Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 15
FORLAGAGLETNI. 111 að lesa orð fyrir orð. Fyrst las hann nafn sitt og síðan hægt og stamandi, eins og hann tryði ekki sínum eigin augum: «Lússia de Saintpré.« «Lússía— þér»— stamaði hann og blaðið féll úr höndum hans. Það, sem hann fann til við þessa óvæntu tippgötvun, voru eigi sælu- tilfinningar. Petta kom svo snögt og óvænt, að fyrst í stað var eins og hann fyndi til sársauka, og það lá við að hann félli örmagna niður á stól. En þá varð honum litið á konuna sína, sem studdist skjálfandi og nábleik upp við systur sína, og hann náði sér þegar aftur. Hann gekk til hennar eg tók hana í faðm sinn og hans horfna og nú afturfundna eiginkona hallaði sér grátaridi að brjósti hans. »Og rnunuð þér nú aldrei iðrast þessa?« sagði hún um síðir, þegar hún loks fékk niál- ið, og horfði á manninn sinn með tárin í augunum. Hann svaraði ekki, að minsta kosti ekki með orðum, en kysti hinar bleiku, skjálfandi varir hennar. Og það var eins og þær fengju hita og lit við þá snertitigu. Og nú fyrst fór fögn- uður og gleði að gera vart við sig í brjósti hans, og vöktu sem óðast sannar sælutilfinn- ingar t sálu hans. »Og nú vil eg leika prest,» sagði baróns- frúin brosandi en þó viknandi unt leið og hún lagði hendur hjónanna saman. »Eg vígi ykkur hér með til langs lífs, sem sé ríkt af ást, friði og samlyndi.* »Og eg legg blessun rm'na til af öllu hjarta þeim orðum til sigurs,* var sagt í herbergis- dyrunum. Prófessorinn og systurnar litu undraudi til dyranna. Par stóð baróninn. Og eftir að hann hafði svarað hinni fagnaðarríku kveðju konu sinnar, gekk hann til svila síns og þrýsti hönd hans Fast og innilega. »Pér getið ekki trúað því, hvað það gleður fnig hjartanlega, hvað þessi leiðindasaga hefir fengið heppilegan enda,» sagði hann. »Við hjónin vorunt fyrst í vafa um, að kynblending- urinn, frændi þeirra systranna, sem tók sér vald til að ráða gjaforði Lússíu, skyldi einmitt hafa hitt á að velja handa.henni þann eina mentaða mann, sem þá mun hafa verið að finna í frum- skógunúm í Mexikó. En þessi vafi hvarf þó fljótt eftir heimkomu Lússíu, því að þá fór eg að útvega mér nákvæmar upplýsingar um yður, og voru þær allar yður til heiðurs og sæmd- ar— og hinni ungu mágkonu minni til ánægju og gleði,« bætti hann við og leit gletnislega íil ungu konunnar, sem roðnaði út að eyrum. «Og hún fékk aldrei nóg að heyra um mann- inn sinn og starfsemi hans, þótt hún annað slagið reyndi að dylja það. Og samt sem áður hefir það valdið miklum erfiðleikum að fá komið þessu hjónabandi í viðunandi horf. Pað var með naumindum að hægt var að fá hana til að fara hingað til baðstöðvanna með systur sinni, eftir að við höfðum komist eftir, að þér munduð fara hingað, því einhversstaðar urðum við þó að fá ykkur til að kynnast.« »En hvernig í ósköpunum gátuð þið þó fengið að vita, hvar eg var niður kominn?« spurði prófessorinn. »Fyrst og fremst höfðum við hjúskapar- samning ykkar með yðar fulia nafni undir, og það, sem okkur vantaði að fá að vita, var auð- fengið gegnum njósnara okkar í Englandi. Já — á meðan þér voruð að leita að konunni yð- ar í Englandi njósnaði eg eftir öllu um yðar hagi, og hefi stöðugt síðan vitað hvað yður leið.« »Svo þér komuð til Englands meðan eg dvaldi þar?« »Sama kvöldið sem Lúsía kom til Liverpool sendi hún okkur símskeyti um ferð sína, án þess að nefna hjónaband sitt, en sagði oss hinsvegar frá hinum hörmulegu afdrifum frænda síns í Ameríku. Við urðum hrædd og fórum þegar til Lundúna og símuðum til henn- ar hvar hún gæti fundið okkur. Enn|iá óttaslegnari urðum við þegar við sá- um hana, og hún hné úrvinda af sorg og harmi í faðm systur sinnar, og þó urðum við mest undrandi, þegar hún fór að segja okkur að hún væri gift ókunnum manni, og hvernig það hefði atvikast. Alt þetta kom okkur mjög á ó-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.