Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 16
112 NÝJAR KVÖLDVÖKUR, vart, og gerði okkur áhyggjufull og kvíðandi utn hagi mágkonu minnar. Við bjuggum af- skekt hjá frændfólki þýzka sendiherrans’og þar gat konan yðar og múlattakonan, sem þjónaði henni, hæglega leynst, meðan lögregluþjónarnir, sem þér höfðuð sent, voru að leita þeirra. Hins vegar notaði eg tímann, meðan eg dvaldi í Lundúnum til að grafast cftir, hvaða maður það væri, sem neyddur hefði verið til að gift- ast mágkonu minni.« »Skipslæknirinn sendi símskeytin fyrir mig til mágs míns,« bætti Lúss'a við brosandi. «Eg hafði að síðustu sagt honum alt um hagi mína, og hvernig gifting okkar 'var til komin, og hann hjálpaði mér til að komast til systur minnar í Lundúnum.« »Skollinn hafi hann«, hrópaði Walter skrýti- lega reiður. »Eg hafði enga hugmynd um að þessi ýstrubelgur myndi hafa siík hrekkjabrögð í frammi. Hann hefir bókstaflega stolið fjórum hamingjuárum af mínu stutta lífi; eg efast um að eg geti nokkurntíma fyrirgefið honurn það.« «Hann hélt að bráðabirgðarskilnaður væri alveg nauðsynlegur,« sagði baróninn afsakandi. Að hann varð svona langur, á fjórða ár, er hinsvegar eigi honum að kenna, heldur eng- um öðrum en minni kæru mágkonu. Rað var ómögulegt að fá hana til að gefa sig fram við maun sinn, og hinsvegar mátti þó eigi minn- ast á hjónaskilnað við hana; þegar alt kem- ur til alls, hefir hjarta hennar þó verið bund- ið síðan hún sá yður,« sagði hann að síðustu, og leit brosandi til hinnar feimnislegu mágkonu sinnar. «Og er þessu ekki eins varið með mig?-< sagði Walter og lék sér við lokk úr hári hennar. «Nei,» svaraði Lússía, og yndislegur feimnis- roði hljóp um andlit hennar, «mittveika hjarta hefir talað þínu máli fyr en þú vissir um, góði minn, nokkrum tíma áður en Melazzó hafði hin afgerandi áhrif á forlög okkar.« »Hvernig er það mögulegt?« spurði Wal- ter undrunarfullur. «Hafðir þú séð mig áður en giftingin fór fram?« Pað kom alvörusvipur á ungu konuna, og hún sagði: «Já, og eg verð líklega að segja þér ár- grip æfisögu minnar, svo þú fáir að vita alla málavexti, og skiljir svo svar mitt.« »Þarf eigi svaraði prófessorinn. «Eg veit meira um fortíð þína, en þig grunar — og það úr áreiðanlegum stað — frá Melazzó sjálfum.« «Svo,» sagði hún, «það var þó stuttu eft- ir að þessi óttalegi maður hafði farið þess á leit við mig, að verða konan sín, og eg í vandræðum mínum og einstæðingsskap hafði tekið þá föstu ákvörðun að firra mig lífinu, ef eg kæmist eigi hjá svo hræðilegum forlög- um á annan hátt. Eg dró engar dulur á þetta við ofbeldismanninn, og eg mun hafa sagt honum þetta á þann hátt, sem veruleg áhrif hefir haft á hann, því hann hætti við áform sitt og lét mig í friði. »Litlu síðar en þetta gerðist, dvaldir þú nokkra daga í nágrenni við hús það, sem mér var haldið í sem hálfgerðum fanga. Pú varst þá við athuganir þínar kringum kofann okkar, og gegnum gluggann gátum við svo glöggt séð þig og gefið þér gætur. En þú varst stöðugt sokkinn ofan í þínar vísindalegu hugs- anir og tókst því ekki eftir okkur. Við heyrð- um líka margt gott um þig hjá gæzlumönn- um okkar. »Einum þeirra hafðir þú þá liðsint fyrir nokkru, er þú hittir hann tViikið meiddan út í skógi, þá hafðir þú hreinsað og bundið um sár nans. Sömuleiðis hafði negrinn, sem var leiðsögu- maður þinn, hrósað þér mikið við gæzlumenn okkar, talað um hve góður þér væruð, og á- valt reiðubúinn til að hjálpa öðrum — og að þú værir alt öðruvísi en aðrir hvítir menn þar umhverfis. Einu sinni sá eg þig sitja skamt frá kofanum okkar, við að raða niður jurtum þín- um. Við sáum glöggt, að þú varst ntjög þreytt- ur, og satnt sem áður vanstu að þessu með sýnilegri ánægju og af kappi, eins )g j)ú vær- ir ólúinn. Mér var það sönn nautn að horfa á þig» og að hugsa utn, hve blessunarríkt væri

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.