Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 17
FORLAG AGLETNI. 113 að fást við jafn friðsamleg og saklaus störf, sem engan skaðaði, en mörgum gat veitt gleði og ánægju. Og gat verið þeim sem ræktu það til yndis og ánægju, jafnvel í einveru og úti á eyðimörku. Eg fékk þá þegar mikið traust á þér, og var sannfærð um að þú mundir hafa hjálpað okkur úr höndum ofbeldismannsins, ef þú hefðir getað. Svo liðu fáeinar vikur; þá kom Melazzó einn dag til okkar, og kvaðst helzt vilja losna við mig. Eg væri sér aðeins til byrði, og af mér gæti stafað hætta fyrir sig. Hann sagði, að um þessar mundir væri lærður maður á ferð þar um skógana. Rað væri hægðarleikur fyrir sig að taka hann til fanga, og svo vildi hann gifta mig honum og senda okkur til Evrópu. Eg greip höndunum fyrir andlitið og sneri mér undan, en sagðist þó mundi alt til vinna til að losast frá honum fyrir fult og alt. En þegar hann var farinn, lá mér við að örvinglast, svo ung og óreynd sem eg tfar, hafði eg þd iieyrt í klaustrinu, að hjónaband- ið væri heilagt, og eg varð svo óttalega hrædd, en Anilla herti stöðugt að mér, og eg var svo veik og ósjálfráð, eg hélt að eg mundi bráð- lega deyja, og þá væri öllu lokið. —• Og eg hafði þá innilega þrá og löngun að komast til Evrópu áður en eg dæi, og fá að bera beinin þeim megin Atlantshafsins. Við giftingarathöfnina var eg nær dauða en Hfi. Mér fanst þú aldre; mundir geta fyrirgefið mér það ofbeldi, sem við þig hafði verið beitt, og að þú mundir því ávalt hata mig. Eg vogaði eigi að koma fyrir augu þín á skipinu, og því meiri umhyggju og vinsemd, sem þú sýndir, því meir skammaðist eg mín, og á endanum féði eg það af að losa þig til fullnustu við þessa byrði, sem þér nauðugum hafði verið bundin. — Og þó er nú komið svo, vinur minn, að þú verður að hugsa um, hvernig Þér muni fu-ppnast að bera þessa byrði.» »Konan mín, — elsku litla konan mín!» saeði hinn gaefusami eiginmaður, drukkinn af fögnuði, og fadmaði hana að sért svo höfuð ^ennar hvíldi við brjóst hans. Hvernig líður Anillu?»] spurði hann eftir stundarþögn, »lifir hún ennþá?« «Ójá,« sagði baróninn, »hún bíður heima hjá mér eftir hamingjusamlegum endalokum þessarar sögu, sem hún var þó svo kvíðandi fýrir, að eigi mundi enda eins og hún helzt óskar; og hún heldur að enginn lifandi mað- ur á jörðinni sé nógu góður handa Lússíu sinni. og eg vil aðvara yður, herra prófessor, þér fáið sama sem tengdamóður í húsið, sem eigi lætur að sér hæða.« vAnilla er ávalt góð,« sagði Lúsía mjúk í máli. »Já ef allar óskir þínar eru uppfyltar, »sagði baróninn hlæjandi. Kvöldið eftir skrifaði prófessorinn móður sinni innilegt og hrífandi bréf, og bað hana að láta gera við herbergi sín, því hann kæmi heim kvæntur ungri, göfugri og mikilsháttar konu. Hann endaði bréfið með þessum orðum: >'Þér hefir orðið að ósk þinni, kæra mamma. Hafið hefir í sannleika fært mér konu, sem þú mundir eigi hafa kosið yndislegri og elskulegri handa drengnum þínum.« Daginn þar á eftir skildu þær systurnar, sú eldri fór með manni sínum til búgarða sinna, en yngri hjónin lögðu af stað í langa brúð- kaupsferð, og þegar henni var lokið, vitjaði prófessorinn aftur heimkynna sinna. Bréf hans til móður hans hafði vakið undrun og gleði. Gamla konan sá á því, að sonur hennar var ástfariginn og- ánægður með konu sína, og hún var sjálf svo glöð og þakklát við forsjónina fyrir það, að sonur hennar væri þó á endan- um kvæntur. Rað lá eigi ejns vel á fullorðnu heimasæt- unum, sem bjuggu í nágrenni við gömlu kon- una, og sumar hverjar höfðu eigi mist alla von um að þeim mundi ú endanuin heppnast að krækja í lærða sérvitringinn. Rær hleyptu hrukk- um á nefið á sér við þessi tíðindi og urðu frem- ur langleitar; þær sögðu sín á milli: »Svo það er þá langt síðan hann hefir gifst? Rað hefði hann nú raunar getað sagt 15

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.