Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Síða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Síða 7
ÚR BLÖÐUM JÓNS HALTA 103 með askinn minn og setti hann hjá mér og sagði um leið, eins og hún var vön, stutt og þurlega: «Hana, hérna er askurinn þinn, Jónki — hvað gengur að þér, barn, því ertu svona?» Hún blíðkaðist ögn í svipinn. »Skiftu þér ekkj af því, stelpa, haltu áfram þínu verki,« sagði Hallur, greip askinn, tók hann opinn, leit ofan í hann, setti hann á,gólf- ið og sagði: «Hjepp, hjepp!« Hundurinn hans kom að innan og settist þegar að askinum og lauk úr honum. »Nú sérðu hvað þú hefur upp úr því að ætla þér að svíkjast um við mig. Ogsnautaðu svo undireins af stað og farðu að leita að án- um sem vanta, og láttu mig ekki sjá þig fyrri en þú kemur með þær.« Rétt í þessu kom Ruríður inn með aðra aska. Hún leit til mín um leið og húti gekk hjá og sá hvað gerðist. «Rað verður þó að staga í skógarmana hans áður en hann fer,« sagði hún sneglulega, »það lafir ofan úr þeim l^ðum.« Hallur svaraði aðeins : »Hann skal fara eins og hann er.« Blóðrenslið var ögn farið að minka, en mér var einhvernveginn öllum dauðilt. Hallur þreif til mín illyrmislega og sagði: >'ÆtIarðu ekki að fara, fyrst eg er búinn að segja þér það ? Rú ætlar þó vænt’ eg ekki að fara að standa uppi í hárinu á mér. í tilbót °g gegna ekki?» Hann hratt mér fram í baðstofudyrnar, en eg slangraðist fram göngin. Hann fylgdi mér eftir út á hlað og smárak fótinn aftan í mig til þess að herða á mér. Þegar út kom, sá eg að þokunni hafði létt af á láglendinu, og flæktist þokubrúnin um giljabotnana. Stormurinn var við það sama, en mikið farið að rigna. Eg tók prikið mitt og labbaði snöktandi upp hjá kvíum. Blóðýrurnar hreyttust út úr mér við ekkann. Þegar eg kom að kvfunum, var Sigga bú- in að mjólka fyrir. Hún glápti á mig og sagði: »Pað er fallegt að sjá þig, barn. Því ertu svona?« »Eg á að fara að leita að ánum,« sagði eg snöktandi, »Hallur er reiður.« »Eg sá það —en kondu hérna út að lækn- um, eg skal skola ögn framan úr þér.« »Eg þori það ekki— Hallur stendur þarna heima.« »Ætlarðu ekki að skammast af stað, eða á eg að finna þig betur?» kallaði Hallur grimd- arlega heima —og eg þurfti ekki meira — eg tók til fótanna upp skriðuna, eins og sá illi, væri í hælunum á mér, en Sigga þreif föturn- ar og hélt heim. Svo ranglaði eg hægt og dragnandi, ráða- laus og úrvinda, upp hryggina, upp í þokuna, upp í skarðið. Eg hafði gleymt að kalla á hundinn með mér— og mér fanst eg vera svo dæmalaust einn. Eg vildi helzt bara leggjast út af þar í hrakviðrinu— sofna, sofna og vakna aldrei aftur. En eg átti að leita að ánum. Eg sá ekkert frá mér fyrir sótþoku, og stormurinn og hrak- viðrið lamdi um mig. Regar eg var kominn upp úr skarðinu, vissi eg ekkert hvert eg átti að leita. Eg var orðinn holdvotur, og það var svo hvast, að eg réði mér varla. Eg fann að eg var alls ónýtur til þess að gera það, sem eg átti áð gera, en að fara heim þorði eg ekki fyrir mitt líf,— eg þóttist vita, að eg yrði drepinn, ef eg kæmi heim ærlaus. Og eg fór að manna mig upp til að leita. »F*ær hafa ekki farið móti þessu,» hugsaði eg með mér, «heldur hafa þær slegið undan.» Og eg sló sjálfur nndan veðrinu upp úr skarð- inu. Þegar eg var búinn að ganga æðistund, vat eg orðinn ramviltur, og vissi ekkert hvert eg var. að fara. Og svona ranglaði eg langa lengi úndan veðrinu, dragnaðist áfrain máttlaus af kulda, hungri og hugraun. Eg var sannfærður um, að eg mundi deyja þarna á fjallinu. Mér datt í hug að setjast að, en gerði það þó ekki. Sjálfsviðhaldshvötin hélt mér uppi, þó hún

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.