Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 20
116 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. uga frú,'/ svaraði Deckern hægt, »fellur mér þessi Schoddyn al!s ekki vel í geð —en —Egon kyntist honum og Doningsmæðgunum fyrir nokkrum árum, og gamall kunningsskapur er fljótur að rifjast upp á ferðum í útlöndum.» Erna blés þungan. »Rað má vel vera að það sé rangt af mér, en eg vildi helzt að eg hefði ekki hitt þetta fólk. Ressi tungumjúka, lagkæna stórmennisfrú, þessi mikilláta, þurlega dóttir og þessi gosalegi greifi — ekkert af þeim á við mig, —og þó er eg bundin Egon hinum nánustu böndum sem hægt er.» Deckern skaut augunum til konunnar, án þess að opna augun nema vel í hálfa gátt, og hann herpti varirnar snöggvast saman. "Já nánustu böndum,« sagði hann, «ogeg vona að þér þurfið aldréi að iðrast eftir að hafa tekið þeim böndum.« Frú Plettov hvesti augun framan í barúninn og varð hissa. Ómurinn í orðum hans kom svo innan frá hjartanu, að hún hafði aldrei heyrt annað eins til hans. Hún hafði altaf álit- ið barúninn sannráðvandan, ágætan mann, en aldrei ímyndað sér, að djúpar tilfinningar væru til í honum. «Eg giftist Egon af því eg elskaði hann,« svaraði hún hlýleg, og eg veit að eg gæti al- drei látið af að elska hann — og það« bætti hún við og roðnaði við, »þó að alt það sorg- legasta kæmi fyrir. Eg hræðist ekki þetta sorg- legasta, því að eg veit að Egon er göfugmenni, eigi aðeins að ætt, heldur að hugarfari,« Hún rétti Deckern aftur höndina, það skaut aftur roða upp í kinnar henni, og fingurnir kiptust við, þegar hann kysti á hönd hennar. Deckern gekk um gólf fram og aftur í stof- unni með hendurnar fyrir aftan bakið — lang- an tíma eftir að Erna var farin. Eldurinn snark- aði og sprakaði í ofninuni, spýtukubbarnir brustu og byltust við, svo að neistarnir hrukku langt fram á gólf. Varirnar á honum bærðust lítið eitt, og hann mælti slitringslega við sjálfan sig: »Mikið flón get eg verið, að láta ekki þetta óstýrláta hjarta halda sér í stilli. Er eg ekki búinn að kveljast nógu mikið áfram í veröld- inni til þess að eg geti komist hjá því á gam- als aldri að gefa mig við syndsamlegum ástríð- um. Alfreð, Alfreð, mundu það, að þú ert far- inn að hærast, mundu eftir að þú ert bæði Ijótur óg hefir ör í andlitinu, og gárungarnir drægju þig súndur í háði, ef þú færir að festa ást við kvenmann í alvöru. Skammastu þín ekki, gamall karlinn, að láta þér detta það í hug? Hún er kona aldavinar þíns fyrjr guði og mönnum, og þó að þetta hjónaband vant- aði tíu sinnum þann siðgæðisgrundvöll, sem vera skal, af því að hann hefir átt hana ásta- laust, þá hefurðu ekki agnar ögn af heimild til að reyna að fara upp á milli þeirra fyrir það. Hvað ætl’ þú hefðir upp úr því? Bældu niður í þér sárauka hugans, Alfreð, bældu hann niður. Pú hefir ekki verið hræddur við klær pardusdýranna og ekki hörfað undan glóð- hita öræfavindanna — þú ættir að geta líka slitið þenna vorgróða upp úr hjarta þínu án þess að kveinka þér — án þess að kveinka þér.« Síðustu orðin mælti Deckern með titrandi röddu. Hartn stóð frammi fyrir ofninum og horfði inn í hoppandi logann. Pá reif hann sig upp, eins og hann vildi hrista af sér all- ur óþarfa hugsanir og gekk út. Regnið lamdi um höfuð honutn og kældi hann. «Parna er Iestrarherbergið,« sagði rödd Plettovs, «gerið þér svo vel, kæri greifi, gang- ið þér bara inn, hér ónáðar okkur enginn; gestirnir í Vittoriagesthöllinni gefa sig ekki mikið við bóklestri.* Hr. Plettov hneigði sig lítið eitt og lét Schoddyn greifa fara inn á undan sér. »Já,« sagði kammerherr/ann og strauk ljós- gula kjammaskeggið, «þetía er allra rólegasta herbergi — reyndar er hálfkalt hérna, en þeir hafa ekki mikið af ofnunum hérna í hinni fögru Ítalíu. Við skulum setjast niður, vinur, það er ágætt næði að spjalla hérna.« ' Plettov seítist niður á stól rétt á móti Schoddyn. Qreifinn lá fremur en sat í hæg- indastólnum, og það jók enn meira á kæru-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.