Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Síða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Síða 9
ÚR BLÖÐUM JÓNS HALTA. 105 og bezta móðir. Kaldan var horfin úr mér — °g eg steinsofnaði þegar. Eg vissi mér var ó- hætt hjá þeim. Einar og Guðrún höfðu búið lengi í Hlíð- arseli; þau voru þar tvö ein í kotinu, og leið vel. Þau höfðu aldrei átt barn, en stundum höfðu börn verið hjá þeim fleiri eða færri ár, og þeim hafði aliaf liðið vel. Eg þekti þau bæði, því að þau voru kunnug á Skeri. Eg vaknaði ekki fyr en komið var fram á dag morguninn eftir. Eg var furðanlega hress, þegar eg vaknaði, en andlitið á tnér var sárt og bólgið, og fæturnir sárir og hruflaðir. Eg þoldi varla að stíga í þá. Veðrið var betra, stormurinn minni og rign- ingarlítið. Rokan náði ofan undir bæ.' Þegar eg var nýlega vaknaður, kom Bjarni, sonur Halls, þar ofan í dalinn að spyrja eftir tvennu: eftir ánum og eftir mér. Einar gat þess að ærnar hefðu komið saman við sínar ®r f gærkvöldi, og hann hefði haft þær inni í nótt og látið mjólka þær, svo þær skemd-. ust ekki. En um mig gat hann þess, að hann hefði fundið mig hálfdauðan undir steini þar uppi í brúninni í gærkvöldi, bólginn og blóð- storkinn í framan og skóiausan, sokkalausan og blóðrisa á fótunum — og það væri ekki að tala um — eg væri ekki ferðafær fyrst um sinn. Bjarni varð hálfdaufur _við — hann hefir víst skammast sín fyrir föður sinn. Ró bað hann um að mega koma inn og sjá mig. Það leyfði Einar honum. Bjarni talaði ögn við mig og var göður við tnig. Hann spurði mig að, hvenæregætl- aði að koma heim aftur, og tók eg dauft í að svara því. En Einar svaraði fyrir mig og sagði: < Hann fer ekki heim, rneðan hann er svona iasir.n og svona útlítandi. Ekki fér hann ber- fettur, og fötiu hans þ rfa að þorna áður. ^"gðu honum föðvr þíimm, að eg vilji helzt i tta iinhver.u jó . hallan uaitn :,já f.áganginn á l‘Oiium, áður en han.i ter ur mínum húsum.« Svo leið sá dagurinn og nóttin. Mér hafði aldrei liðið eins vel. Eg fékk að sofa út. Eg var miklu betri daginn eftir; ef eg hefði haft sokka og skó, hefði eg getað farið á fætur. Um daginn kom Hallur á Skriðu ríðandi með lausan hest handa mér. Slíku hafði eg ekki búist við. Meira að segja, hann kom með skó og sokka og föt, til þess að eg kæmist heim. Hann var einstaklega auðmjúkur við Ein- ar, og bað hann um að sleppa mér með sér; það skyldi ekki koma fyrir aftur, að hann færi svona með mig. Hann talaði líka við mig, og var eins og hann vildi helzt horfa sem minst framan í mig. Eg veit ekki hvernig samdist með þeim Einari og honum; en Einar sagði mér seinast, að það væri réttast, að eg færi heim með Halli í þetta sinn. En ef annað eins kæmi oftar fyr- ir, skyldi eg óðara koma aftur. Svo fór eg þá með honum. Seinna frétti eg að Einar hefði riðið til prestsins, og kært fyrir honum meðferðina á mér hjá Halli, og að prestur hefði gert hon- um alvarlega áminningu. Víst var það að minsta kosti, að prestur- inn kom að Skriðu sunnudagskvöldið eftir og talaði lengi við Hall frammi í stofu. En eftir það var eg ekki látinn sitja yfir ánum nema á daginn. Reim var slept lausum á nóttunni, þegar kom fram yfir túnaslátt, og smalaði eg þeim þá á morgnana. (Meira.) Það var næsta undárlegt. Frúin hefir verið út í bæ, og þegar hún kemur heim, eru börninlháttuð; hún spyrþví undrandi: ^Hvernig stendur á því, góði maður, að þú hefir látið börnin fara að hátta ? Prófessorinn (oftast viðutan): Þau trufluðu^starf mitt, svo eg afklæddi þau og fékk þau til að fara að sofa. Frúin hissa: Og voru þau tilleiðanleg til þess? Próf es so r i nn: Já, öll nema litli anginn til fóta; hann ólmaðist og orgaði og lét eins og hann væri tryltur, hann vildi hreint ekki í rúmið, en hann mátti til seinast. Fr ú i n: Pessi, þarna til fóta ? Prófessorinn: Já. F r ú i n: Því trúi eg líka vel. Það er hann Friðrik litli, sonur nábúa okkar. 14

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.