Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 21
BRÚÐARFÖR. 117 leysissvip hans. Andlit Schoddyns greifa hefði vafalaust verið þess vert að taka eftir því, hefði hann ekki sett á það þenna leiðindasvip af ásettu ráði, — því að hver sem vel tók eftin, eins og Plettov, hlaut að sjá að hann bar grímu, og vildi gera það. Qreifinn var um það bil hálf- fertugur að sjá, en var ellilegri útlits. Pað helzta var að ennið var hátt og benti á hugs- unarkraft, gagnaugun voru stór, og hofmanna- vikin há, og var hárið greitt yfir til hálfs. Aug- un voru grænleit, og héngu augnalokin jafnan þyngslalega ofan á þau. Nefið var stórt og bogið, nasirnar kvikandi, mikill og langsnúinn kampur á efri vör, munnurinn breiður en var- irnar lágu fast saman. Kamparnir, kinnaskegg- ið og hárið var ljósgult á lit; hann var kinn- fiskasoginn, bar óaðfinnanlega hreint hálslín og tindruðu þrír smáir demantar í brósthnöppun- um. Hann var búinn dálítið að enskum sið en bar sig mjög fyrirmannalega, og var alger snyrtimaður alt ofan frá hárinu og fram á tær á gljáskónum hans. «Jæja þá, Plettov minn góður,« sagði Schoddyn í kæruleysisróm og fitlaði við band- ið á glerauganu sínu, «þér viljið vita hvernig því reiddi af, hvort hún hrepti hann, eða hann hana eða ekki. Nú, eiginlega þarf eg ekkert að vera að skýra yður frá því, því að þér haf- ið líklega séð það í gestabókinni að ungfrú Doning er ekki enn orðin frú Altenkrögel — og svo eruð þér nú líka, góðurinn minn, bund- inn svo yndislega snoturri konu, að mér finst þessi áhugi yðar um hag Körlu vera fast að því — hegningarverður.* Plettov hleypti brúnum og sló óþolinmóð- lega flötum lóíanum ofan á flosfóðrið á hæg- indastólnum. «Látið mig um það að semja við samvizku nn'na, Schoddyn greifi,» sagði hann snögglega, «við höfum annað merkara um að tala en fást við þau heilabrot. Eg veit það vel, að yður var ekkert um það að* tilviljunin lét okkur rek- ast hér saman og kynnast að nýju. — Pér hljótið að hafa yðar ástæður til þess, ástæður, sem ekki koma mér- við og mig iangar ekkert til að vita En það sem mig snertir sjálfan, og sem eg bið yður að skýra mér frá, það eru orsakirnar, sem urðu til þess að ekkert varð úr þessari fyrirhuguðu giftingu þeirra Jeskó v. Altenkrögel og ungfrú Doning.« «Góði herra Plettov,« svaraði Schoddyn hörkulega, án þess þó að breyta því hvað hann lá letilega á stólnum, «mér þykir þér gerast . heldur heimtufrekur. Rifjið þér það upp fyrir yður, vinur góður, að sú var tíðin, að enginn stóð yður nær en eg, og eg hef oftar en einu sinni komið fram við yður sem samur vinur. Pað virðist svo, sem þér hafið gleymt því í dag. Hvað viljið þér eiginlega heimta af mér? Að eg fari 'að segja frá innilegum ættar- málefnum, sem yður koma lítið . við — getið þér láð mér það, þó eg færist undan því?« Plettov spratt upp og stóð rétt frammi fyr- ir greifanum. «Ef þér hafið í raun og veru verið vinur minn, eins og þér segið, Schoddyn greifi,* sagði hann í geðshrxringu, »þá ættuð þér að skilja, hversvegna eg spyr, og vera fús á að svara mér. Pér voruð það, sem sögðuð mér að Karla Doning ætlaði sér að giftast samn- ingsgiftingu vegna ættarhagsmuna, og urðuð þannig til að svifta mig allri von og ofurselja mig volæðinu— því volæði, herra greifi, sem enginn getur bætt úr með gullhrúgum eða glæsimannalífi. Segið þér mér nú frá dögun- um, vikunum, mánuðunum löngu, sem liðu eftir þetta, þessa hörmungarfullu stund. Pján- ingar þess tfma gefa mér fulla heimild til þess að spyrja eftir því, hvers vegna ungfrú Don- ing giftist ekki frænda sínum, og hversvegna hún samt hefur látið mig fara og ekki viljað sjá mig.» Schoddyn bar gleraugað upp að auganu, góndi á Plettov og hristi höfuðið. «Tvei tvei, Plettov, ekki vilja sjáyður—en hvað þér talið ruddalega. Pér æsið yður upp það veit guð, meira en fyrirfólki sæmir, og þó eruð þér skapaður glæsimenui frá hvirfli til ilja. Nú, en fyrst yður irðist dauðliggja svona á því að vita alt um hagi Körlu, og eg býst

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.