Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 19
BRÚÐARFÖR. 115 fært stólinn sinn að ofninum og sett fæturna við ofngrindurnar. Hann hélt á afarstóru dag- blaði, »Gazetta d’ Italia«, en það var svo að sjá að hann hefði litið gaman af rifrildinu i þinginu þar, því að hann starði yfir blaðið — beint í eldinn. Hann heyrði ekki að það var gengið til lians eftir gólfábreiðunni, en hann hrökk saman eins og undan rafurmagnsslagi, er hann fann að lít- il og létt hönd lagðist á öxl honum. »Náðuga frú—« Deckern spratt upp, og þegar eldglampinn var hættur að skína framan í hann, mátti bezt sjá, hve litverpur hann var. Þreytudrættirnir í kringum munninn og atigun gáfu þessu nauða- ófríða, en aðlaðandi andliti einhvern angur- semisblæ. Og litla konan, sem stóð þarna frammi fyr- ir honum í snyrlilegum morgunkjól úr dökk- grænu flaueli, var ekki heldur eins lífleg og rósfögur eins og fyrir nokkrum vikutn. Blóm- inn var horfinn af vöngum hennar, það voru taugakippir í augnalokunum með löngu augna- hárunum, og hún herpti saman þriflegu var- irnar, sem þó gátu brosað svo undurfagurt og glaðlega. Erna greip hægri hönd Deckerns og þrýsti hlýlega að henni með sínum litlu höndum. »Reiðist mér ekki, barún,« sagði hún með hraða, »að eg ræðst svona að yður; eg má til að tala við yður, þér eruð sá eini, sem get- ið greitt úr vanda mínutn og sagt mér sann- leikann.« Hún dró hann út í gluggaskansinn. Regnið lamdi í gluggann. »Hvað er að með manninn minn, hann Egon, vin yðar, Deckern?« hélt Erna áfram, og æsingin í henni fór vaxandi eins og hún befði hitasótt; »er hann reiður við mig?— og fyrir hvað þá? Elska eg hann ekki enn eins °g eg hef altaf gert, og er eg þá orðin önn- Ur í hans augum? Rér þekkið Egon, góði bar- uu, segið mér hvað gengur að honum— segið mér alveg satt«. Deckern leit undan — hann gat ekki horft inn í tárvot augu þessarar ungu konu. »Náðuga frú,« sagði hann hikandi, »eg held þér gerið yður aðeins ímyndun um huga Egons. Hvað ætti svo sem að vera að honum? Hann er bara eitthvað illa andlega upplagður og annað ekki. Rað eru ekki allir menn, sem geta jafnt ráðið yfir vilja sínum og skapi, og mér finst það vera betra og hreinskilnislegra að koma fram eins og maður er, heldur en setja upp grímu og halda leik fyrir vinum sínum.« Erna hristi bjarta höfuðið ólundarlega. »Pér hafið vífilengjur við mig, herra Deck- ern — til hvers eruð þér að því? Finst yður svo lítið til mín koma, að það sé ekki ómaks- ins vert að segja mér satt?« Deckern stokkroðnaði. »Ó, náðuga frú,« sagði hann, »hvernig dettur yður í hug að segja þetta? Eruð þér ekki kona Egons, og er ekki Egon mér eins og hann væri bróðir minn eða sonur minn? Eg skal gera það, sem þér farið fram á, en svar get eg ekkj gefið ýður upp á það, sem ekkert svar er til við.« «En segið þér mér þá að minsta kosti álit yðar á Donings-mæðgunum og þessum kölska- lega greifa. Mér finst einhvernveginn á mér, að það séu þau, sem setja skilrúmið á milli Egons og mín. Rað má vera að það sé eitt- hvað af hjátrú í því með mér, en það breyt- ir ekkert skoðun minni. Regar eg kom upp á stéttina við húsið í Meta, þar sem við urðum að tefja. og bíða eftir því, að gert væri við ól- ina, kom alt í einu yfir mig einhver ógn og hrelling, sem eg hafði ekki hugmynd um, af hverju gæti sprottið. Nú hefi eg komist eftir því af tilviljun, að Doningsfólkið hafði farið þaðan rétt á undan okkur — hlýt eg þá ekki að skoða þetta undarlega ónotakast, sem eg fékk, eins og nokkurskonar forboða. Eg er barn, Deckern, er það ekki? En eg get ekki gert að því— eg hefi hina römmustu óbeit á þessu fólki, sem þannig hefir lent á leið okkar,- »Ef eg á að segja eins og mér finst, náð- 15*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.