Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 8
104 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. væri dauf. Eg var farinri að detfa í öðru hverju spori; sokkar og skór voru að mestu komnir upp á ristar, og eg gekk á hálfberum kjúkun- um, en fann lítið til |>ess fyrir kulda. Hrakviðrið var við sama, og farið að slíta hvítu fjúki með. Mér var öllum dauðilt og magnleysið ætlaði alveg að yfirbuga mig. Fæt- urnir flæktust hver fyrir öðrum. Eg hugsaði eiginlega ekki nokkurn skapaðan hlut. Alt var orðið sljótt og dofið. Eg var svo loppinn, að eg gat varla haldið á prikinu mínu. Enn leið svo langur tími, að mér fanst -- eg var altaf að detta. Rað var eins og jörðin væri farin að bregðast með að taka á móti, þegar eg steig niður. Svo fór eg að gá að því. Það hallaði undan fæti. Eg var á leið ofan á móti. Krepjan fór vaxandi vg var far- ið að festa á móti veðrinu. Eg kom að stórum steini, og datt í hug að láta fyrirberast undir honum. Eg settist nið- ur í skjólinu. Mér leið svo vel að mér fanst. Kuldatilkenningin var farin að dofna, og mér fanst mig syfja svo undursætt og notalega. En í sömu svifunum heyrði eg hóað skamt frá mér. Og það var hóað aftur. Rað var mannsrödd— það var áreiðanlegt. Allur svefn var borfinn í einu vetvangi; eg spratl upp og kallaði svo hátt sem eg gat: *Er nokkur þai ?» »Hver kallar?* var svarað í þokunni skamt frá mér. VJón litii í Skri§u,« svaraði eg og hjóp á hljóðið. A? hva’ segjurðu?« Eg var hlaupinn af stað, og sá nú mann í þokunni, mikinn og ferlegan sem tröll, svo mér óaði við og egstanzaði. En þegar hann sá mig kom hann til mín. Hann minkaði allur því nær sem hann kom, og þegar hann var kominn rétt að mér þekti eg hann. Hann hafði oft komið að Skeri. Rað var Einar bóndi í Hlíðarseli. Hlíð var tveim bæjarleiðum innar í sveit- inni en Skriða. Upp frá bænum skarst dalverpi nokkurt Iangt inn í fjallið og var í dalnum gamalt sel frá Hlíð, sem nú var búið í og hafði svo lengi verið. Einar var að smala um kvöldið. Eg hafði verið allan daginn að komast þessa leið yfir að dalnum. F*að var talin hæfileg þriggja stunda ganga að hnjúkabaki. Einar rak ærnar sínar heim og leiddi mig. Eg sá eitthvað af ánum mínum, sem mig vantaði, í þeim. »En hvað ertu að flækiast hér, barn, í þessu veðri?« sagði Einarvið mig, »og því ertu svona í framan?« Eg sagði honum í sem fæstum orðum frá því sem gerst hafði um morguninn heima í Skriðu og ferðum minum um daginn. »Jæja,« sagði Einar, »það er bezt þú verð- ir hjá mér í nótt; Halli liggur víst ekkert á þér heim, fyrst hann sendi þig til að leita í þessu veðri.« »Eg má ekki koma heim, nema eg komi með ærnar; annars drepur Hallur mig.« Einar kastaði tölu á ærnar; »þær eru víst hérna saman við, ærnar þínar; þær hefur hrak- ið undan veðrinu hingað suður eftir. Hann getur fengið þær seinna.* Regar við komum heim, fór Einar inn með mig til konu sinnar, og bað hana að þvo upp á mér andlitið og hita ofan í mig mjólk. »Aumingja barnið —skárri er þáð nú með- ferðin,» sagði kerlingarauminginn og gljúpnaði við; *hvað ætl’ ’ún nafna mín sál. á Skeri hefði sagt, hefði ’ún lifað núna? Já, eg skal nú flýta mér.» Hún klæddi mig svo úr fatagörmunum, sótti volgt vatn í ílát og þvoði mig allan upp í framan, en Einar sagði henni söguna af Halli og mér á meðan. »Já, það er auðséð,« sagði kerling, «hann er aliur bólginn f framan, og blátt hérna á kinnbeininu. Hann er mikill skelfilegur hrosshaus, hann Hallur. Hvað ætl’ ’ún Quðrún sál. hefði sagt? Ja því líkt.« Svo lét hún dæluna ganga, og lét mig svo fara upp í rúm þeirra hjóna. Svo kom hún með stóran ask með flóaðri mjólk, og stóra brauðköku og smér með. Eg át brauðið og drakk mjóikina, svo sem eg þoldi. Svo þakti hun mig niður uppi í rúmshoruinu til fóta og hlynti að mér eins og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.