Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Blaðsíða 5
BEN HÚR 77 þeim, svo nærri, að lá við að árarnar slægjust í þá. Svo hélt hún áfram innan um menn á sundi, hjálmfaldin höfuð og hlífarlaus. Svo heyrðust brak og brestir og óp og óhljóð á eftir. Ben Húr leit til galeiðunnar; hún var að sökkva; hann gladdist við: »Astreu» var hefnt. Orustan var hin ákafasta. En svo rnátti sjá að sum skipin lögðu á flótta. En hver? Höfðu Rómverjar eða víkingarnir borið hærra hlut? Ben Húr fann það vel, að undir því var komið, hver yrði afdrif hans og tríbúnsins. Hann hatði kom- ið Arríusi upp á bjálkann hjá sér, og gerði sitt til að halda honum þar. Smátt og smátt fór að birta af degi. Hann heilsaði dagrenning- unni með undarlegum blendingi vonar og ótta. Ef Rómverjar hefðu borið lægra hlut var úti um tríbúninn, og hvað yrði svo um hann, Ben Húr? Átti hann að flýja? Sá blettur fanst ekki á jörðu, þar sem heljarhönd Rómaveldis næði ekki til hans. Sólin kom upp. Vindur var fallinn niður og komið dúnalogn. Land sást á vinstri hönd, en svo langt til lands, að ógerningur var að ætla að synda þangað. Hingað og þangað sáus skipbrotsmenn, er rak um á plönkum og flök- um, og alt í kring var fult af logandi og rjúk- andi vogrekum. Lengra burtu sást mastralaus galeiða, áralaus, og enn lengra burtu sáust dökk- ir deplar á kviki, líklega skip, annaðhvort á flótta eða að eltingum. Ennþá leið góð stund. Ef eigi kæmi hjálp inn- an skamms mundi tríbúninn gefa upp öndina. Hann lá stundum svo stirður og eins hann væri 'iðinn. Ben Húr náði af honum hjálminum, og síðan brynjunni með mestu erfiðismunum. Hjart- að sló óreglulega. En svo skal lengi vona, sem önd blaktir fyrir brjósti, Ben Húr hélt honum fast — og beið —og bað að sið þjóðar sinnar. Loks fór að færast líf í Arríus og gladdi það hann mjög. Hann fór að tala —fyrst lágt og sam- kengislaust; hann spurði tautandi, hver hefði ^orgið sér, og hverir mundu hafa borið hærra hlut. Svo var eins og hann hrestist við það, að hann fékk ekki að vita, hvernig orustunni hefði reitt af, og fór að veita léttara að tala. Hann hét Ben Húr því, að ef hamingjan yrði þeim innan handar, skyldi hann ekki þurfa að sjá eftir því, að hann hefði frelsað líf Kvintus- ar Arríusar. «En» bætti hann við, «það er nú ekki áreiðanlega víst, hvort þú heíir gert mér mikinn greiða eða ekki. Lofaðu mér því, að gera mér þann mesta greiða, sem nokkrum manni er auðið að sýna mér— og ég skal þér það betur launa, en þér hefir nokkurntíma í hug komið.« «Eg skal gera það fyrir þig, sem mér er frekast heimilt að gera» svaraði Ben Húr. Arríus þagði við. «Er það víst, að þú sért sonur ítamars?« spurði hann svo. «Eg hefi þekt föður þinn, og metið hann manna bezt.» Hann var svo lágraddaður, að Ben Húr varð að beygja sig alveg niður að honum til þess að heyra, hvað hann sagði. «Tak þenna hring af fingri mér« hélt hann áfram, «taktu hann«. Ben Húr gerði sem hann bað, «og færðu hann bústjóra mínum; hann býr á búgarði einum nálægt Misenum. Segðu honum, hvernig þú hafir eignazt hann,og heimt- aðu svo af honum hvað sem þú vilt,— hann mun ekki neita þér um neitt, og hann mun hjálpa þér með alt það, er í hans valdi stendur. En lofaðu mér aftur— vinn mér eið að því fyrirfram, heyrirðu það, að gera það, sem eg fer fram á við þig.» «Göfugi Arrius,» svaraði Ben Húr, «það er svo að heyra, sem það sé mikilsvarðandi mál. . . . Lítt á» tók hann fram í fyrir sjálfum sér, »lofaður sé guð feðra minna — það kemur skip úr norðurátt.» «Hefir það flagg uppi?» «Nei, það hefir segl uppi, þrennar áraraðir, og skríður hratt.» «Sigrandi rómverskt skip mundi liafa dreg- ið upp marga fána — það hlýtur að vera af víkingahernum» sagði tríbúninn; «hlustaðu nú á hvað eg ætla að segja þér. Sé þetta skip, sem kemur, víkingaskip, svo heldur þú líklega lífi. Vera má að þeir fjötri þig aftur við árina, en varla drepa þeir þig. En eg aftur— eg er orð- inn ofgamall til að lifa af missi drengskapar

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.