulls. Rang- a^ til verða dómar vorir um þá meiraeða minna s*eggjudómar, í hverja áttina sem litið er. Eg hefi af ásettu ráði slept einu af skáld- Urn þeim, er eiga rót sína að rekja til fyrra hluta aldarinnar, og stafar það af því, að hann er öllum hinum ólíkur; það er dr. Grímur °msen. Hann var lengi ytra, sem kunnugt er, og gaf sig þar mjög við heimspeki og fegurðarvísindum, auk margs annars. Lítið sást þá af kvæðum eftir hann, að eins einstök smákvæði í Fjölni og Nýjum félagsritum; þótti það alt einkennilegt og sérstaks eðlis, en fáu af því var samt gaumur gefinn, nema hinum ágætu eftirmælum hans eftir Jónas Hallgríms- son, og flestir kannast við, og byrja svo: "Pú sem áður foldar fljóð» o, s. frv. Einstöku kvæði komu svo síðar í blöðum og tímaritum, og var þá farið að taka betur eftir þeim. Ar- ið 1880 lét hann svo prenta kvæðasafn eitt lítið á tæpurn 5 örkum. Var því fyrst tekið fremur fálega; það var eins og menn skildu ekki almennilega það sem þar var boðið fram. Tveir íslenzkir fræðimenn, báðir vel stílfærir, og báðir álitnir smekkmenn á kveðskap og báðir skáld, veittust að kverinu með slíkum skömmum og gauragangi, er vottaði, að ann- að hvort hafði hvorugur nokkurt vit á hvað hann var að segja, eða þá að þeir áttu sín í að hefna. Og það var líka svo. Rað voru þeirjón Ólafsson og mag. Eiríkur Magnússon í Cain- brigde. Annar þeirra var pólitískur mótstöðu- maður hans á þingi, en fyrir hinum hafði hann felt harðan dóin um lélega útleggingu, sem hann hafði gert á íslenzku yfir «Storm» Shak- speres. En smátt og smátt fóru augu Iands- manna að opnast fyrir því, að mikið var gott og einkennilegt í kvæðum þessum; ritdómarn- ir gleymdust alveg, en kvæðin festu rætur með- al Iandsmanna, hægt og hægt. Arið 1895 kom út annað safnið, miklustærra.bæði frumkveðiðog aukþess þýðingar margar.úröðrum málum, mest forngrísku. Priðjasafnið varsvoaðsíðustugefið út að honum látnum. F*að er endurprentun á hinu fyrsta kvæðasafni hans, með allmiklum viðaukum, er prentað hafði verið íblöðum, og fundist í fór- um hans, og svo sérstök söguljóð, er nefnast Rimur af Búa Andríðssyni og Fríði Dofra- dóttur, þó að það sé ekki í neinu rímnasniði. Ef rita skyldi ítarlega um Grím Thomsen og ritstörf hans, þyrfti það að vera langt mál, og meira en það, sem Kvöldvökurnar gcta í té látið. En eigi þarf mikinn kunnugleika á

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.