Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Blaðsíða 24
96
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
skáldskap hinnar 19. aldar, einkum á fyrri hlut-
anum, og á bókmentum heimsins yfir höfuð,
til þess að sjá, að margar rætur Iiggja að sama
stofni, þar sem skáldskapur Gríms er. Hin
fyrsta rótin er forngrísk, og Iiggur þaðan sterk-
ur undirstraumur í miklu af Ijóðagerð hans.
Önnur rótin liggur til hins einkennilega kveð-
skapar Pjóðverja á fyrri hluta aldarinnar, auk
Schillers og Goethes. Rriðja rótin liggur til
fornaldar vorrar, og er hún að því leyti sterk-
ust og veigamest, að þaðan hefir hann fengið
hinn einkennilega og þróttmikla málblæ, sem
gerir kvæði hans hvað einkennilegust. Upp úr
þessu öllu hefir fyrir honum skapast sérstök
skáldskaparstefna, sem er alls ólík öllu því, sem
aðrir hafa orkt hér á Iandi, og enginn líklega
reynir að líkja eftir, enda verður það réttast að
láti það vera, því það er engum meðalmönn-
um ætlandi að líkja eftir Grími, og halda þó
einkenni sínu, svo að ekki verði ómynd úr.
Enginn íslenzku skáldannaer nándarnærri jafn
hárómantískur eins og Grímur. En hann veit það
líka sjálfur, og yrkir eftir því. Hann hallar sér
mest að fornöldinni, og efnum þeim, er henni
líkjast, þ. e.fornöldíslands,og miðaldarhetjunum,
er þá voru uppi. Ef hann yrkir um þá. er síðar
voru uppi, eru það menn, sem hafa meira til að
af fornaldarinnar skapi, anda og áræði, en hin
síðari tíð. Meira að segja, hann gefur oft vorri tíð
olbogaskot í endann á kvæðum sínum, og skemm-
ir stundum kvæðin með því. Rað verður eins og
kvæðið sé að sins formáli eða^inngangsorð að
því, sem hann slær fram í enda þess, t. d.
líkför Karls XII., bændaglíman og fl. Stund-
um yrkir hann í rammasta átjándu aldar stíl,
svo sem Sveitarþyngsli, fjóstrú o. s. frv. En
fornöldin með sinni rómantísku hlið er hon-
um kærust, og það þjóðsögulega, dularfulla og
ægilega í náttúrunni. Rað sjáum vér bezt í
kvæðum hans um Glám, Tungufljót, Barnafoss
o. m. fl. Hetjudugur og hreysti, hreinleiki og
röskvi fornmanna eru hugsjónir, sem hann
brýnir í þessum kvæðum sínum eða «rómöns-
um« (svo kallast kvæði um sögulega atburði,
en með Ijóðkvæðasniði og blæ), og það, sem
hann yrkir um úr hinni nýrri tíð, er tæplega
annað en það, sem að einhverju leyti hefir
fornan blœ yfir sér, t. d. Eiríkur formaður, Jón
tíkargjóla, og fl. Rímur hans um Búa og Fríði
eiga rót sína í Kjalnesingasögu; eru þærram-
fornar í anda eins og önnur slík kvæði Gríms,
og ortar með svipuðum bragarhætti og margt
af Ijóðum hans.
Grími er hvergi Iétt um að yrkja; fáir kveða
jafn stirt og stirðbusalega sem hann. Það er
öllu til skila haldið, að það sé sumstaðar í
fullum hljóðstöfum og hendingum. Pó eru
til einstöku kvæði eftir hann létt og formþíð,
t. d. Líkaböng, íslandslag, Táp og fjör o, fl.
En það er alt hlaðið saman úr stórgrýti, sem
hvorki vindur né vatn vinna. Hann lætur sér *
á sama standa um kveðandina, ef efnið aðeins
heldur sér í þeim skorðum, sem hann villvera
láta. Hættir hans eru sérstakir og fábreyttir,
og hefir hann búið til marga þeirra sjálfur;
suma þeirra hefir hann fengið hjá þýzkum
skáldum.
Rað er ekki skynsamlegt að ætla sér að
gera ljóð Gríms að söngljóðum, nema aðeins
þessi, er eg nefndi rétt áðan. Rau eru löguð
til þess að lesa þau, lesa þau hátt ogíhljóði;
þau ættu að geta lesið kraft og kjark inn í
þjóðina, betur og hollara en sumt af því, sem
nú er ort. Rjóðin á að lesa þau, því að
engi hefir samþýtt útlend áhrif betur hinu forna
íslenzka lífi og þjóðarblæ, sem var, eins og
hann. Stirðleikinn hverfur, en gullið vinst
hreint og ómengað, þegar farið er að brjóta
hann til mergjar.
JJ.
Framfarir.
Maður getur þó komist nokkuð langt jafn-
vel á vorum dögum, þó sífelt sé verið að
nauða um slæmt árferði. Regar við giftumst,
var ekki nokkur sál, sem vildi tiúa okkur
fyrir 10 aura virði, en nú erum við þó þegar
komin í 20,000 kr. skuld.
Prentsmiðja Björns Jónssonar