Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 5
ÚR BLÖÐUM jÓNS HALTA. 101 dauðs. En eg var orðinn svo sljór, að mér fanst þetta verða svo að vera; eg var hættur að hafa gaman af að lifa, og fanst það vera bezt að deyja sem fyrst. Eg kæmist þá til mömmu og Guðrúnar sálugu frá Skeri, og þá mundi mér líða vel. Aðra vikuna eftir fráfærurnar rölti eg eitt kvöld á eftir ánum eins og vant var. Sól var gengin undir heima, en skein svo fagurt yfir fjallið á móti Skriðu. Rað var blæjalognog veðrið hið yndislegasta. Sigga hafði mjólkað ein um kvöldið, og verið lengi að því. Dætur þeirra hjóna höfðu farið í kaupstaðinn með töður sínum, og húsfreyja mjólkaði kýrnar. Eg hafði því fengið að sofa með lengra móti, og borð- aði matinn minn áður en eg fór. Eg ráfaði svo upp í skarðið á eftir ánum og stöðvaði þær, og fór svo að horfa um dalinn ofan úr skarðinu. Sólarbirtan smáleið úr fjallinu, og seinast varð hún affjalla. Mjótt þokuband belt- aði sig um hnjúkinn á móti, en eg man hvað dökt var yfir því þokubandi. Ærnar fóru að bíta í skarðsbrekkunum, en voru heldur með ókyrrara móti. Loksins fóru þær að leggjast undir lágnættið. Og eg hnipraði mig þar inn undir háan bakka í 'grasivöxnum skorningi. og fór að sofa. Eg veit ekki hvað lengi eg svaf. Eg hafð' aldrei komið mér eins vel fyrir, — hniprað mig eins notalega saman, Eg var nýbúinn að finna þennan bakka með svo þægilegum skúta und- ir. Hundurinn lá ofan á mér til hálfs, við höfð- um yl hvor af öðrum. En svo hrökk eg upp. v>ð það, að það var jarmað á bakkanum rétt upp yfir mér. Hundurinn þaut upp og gjamm- aði, og kindin stökk á burt svo hart, að baklc- inn skalf. Eg þaut á fætur og skalf af kulda. en því var eg vanur þegar eg vaknaði á nótt- unni. En mér bra heldur en ekki við. Rað var kominn kuldastormur og sótsvarta þoka, svo eg sá ekkert frá mér. Tvær eða þrjár ær voru þar á beit skamt frá mér. Annað sá eg ekki af ánum. Eg varð fyrst ærður og tryitur, og vissi ekkert hvaðan á mig stóð veðrið. Eg vissi eigi upp né niður — fann ekki svo mikið sem hvort það var upp á móti eða hallaði undan fæti. Rað hvíldi á mér einhver skelfileg hörm- ung, eitthvert dæmalaust ráðaleysi. Eg stóð einhvernveginn svo fjarskalega einn uppi þarna í þokumyrkrinu og kuldastorminum. Eg' stóð í keug, kaldur og skjálfandi, og starði á hund- inn; hann var eina lifandi skepnan, sem mér fanst nú eg ekki búast við illu af. Hundurinn horfði á míg á móti, og dinglaði rófunni. Svo gekk hann að mér og fór að flaðra upp um mig. Eg hrestist við þetta. Eg reyndi það þá í fyrsta sinn, hvað hundarnir taka mönnunum fram. Ekkert hrakyrði er vitlausara en kalla ó- þokka í mannsmynd mannhunda. Hvað marg- ir skyldu það vera, sem ekki mættu skammast sín fyrir þann samanburð? En eg var nú ekki búinn að reyna 'það þá; eg var rétt að komast út í mannlífið, og þetta var byrjunin. Eg fór nú að átta mig á því, að vissara væri að fara að líta eftir ánum. Eg var ekki áttaviltur ennþá, og fór nú að hlaupa í kring í skarðinu, og rakst á sumt af ánum við og viðv Seppi gjammaði við og við, og þær hrukku undan — allar hér um bil í sömu átt- ina. Eg þóttist vita, að þær mundu hrökkva í sömu átt og vant var. Eg var langan tíma að leita innan um skarðið, og þóttist viss um að það væru þar engar ær eftir. En þokan var svo þétt, að eg gat aldrei séð út yfir allar ærnar til þess að kasta á þær tölu, Eg vLsi ekkert hvað framorðið var. Nú vantaði sólina til að segja mér til. Eg seig hægt og bítandi ineð þær ofan brekkurnar. Eg kveið skelfing fyrir, ef það vantaði nú margt, og eg yrði barinn. Mig skar innan af hu.igri, eg var rennvotur í fæturna, það var altaf að hvessa, og sleit regnhraglanda úr þokunni, svo mig blánæddi af kulda. Eg þorði ekki að fara heim og sá þó enginn önnur ráð. Seinast, þeg- ar eg var kominn heim undir bæinn, stöðvaði eg ærnar skamt frá kvíabólinu og lötraði heim. Eg sá að það var farið að rjúka. Eg gekk

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.