Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 18
114 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. fyrri. En guð má vita hverskonar kona þetta er, sem hann svo árum skiftir hefir eigi þorað að taka heim til sín. Það hlýtur að vera eitt- hvað meira en lítið bogið við þetta hjónaband. Og við hverju öðru er svo sem heldur að bú- ast, þegar þessi ómannblendni sérvitringur, sem eigi ber skyn á annað en grasafræði, flækir sig í neti einhverrar slægviturrar spánskrar drósar, sem kunna svo mætavel lagið á þessum fáráðl- ingum. Hann hefði þó getað haft það svo gott og rólegt hér, aumingjamaðurinn, hefði hann haft vit á að velja sér heldur konu hér á landi sér samboðna.« Þannig töluðu hinar þroskuðu heimasætur hvor við aðra í lægri nótum í heimilisbæ pró- fessorsins, meðan hann var á ferðalaginu með konu sinni. En þegar hann kom heim og þau hjónin voru sezt að og höfðu heimsótt helztu heimilin í nágrenninu og tekið á móti heim- sóknum þaðan, hafði hin utiga kona unnið sér hlýjan hug allra, sem henni kyntust, svo alt hljóðskraf hætli um að prófessorinn hefði verið ólánssamur í konuvalinu. Unga frúin var svo lítillát og nægjusöm þrátt fyrir auð og ættgöfgi, hún var svo vin- gjarnleg og alúðleg við alla, einkum þá, sem voru feimnir og uppburðarlitlir, og reynd- ist svo ráðholl, hjálpfús og gestrisin, að hún ávann sér von bráðar hylli og aðdáun allra þeirra er henni kyntust. Múlattakonan Anilla stýrði húsinu fyrir hana að nokkru leyti, og hafði svipaða stöðu á heimilinu og tengdamóðir, en hún var líka söun fyrirmynd í þeirri stöðu, lét venjulega lítið á sér bera, en var ávalt reiðubúin að taka að sér hússtjórnina að öllu leyti í forföll- um húsmóðurinnar. Prófessorinn reyndi oftar en einu s'inni að að fá fregnir af Melazzó, en það var árangurs- Iaust, enginn vissi um hann. Öidukast við- burðanna hafði um stund borið uppi þennan kynlega, vilta yfirburðamann, en einnig skolað honum brott aftur, enginn vissi hvert. Sá eini maður, sem mun hafa minst hans með velvild- arhug og þakklæti, var prófessorinn, þótt und- arlegt væri. Prátt fyrir öll þau morð og mann- dráp, sem hann vissi um hann, gat hann þó eigi haft þá óbeit á honum, sem vænta hefði mátt frá siðferðislegu sjónarmiði. — Hitt yfir- gnæfði í huga hans, að hann átti þessum manni að þakka þá beztu gjöf, sem hann l.afði hlotið í heimi þessum — konuna sína. ENDIR. Brúðarför. Eftir Fedór v. Zobeltitz. (Framh.) Það var nú þriðji dagurinn sem skýbólstr- arnir hnykluðust saman uppi yfir víkinni og brekkunum, og steyptu úr sér hverri steypi- hvolfunni eftir aðra. Hér norður í löndunum þolum við það nokkurnvtginn vel, þó að hann rigni nokkuð við og við, en á ítaliu eru menn svo vanir við sólskin og heiðviðri, að þeir verða ókvæða við slíka dutlunga í tíðinni. Himininn hangir grádimmur yfir víkinni og kastar sama litnum ofan í sjóinn. Vittoria gesthúsið hefir líka haft fataskifti. Vimpillinn af turniium var horfinn, tjaldhim- ininn úti á stéttinni var heflaður upp og borð og stólar höfðu verið látin inn. Inni í aðal- stofunni hafði verið lagt í ofninn, til þess að bæta úr því, sem kuldinn úti fyrir gerði ilt. Gestirnir höfðu tekið sér léttan morgun- verð að ítölskum sið í borðsalnum, og hörfað síðan aftur inn í herbergi sín. Deckern barún sat einn inni í lestrarherberginu. Hann hafði

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.