Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 6
102 NVJAR KVÖLDVÖKUR. inn að eldhúsdyrunum, og hímdi þar og horfði inn. Rorbjörg var að setja upp vatnspott. Hún leit upp og fram í dyrnar og var eins og henni yrði hálfhverft við. Svo sagði hún höstugt: «Hvað? því kemurðu svona snemma, strák- ur? Ertu nú búinn að týna af ánum?« »Ne — nei, eg vissi ekkert hvað tímanum leið — eg sá ekkert fyrir þoku, og kom svo heim með þær.» »Ertu kominn heim með þær, vantar þá ekki?« »Eg veit það ekki.» Tennurnar glumruðu í mér af kulda, hræðslu og eymd. Hún sá víst og fann, hvað mér leið illa, og kendi víst eitthvað í brjósti um mig. Hún tók köku ofan af keraldi þar í eldhúsinu. Svo fór hún yfir í búr, drap vel ofan á hana sméri, skar hana í sundur, fékk mér annan helming- inn og sagði heldur mýkri í máli: »Bíttu þetta upp í þig, og passaðu svo ærnar hérna fyrir ofan, þangað til þér verður sagt að fara að kvía.« Eg íór út með þetta, át kökupartinn og vakkaði í kringum ærnar. Rað kom nýtt líf í mig við matinn. En það var samt ekki nærri nóg. Mér gat ekki hitnað þó eg vær’ altaf á rjátli. Eg reyndi að telja ærnar, en fékk aldrei fleiri en sextíu og fjórar. Rá fór nú að fara um mig. Hallur með kaðalsilann og hagldirnar úr draumnum reikaði altaf fyrir huga mínum. Skyldi hann nú drepa mig, ef það vantar af ánum? Og mér leið svo illa, að mér var nærri því sama. Loksins kom Sigga út á kvíabólið og kall- aði. Eg fór að ýta heim ánum, og lét þær inn í kvíarnar. Svo kastaði eg tölu á þær og hún á eftir. Tólf vantaði. »Nú verður Hallur vondur,» sagði Sigga, «því að hann var fullur, þegar hann kom í nótt, og þá er hann æfinlega svo úrillur áeft- ir, karlskrattinn.« Eg gat engu svarað, en lötraði heim á eftir Siggu — og rennandi eins og eg var, fór eg inn og fleygði mér upp í rúmbælið okkar, en hengdi þó fæturna frarn úr. Hallur frétti þegar að tólf af ánum vantaði. Eg heyrði að hann stóð upp fyrir innan og sagði með þjósti: »Pað lá nú alténd að, það er skárri bölvaður strákurinn að týna af ánum hérna upp í skarðinu.» »Hann hefir mist þær í þokunni, dreng- tetrið,« sagði Sigga, »Retta er nú ekki gamalt.« »Hvern andskotann kemur þér það við?« sagði Hallur, og sló til Siggu, svo hún datt við, »skammastu til að hugsa um þín verk, og slettu þér ekki fram í það, sem þér kemur ekki við. Hvar er strákskrattinn ?« En rétt í sama bili kom hann auga á mig. »Og þú ert farinn að svíkjast um og týna af ánum; þú manst þó líklega hvað eg hef sagt þér,» sagði hann ilsknislega. Eg kom engu orði upp mér til varnar — svo var eg hræddur. Mér fanst hjartað í mér stanza og eg náði ekki almennilega andanum. jRú ert efnilegur piltur, bæði latur og svik- ull. Rað er auðséð þú hefir ekki verið vaninn við í eftirlætinu þarna útfrá. En þú verður nú að venja þig af því dálæti hér.« Hann gekk fram að rúminu. Eg bar ósjálf- rátt handlegginn fyrir andlitið. Eg gat ekki annað en horft á hann á snið — og þó var hann svo voðalegur ásýndum. »Nú stattu upp og komdu.« Eg þorði ekki fyrir mitt líf að bæra mig. Rú skalt nú ekki komast upp á að beita þrjósku við mig,« sagði hann í vonzku, þreif í öxlina á mér og svifti mér fram úr rúminu og fram á gólfið. Svo rak hann mér með hnefanum sitt höggið undir hvorn vanga, og hið þriðia á nasirnar; niér fanst braka í bein- unum, og eg fann hann slengdi mér ofan á gólfið, eg misti snöggvast meðvitundina, að mér fanst, en vaknaði óðara 'úð þáð, að eg fann blóðið fossaði úr mér. Eg staulaðist upp og sottist kjökrandi á rúmstokkinn, og lét blóðið buna ofan á gólfið. Mér var dauðilt í höfðinu. xRetta og þaðan af verra skaltu hafa, hel- vítis ormurinn þinn, ef þú lætur vanta óftar.« Rétt í þeSsu kom Þuríður dóttir karls inn

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.