Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 23
BRÚÐARFÖR. 119 skólastjóra Pórólfssonar er hann nefnir Minn- ing ferða vorra o. fl. En eigi er síður vert að minnast þeirra rita. sem út hafa verið gefin sem söfn af heitnildarritum til sögu landsins, og það því fremur, sem ekki er við því að búast, að viðunanleg saga landsins verði útgefin, fyrri en þau eru að mestu leyti útgefin og aðgang- ur fæst að þeim. Bókmentafélagið hefir unnið að því nú um 50 — 60 ár að gefa út nokkuð af heimildarritum þessum í »Safni til sögu ís- lands,» en bæði hefir það safn gengið afarseint fram, þar sem enn er ekki komið út nema dá- lítið á 4. bindi, og svo hefir meiri hluti þess verið ýmsar ritgerðir um ýms atriði, er snerta sögu landsins, eftir hina og aðra nútíðarmenn vora. Eru þær ritgerðir að vísu margar hverj- ar fróðiegar og skýrandi um marga hluti og sumar stórmerkar; en ekki get eg gert að því, að finnast, að betra hefði verið að fá góð eldri heimildarrit en sumar þeirra, þó merkar séu, t. d. sumt af örnefnaþáttunum og mannanafna- ritgerðin mikla. En við því verður nú ekki gert, og aðeins óskandi að sem mest stund verði lögð á að halda því safni áfram og fullkomna sem mest má alt það, sem getur orðið sögu vorri til skýiingar. Árið 1901 eða um það bil var stofnað fé- lag í Reykjavík fyrir forgöngu Jóns Porkelsson- ar hins yngra og Hannesar ritstj. Rorssteinson- ar o. fl. manna, er nefnist sö^ufélagið; er til- gangur þess að gefa út heimildarrit til sögu landsins. En þessvegna var félagið stofnað, að þeim þótti bókmentafélaginu ganga seint og slælega með þær útgáfur. Rví miður hefir fé- lag þetta átt allmjög örðugt uppdráttar fyrir fé- leysi, enda hefir því bæði verið litill styrkur veittur af landsfé og tél3gar þess hafa orðið fáir (ekki nema rúmi 200 eftir síðustu skýrslu þess), enda árgjald uokkuð hátt, 5 kr. tillag á ári, en fremur lítið af ritum í aðra hönd, eink- um fyrstu árin. En enginn vafi er á því, að félag þetta mundi miklu geta til leiðar komið, ef það hefði meiru úr að spila og fleiri yrðu félagar þess. Rit þau, er félagið hefir gefið út hingað til eru þesisi hin helztu. 1. Morðbréfabæklingar Guðbrands biskups Rorlákssonar út af sakargiftum þeim, er born- ar höfðu verið á Jón Sigmundarson afa hans í viðskiftum hans við Gottskálk biskup hinn grimma. Bæklingar þessir voru þrír, prentaðir á Hólum 1592, 1595 og 1608, og eru þeir fyrir löngu svo sjaldgæfir, að hinn annar þeirra er nú hvergi til heill og hefir ekki verið svo menn viti um mörg ár, jafnvel ekki síðan á dögum Guðbrands biskups sjálfs. Mörg forn- bréf eru prentuð aftanvið til skýringar málinu. Saga Jóns Sigmundarsonar og viðureign hans við klerkavaldið á íslandi um og eftir 1500 er svo gagnmerkileg, að hún væri þess verð að einhver sögumaður tæki hana til meðferð- ar og ritaði hana svo nákvæmlega sem kostur er á. En á íslenzku veit eg ekki annað um hann ritað en það sem stendur í Árbókunum og svo í S. til sögu ísl. II. 100-107. 2. Biskupssögur Jóns próf. Halldórssonar í Hítardal. Fyrra bindið er út komið og nær yfir Skálholtsstifti frá siðaskiftunum og fram um 1720, og svo eru prentaðir aftanvið við- aukar um biskupa fram um 1800 eftir aðra. Sögur þessar eru mjög merkar, Hafði Jón próf. ritað allar sögur biskupanna frá ísleifi biskupi alt fram til siðaskiftanna, en þeim flokkinum hafa útgefendur slept, og má það til sanns vegar færa að því leyti, að menn hafa annars- staðar sögu þeirra flestra fram að 1300, bæði í Biskupasögunum og Sturlungu. En eftir þann tíma, um árin 1300 (eða eiginlega 1298) og fram að 1550 vita menn lítið um biskupa Skálholts annað en það, sem stendur í Bisk- upaannáium síra Jóns Egilssonar, og prentaðir eru í l. bindi af Safni til sögu ísl. Hefði því verið réttara að prenta þann kaflann upp, enda jaótt talsvert hrasl sé um Ögmund biskup Páls son í II. Bindi Biskupasagnanna. Rit þetta er afarmerkilegt, og fylgja því myndir af nokk- rum biskupum, þeirra er síðastir voru, c: Bryn- jólfi Sveinssyni, Jóni Vídalín, Finni Jónssyni, Hannesi Finnssyni og Geiri Vídalín. Síðara bindið af þessum Biskupasögum á að ná yfir Hólastifti um sama tíma. Enn mynd-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.