Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 1

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 1
Ur blöðum Jónshalta. 5. Minnisblöð Jóns halta. I. I-’egar eg man fyrst eftir mér, átti eg heima í litlu koti, og var fólkið ekki annað en for- eldrarnir mínir og eg. Mig minnir baðstofan væri ekki nema eitthvað hálfönnur rúmlengd á lengd, en það var hún á breidd, áð. rúmið þeirra var undir stafninum, en upp með gafl- inum, á því var dálítið rúm, sem stóð þar inn í hornið, og náði nokkuð fram á gólfið. Qamlar og svartar langþiljur voru yfir þeirra rúmi. og náðu þær upp að stafnbitanum og lausholtinu, en með hinu rúminu var aðeins ein fjöl niðri við rúmfötin, en svo ber vegg- urinn þar fyrir ofan. Þegar eg var á sjötta árinu, svafegíþessu bæli. Rúmfötin voru ekki annað en nokkur gæruskinn gömul, dálítill koddi með vaðmáls- veri utan um og einn rekkvoðargarmur, sem hatður var bæði undir og ofan á, og tvöfald- ur brekánsræfiil ofan á. Þarna svaf eg einn, og var farinn að venjast við það, en illa var mér við það fyrst. Móðir mín var víst veik, því að hún lá oft upp í rúmi, og sagði sér væri ilt. Mér þótti ósköp vænt um hana. Hún var altaf ein- staklega góð við mig, og vár altaf að segja uiér sögur og gömul kvæði, þegar faðir minn var úti að liirða skepnurnar. F*að voru fádæm- 111 öll, sem hún kunni af þessu. Eg er viss um, að hún hefir kunnað meira utanbókar af þessu en kæmist fyrir í tnörgum bindum af bókum. Hún var blíðlynd, og þótii fjarska vænt um mig, enda lét hún ekkert til vanta, að mér N. Kv. V. 5. gæti liðið sem bezt. Eg man það bara, að eg var stundum æðisvangur. Faðir minn var þur og fámálugur, og eg man eftir því, að hann talaði sjaldan til mín annað en einhver ónot, þegar honum þótti eg láta illa eða hafa heldur hátt, þegar eg var að leika mér að Ieggjum og völum þar á gólfinu, eða rellast eitthvað við hana mömmu. I hinum baðstofuendanum var hlaðinn torf- bálkur þvert yfir baðstofuna jafnhátt lausholt- um. Hinu megin við þenna bálk var bás, og var cpið yfir í básinn þar fyrir ofan, og fyr- ir þann endann, sem nær var baðstofudyrum. I þessum bás var ein kýr, helzti bjargræðis- gripur þeirra foreldra minna. Móstrútóttur hundur var á bænum, og lá hann oftast í horninu fram við bálkinn, og urraði og fitjaði upp á trýnið, þegar eg kom of nærri honum með leggi mína og völur. Mér var því illa við seppa og kastaði í hann öllu, sem eg gat. Grár köttur var þar líka. Okkur kom betur saman, enda lá hann oft í bóli mínu og svaf niðri undir hjá mér, þegar hann gat. Kotið var rétt við sjó; enda var það kall- að á Bakkanum. Skamt frá okkur bjó efna- bóndi á Skeri, sem hafði mikinn sjávarútveg, eftir því sem þar gerðist. Faðir minn fékk stundum að róa með piltum bónda, til þess að fá í soðið. En stundum, þegar ekki var ró- ið, var ekkert til í kotinu nema dropinn úr kúnni, og var oft lítið, því að túnbletturinn var lítill og lélegur. Fáeinar kindur átti faðir minn líka, en fáar voru þær víst, en ekki man eg eftir að hann ætti neitt hrossið. 13

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.