Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 12
108 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. erfðasynd, sem er jafngömul mannkyninu. Eg varð bæði sár og gramur, og eg veit ekki hvað — yfir því að systir yðar brosandi, og að því er mér þá virtist tilfinningarlaus hlust- aði á játningu mína, sem olli mér svo mikils sársauka að bera fram. Nei, stúlkan, sem eg var neyddur til að giftast, hefir alis eigi verð- skuldað neinn ómildan dóm af mér. — Hún hefir hins vegar, þrátt fyrir hörmulegar kring- umstæður, sem hún barnung rataði í, komið fram sem hreinlíf og mjög siðsöm stúlka, og sýnt miklu meiri festu og kjark, en hægt var að búast við af henni svona ungri. vAllir, sem kyntust henni, fengu hlýjan hug til hennar, og hún hafði eitthvert töfravald yf- ir hinum vilta manni, sem hélt henni sem fanga. Og eg sjálfur, sem hvorki hafði talað við hana eða fengið að sjá andlitssvip hennar, varð þó að bera hlýjan hug til hennar, og mig tók sannarlega sárt til hennar, þótt hún vekti eigi hjá mér sanna ást. Til hennar hef eg aðeins fundið síðan eg kyntist systur yðar, en eg fann til bróðuglegrar viðkvæmni gagnvarl þess- ari bljúgu og óttaslegnu ungu stúlku. Og eg var hættur að hræðast það, að mega ef til vill búast við að þurfa að búa saman við hana sem eiginmaður, og var jafnvel farinn að vona að sambúðin kynni ef til vill að verða þolan- leg fyrir okkur bæði. Mig tók það sárt, þegar hún strauk frá mér, og að hugsa til þess, að hún kynni að þurfa að hrekjast rnilli ókunn- ugra manna, og ef til vill veslast þar upp og deyja. — Eg hefði viljað vinna alt til að bæta úr raunum hennar, en—« Hann þagnaði, hinar nær því gleymdu til- finningar og hugsanir höfðu alt í einu vakist upp, og urðu jafnlifandi og sterkar, eins og þær voru fyrsta daginn, sem unga konan hafði strokið frá honum. «í gær mintust þér ekkert á þetta við okk- ur,« sagði barónsfrúin, sem horfði með at- hygli á prófessorinn. «Af því að eg hugsaði ekkert um það þá, og af því að eg þá var undir fargi minna ó- þolandi kveljandi kringumstæða, sem æstu mig þá í svipinn, gegn hinni saklausu orsök þeirra. Og meðan öll hugsun mín og til- finning eingöngu snerist um systur yðar, hvernig gat eg þá farið að tala um hlýjar til- finningar mínar til ahnarar konu, jafnvel þótt þær væru eigi annað en sönn brjóstgæði. »En það segi eg yður satt, frú, að oft hefi eg þessi árin hugsað um aumingja horfnu stúlkuna, og oft liefi mig dreymt hennar töf- randi handartak, þegar eg lyfti henni upp í vagninn. Oft hefi eg veitt því eftirtekt á al- mannafæri, hvort þar væru engar ungar stúlk- ur, sem hefðu jafn yndislegar hreyfingar og hún hafði. Og hversu undarlegt sem það virð- ist vera, þá hefir^ systir yðar hvað eftir annað mint mig á hana. Hreimurinn í rödd hennar, og hinir glansandi þárlokkar minna mig stöð- ugt á þessa nettu,-barnungu stúlku, og mér finst hún muni hafa háft svip og látbragð Lússíu. Og þessar tvær persónur blandast saman í eina. Yður tnun þykja það hlægilegt, en það er nú samt satt, um leið og eg elska Lússíu, elska eg í henni skuggamynd konunnar minnar..—« Hann hafði beygt höfuðið meira og meira meðan hann talaði, og rödd hans var sorg- bitin og innileg. Barónsfrúin stóð með hönd fyrir andlitinu, eins og hún væri að hlífa aug- um sínum fyrir hinu sterkja lampaljósi. En hver sem þá hefði getað séð framan í hana, mundi hafa tekið eftir að hún brosti. Svo lyfti prófessorinn höfði, og sagði með meiri rósemi: «Nú hefi eg hreinskilnislega skriftast fyrir yður og eigi dulið bresti mína, og því vona eg, að þér sýnið mér göfuglyndi og takið eigi hart á brestum mínum, og talið máli mínu við engilinn hana systur yðar, sem mér varð óviljandi að særa og móðga.« »Rað vil eg gera,« svaraði barónsfrúin blíð- lega, »og eg er sannfærð um að Lússía mun af öllu hjarta fyrirgefa yður. í rauninni hefir hún heldur eigi verið reið við yður. Harmur hennar stafar af raunutn þeim, sem hún hefir ratað í. Hún veit, að þér hafið eigi á nokkurn hátt viljað móðga hana, og hugsanir hennar snúast því ?igi um yður.»

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.