Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 24
120 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. ir eru til af sumum þeirra, og- verða þær von- andi látnar fylgja. 3. Aldafarsbók Páls lögmanns Vídalíns um 10 ár (1700—1709.) Kver þetta er annálsbrot, en gott það sem það nær; snertir það allmik- ið Odd lögmann Sigurðsson og róstur þær sem honum urðu samfara, Möller amtmann og athæfi hans og afskifti hér á landi, sendiferð Gottrúps o. fl. 4. Tyrkaránið á íslandi 1627 er mikil bók og höfuðrit félagsins enn sem komið er. Rar er safnað saman öllum þeim skjölum og skýrsl- um og frásögnum, er fundist hafa um her- hlaup þetta, og verður ekki betur séð en það efni sé nú tæmt orðið. Sumt er þar prentað með, sem í sjálfu sér hefir litla þýðingu fyrir sögu ránsins, t. d. sumt af kvæðahrasli því, sem prentað er aftan við. Margt er merkilegt í bók þessari, sem ekki hefir fyrri sézt, t. d. reikningur yfir lausnarverð allra þeirra, sem út voru leystir, og allan þann kostnað er af því leiddi að leysa þá út og koma þeim heim til íslands aftur. Varð allur kostnaðurinn 16687 ríkisdala, og væri það stórfé nú á dögum, lík- legt nálægt 260000 kr.; hefir þá hver hinna útleystu kostað stjórnina um 5000 kr. fullar, því að 50 voru þeir, er leystir voru út, þó að ekki kæmust nema 27 hingað til lands. Bók þessi er efnismikil og hin fróðlegasta. 5. bókin er Guðfræðingatal Hannesar Por- steinssonar, þeirra er prój hafa tekið við há- skólann um 200 ár, 1707 — 1907. Safn þetta er víst svo vandað og áreiðanlegt sem framast eru föng á, og talsvert lengt með ættartölum, og tel eg það ekki til skaða, þótt ofmikið megi að því gera, eins og liggur við að telja megi sumstaðar í Sýslumannaæfunum. Góð æfisögusöfn eru ómetanlegur fjársjóður fyrir sögu landsins, og mætti í sambandi við þessa bók minnnast þess, hve mikla þýðingu það hefði, að fá samið og útgefið svo fult og vand- að íslenzkt stúdentatal frá fyrstu tímum, sem auðið væri og alla leið fram að 1847 að minsta kosti. Pað yrði að vísu mikið verk og ^andasamt að semja það, en engum núlifandi manni væri til þess trúandi að inna það af hendi jafnáreiðanlega og Hannesi Porsteinssyni. 6. bókin er Prestaskólamenn, stutt æfiágrip allra þeirra, er útskrifast hafa af prestaskóla fs- lands 1848 — 1910, eftir Jóhann Kristjánsson. Sá galli er á þeirri bók, að höf. hefir ekki látið svo lítið að vísa til heimilda urn æfir presta eða prestaskólamanna, og eru þó meiri eða minni æfiágrip þeirra margra til í blöðum og tímaritum. 7. og síðasta bókin er framhald af lög- fræðingatali Arna Thorsteinssonar í 3. ári Tr. bókmentafél. 1883, bls. 209 — 285; það eru stutt æfiágrip, einkum embættasetningar, og er víðast vísað til heimilda, þar sem þær eru til. Pað er afarmikið verkefni, sem liggur fyrir félagi þessu, og líklegt að það komist seint í verk, eins og fiú horfir við. Tvær langar og miklar æfisögur íslenzkra manna á 18. öld eru til f handritum, og eru báðar afarmerkilegar fyrir menningarsögu aldarinnar. 0nnur þeirra er æfisaga síra Jóns prófasts Steingrímssonar, en hin er æfi Porsteins próf. Péturssonar á Staðarbakka. Kaflar og útdrættir úr hinni fyrri voru prentaðir í Fjallkonunni fyrir æði mörg- um árum, en úr hinni hefir ekkert verið prent- að mér vitanlega; var þó síra Porsteinn önn- ur hönd Harbóes í mörgu þegar hann var hér 1741 —1745, og átti hann jaá í ýmsu stíma- braki við hina og aðra, sem ekki er ósögu- legt að sumu leyti. Sögur þessar þyrfti að fá prentaðar sem fyrst, enda liggur i þeim ólíku meiri fróðleikur fyrir oss Islendinga um margt heldur en í sögu Jóns Indíafara, sem bókmenta- félagið hefir gefið út. Vera má að ýmsar aðr- ar æfisögu sé og til, þó að eg viti ekki af þeim. Svo kann margt að vera, sem enn ligg- ur hulið. Pað væri verk fyrir Jón Porkelsson, þennan óþreytandi grúskara, að tína slíkt sam- an og gera það aðgengilegt. Bókmentafélagið ætti nú að herða sig í þá átt, þegar léttir á því verkum þeim, sem nú hvíla á því. Reynd- ar eru nú ekki horfur á að Sýslumannaæfun- um létti á fyrri en einhverntíma eftir 1920, pg Islendingasaga er óútreiknanleg, en Lýsing ís- lands ætti að verða búin eftir svo sem 3 — 4 ár. Pá er vonandi r.ð eitthvað af þessu komist að. En Sögufélagið þarf að lifa þangað til og hafa ráð á að gera eitthvað; það þarf að fá mikinn styrk og marga félaga. /• /• Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.