Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 3
ÚR BLÖÐUM JÓNS HALTA 99 Regar eg vaknaði utn morguninn, var lausa- maður frá Skeri, Jón að nafni, kominn og sat á bólinu mínu. Hann var eitthvað að tala við mömmu, og eg heyrði hún sagði: «Eg mátti vita þetta. Guð minn góður hjálpi mér.» Og hún veinaði við. Eg fór að spyrja, hvort pabbi væri ekki kominn, en hún sagði mér að þegja — hatin gaeti ekki komið strax. Hann hefði farið svo langt á bátnum í hvassviðrinu í gær, að hann kæmist ekki heim fyr en seinna. Svo fór maðurinn út, en kom inn aftur og fór að gefa kúnni. Svo fór hann út aftur. Mamma fór svo að reyna að klæða sig, en áður en hún var hálfklædd, itneig hún fram af rúmstokknum og ofan á gólf. Rar lá hún hreifingarlaus. Eg fór að hágráta, þaut nakinn upp úr rúminu og ofan á gólf og fór að rugga við henni og kalla á hana. En það var til einskis. Eg vissi ekkert hvað þetta var. Eg ætlaði að aerast af hræðslu. Seinast var mér orðið kalt, og eg var lamaður af tinhverju dæmalausu ráðaleysi. Eg var aleinn, mamma gegndi mér ekki, en lá eins og dauð á gólfinu. Eg skreið loksins upp í rúmið aftur og bældi mig þar niður. Svo leið víst löng stund; svo kom maður- inn inn aftur; hann tók mömmu upp af gólf- inu, lagði hana upp í rúmið fyrir framan mig og breiddi ofan á hana, sagði mér að vera alveg kyrrum og hljóp út. Svo leið löng stund. Eg þorði ekki að bæra á mér. Loksins kom hann inn aftur og Guðrún, i<onan á Skeri, með honum. Hún gekk að rúminu, og fór að hlusta við brjóstið á mömmu, Eg ætlaði að þjóta upp, en hún studdi við mér hendi og sagði lágt og biíðlega: «Bíddu ögn við, góði minn, og vertu kyr.« Svo sagði hún við Jón: »Hún er lifandi. Sæktu vatn, ef M finnur eitthvert ílát.« Guðrún fór að spretta fötunum frá mömmu, °g þegar Jón kom inn með vatnið í einhverju íláti, tók hún ögn af því í lófa sinn og sletti framan í mömmu og á brjóstið á henni. Svo tók hún glas upp úr vasa sínum, helti dálitlu úr því í spón og lét það renna upp í hana. Rétt á eftir fór mamma ögn að vakna við, en gat ekkert sagt, og h'tið hreift sig. Rað fyrsta sem hún gerði var það, að hún lagði lófann ofan á vángann á mér. Svo var líkast því að hún sofnaði. Svo fór konan fram og mjólkaði kúna. Hún gaf mér svo mikla mjólk að drekka sem eg vildi og svo sagði hún mér að fara að klæða mig. Mamma komst aldrei á fætur eftir þetta. Við vorum bæði flutt heim að Skeri daginn eftir. Föður minn sá eg aldrei framar. Hann og tveir piltar frá Skeri höfðu druknað í hvass- viðrinu, sem rauk svona snögt á um daginn. Mamma lifði fram á vorið við miklar þján- ingar og dó síðan. Mér var sagt seinna að hún hefði dáið úr innanmeinum. Þá var eg á sjöunda árinu — og átti eng- an að nema hreppinn. En eg fékk að vera á Skeri þangað til eg var á tíunda árinu. Það voru flestir góðir við mig þar, og rrlér leið vel, þegar þess er gætt, að eg var niðursetningur. Guðrún var mér alt af hlý og góð— og hún sá um það, að eg væri ekki svangur. Eg óx og þroskaðist vei, og gleymdi því furðanlega fljótt, að eg var bæði búinn að missa föður og móður. En þegar eg var á tíunda árinu, lagðist Guð- rún á Skeri veik og dó eftir fáa daga. Eg veit að það er mesti missnrinn, sem eg hefi beð- ið á æfinni. Eg blessa ætíð minningu hennar jafnt og satnhliða minningu móður minnar. .4—------- ;; II. Eg varð að fara frá Skeri um vorið. Eg var settur niður inn í sveit í dal einum á bæ, sem hét á Skriðu. Rar bjó efnaður bóndi, sem Hallur hét, aldraður maður, harður og óvæg- inn. Kerling hans sét Rorbjörg; bæði voru þau

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.