Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 11
FORLAGAGLETNI 107 Svo þagnaði hún enn vandræðalegri en áður, en herti þó upp hugann og sagði: «Systir mín er ekki ekkja, maðurinn henn- ar lifir, en hann er því miður skilinn við hana.» Walter varð náfölur, hann hafði eigi búist við þessum tíðindum. oRegar systir mín giftist,» hélt barónsfrúin áfram í lágum róm, «var hún stödd á Ílalíu hjá föður sínum, og þér vitið að þar vaða sum ár uppi ræningjar og óbótamenn. Hjónavígslan fór fram úti á landi, en naumast var þeirri athöfn lokið, fyr en kirkjan var umkring af ræningaflokk, sem vildu taka alla við- stadda til fanga. Stjúpi mim^vildi eigi gefast UPP> og lét þar lífið við að verja sig og dótt- ur sína. Síðan var brúðurin tekin höndum og farið með hana til fjallanna, en brúðgumanum var slept, svo hann gæti útvegað peninga til að kaupa út konuna sína. F*ví miður dróst það nokkra daga, að við gætum útvegað það fé sem heimtað var, en þegar það loks var komið í kring, og Lússíu var slept lausri, vildi eiginmaður hennar ekki taka hana að sér.« Barónsfrúin greip svo höndunum fyrir and- litið og brast í ákafan grát. «það var skammarlegt,« tautaði prófessorinn, og hristi höfuðið með vanþóknun. «Maðurinn fór eftir almenningsálitinu, hon- um hefir fundist vansæmandi að taka við kon- unni, eftir að henni hafði verið haldið nokkra daga í ræningjabælinu.* «Sæmd hans, þessa ódrengs, sem svo níð- 'ngslega smánar þennan engil.» “Þér gleymið, að þér sjálfur létuð í gær í 'jós svipað álit á konunni, sem er gift yður.« F’að er nokkuð öðru máli að gegna. Ressi Melazzó var viltur og samvizkulaus maður, og hafði svo mánuðum skifti haft hina ógæfusömu ungmey hjá sér.« sRá hefir þessi aumingja unglingur verið því brjóstumkennanlegri; að öðru leyti sé eg engan mun á því, hvort þessar konur hafa verið bandingjar 8 daga eða 8 vikur, oghvað samvizkuleysinu viðvíkur, þá hygg.eg að þessi signor Hieronimo, eða hvað hann nú hét, sem tók systur mína til fanga, hafi ekki staðið á baki þessum Melazzó, sem þér talið um, og gagnvart slíkum villidýrum, eVum við konur oftast varnarlausar ef áreynir.« «Ekki Lússía; hver sem hefir horft í hin sakleysislegu og barnshreinu augu hennar, veit að hún þúsund sinnum heldur hefði kosið dauðann en vansæmd. Jafnvel konan mín hræddi hinn vilta Melazzó frá sér, með hót- unum að ráða sér bana. Og þessi ófyrirleitni maður varð að hlýða henni í þessu efni, það er eg sannfærður um, og hversu miklu fremur mundi Lússía hafa gert þetta og getað.« «Þér þurfið ekki að verja sæmd systur minnar gagnvart mér,« svaraði barónsfrúin dálítið drembilega. «Eg þekki Lússíu og veit að hún hefði aldrei komið til okkar, hefði hún orðið fyrir vanvirðu. En svoleiðis hugsa ekki allir, því er nú ver.« »Af því þeir þekkja ekki vald hinnar skír- lífu konu.« «Og þó feltuð þér einmitt svo strangan dóm um aumingja konuna yðar í gær,« sagði barónsfrúin með nokkurri beiskju. «Af því eg var þá blindur og óréttlátur. En hvað kemur það þessu máli við nú, þeg- ar— « «Mjög mikið, því að það var einmitt þessi strangi dómur yðar, sem systur minni varð svo mikið um. Hún fann að hún hafði ratað í mjög svipaðar raunir og konan yðar, og að jafnvel beztu menn, eins og Lússía skilmálalaust telur yður, telja þetta bletti á henni, svo þeir, sem um þetta vita, mundu hafa horn í síðu hennar og virða hana minna, en ella mundi hafa orðið.« «En eg laug — eg laug,» hrópaði Walter utan við sig, »eg kom með ósannar ástæður fyrir því, að eg mundi eigi vilja taka að mér komuna mína. Eg hugsaði þá al!s eigi neitt um hana. Eg talaði í bræði, og kom því með ósannar viðbárur. Rað er sagt að við kari- mennirnir séum ekki hégómagjarnir — það er eigi satt, frú mín, við höfum allir eilthvað af 14*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.