Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 4
100 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. fermingu; þau voru því til með að fá sér létta- dreng, sem gæti snúist við skepnurnar heima við. t’arna’var eg í fjögur ár, og verð eg að segja það bæði sem mín orð og annára, að eg stækk- aði ekki til neinna muna þessi ár. Vinnufólk var ekkert á bænum nema ein vinnukona, held- ur fákæn, og gat litlu af sér hrundið. Hún átti að þjóna mér, og eg átti að sofa til fóta hennar. Undir eins og eg var kominn þangað, brá mér heldur við. Eg hafði hvíldarlausan erilvið skepnurnar, aldrei frið til að sofa út; eg fékk ekki að hátta fyr en seint og síðar á kvöldin, en var rekinn á fætur fyrir allar aldirámo.gn- ana. En látum það nú vera. Hitt var verra, að eg fékk aldrei í mig hálfan að borða, og það lítið það var, var það oft svo ilt, að það var hungrið eitt, sem kvaldi því ofan í mig. Rau voru samvalin með það, hjónin, að halda spart á, þó áttu þau og börnin þeirra skárst — við Sigríður fengum ekkert nema úrkastið. Öllu var á þeim bæ varið í peninga. Úttektin í kaupstað hefði vel komist á einn hest eða tvo í hæsta lagi, enda var nú siður í þá daga að draga sem mest við sig útlend vörukaup við það sem nú gerist. Við Sigga fengum á morgnana grasgraut með einhverri ögn af skyri saman við og kalda undanrenningu út á í dá- litlum aski, og með Jjetta urðum við að sitja fram yfir nón. Eg man það lengst hvað eg tók út af sulti með þetta, við það að eltast við ærnar og annað fé allan daginn. Eg var blaut- ur í fæturna á hverjum degi og varð oftast að fara i sömu dilluna að morgni.. Svona leið nú æfin fram undir fráfærurnar. Þegar búið var að færa frá, var niér ætlað það verk að sitja yfir áttatíu ám nótt og dag, og var mér heitið' því fyrirfram, að eg skyldi ekki ofalinn á niat og fá duglega ráðningu í hvert sinn, sem eitthvað vantaði úr hjásetunni hjá mér. Það gekk stórslysalítið fyrstu vikuna. Eg komst altaf heim með allar ærnar nálægt lagi á hverju máli; ærnar voru ekki Ó9pakar, enda voru hitar og blíðviðri nótt og dag. Eg átti að halda þeim ofarlega í skarði einu eða dal- verpi upp af bænum, og þurfti lítið annað en vera upp í háskarðinu fyrir ofan þær og gæta þess, að jaær rynnu ekki fram fjall. En eg þorði ekki fyrir niitt líf að sofna, og þegar svefninn og þreytan sigruðu míg, dreymdi mig alt af að Hallur stæði upp yfir mér og ætlaði að fara að berja mig með hagldasila, af því eg væri búinn að týna af ánum. Eg þaut upp með andfælum, og neri stýrurnar úr augunum, og hljóp í ofboði kringum ærnar og taldi þær. Ef mér mistaldist um eina eða tvær, eða sá þær ekki, af því þær voru r.iðri í lautum eða skorningum, ætlaði hjartað í mér að springa af hræðslu. Mér fanst kaðalsilinn þegar ríða að mér, og það fór ónotaherpingur um alt hör- undið. En þegar eg sá þærallar, lofaði eg guð, varð hálflémagna, fleygði mér niður og fórað hálfdotta. Pegar eg kom heim kvöld og morgna, var eg svo slæptur og uppgefinn, að eg hafði enga lyst á að borða. Eg dróst inn og valt sofandi út af í bælið mitt og lá þar, þangað til eg var vakinn aftur með harðri hendi til þess að fara með ærnar. Eg hleypti þeim þá út úr kví- unum í einhverri ráðleysu, reikaði á eftir þeim háifsofandi, og lét þær ráða ferðinni. En þeg- ar eg kom upp undir skarðið fór egaðvakna. Eg ýtti þeint hægt og hægt upp eftir og stöðv- að þær, því að þær sóttu ekki nema í eina átt — upp úr skarðinu. Þar varð eg að vera fyr- ir þeim. Eg fann það að mér var þetta ofætl- un. Eg fann það, eg átti ilt, svo ilt, að eg hél* að enginn drengur í sveitinni ætti jafnilt. En eg hafði engan kraft í mér, eg var of ungur og pasturlaus til þess að hrinda neinu frá mér. Og eg var líka ofþreyttur og ofhungraður til þess að hugsa nokkuð verulega um það. Mér fanst þetta litla afl sem í mér var, héngi saman á eintómri hræðslu, og væri ekkert ann- að en dauðateygjur. Eg bjóst helzt við því, að eg mundi einhverntíma sofna útaf hjá án- um, og sofa og sofa, þangað til þær væru all- ar týndar, og svo muntli Hallur berja mig til

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.