Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Blaðsíða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Blaðsíða 3
HYPATIA. 99 um alt þangað til hann er alhreinn og altær, þangað til hann rennur saman við þetta mikla ekkert, sem þó er altilveran.« Fílammon hlustaði, eins og hann væri í draumleiðslu. Hann gerði það sem hann gat til að halda hugsanaþræðinum. En alt fór það á ririgulreið fyrir honum. Hann var eins og í álögum; og hann áttaði sig ekki fyr en Hypa- tía var hætt að tala. Augun hennar tindruðu af tárum. Allur líkami hentiar titraði við — svo var hún hrifin. Hún stóð ögn við hreifingar- laus og horfði út yfir nemendahópinn, eins og hún vænti að sjá eitthvað svipaða hrifningu hjá einhverjum þeirra. Svo reif hún sig upp og mælti — og var ekki trútt um að sorgblær væri í málrómnum: »Farið nú burt, nemend- ur góðir. Hypatía hefur ekki meira til handa ykkur í dag. Farið og hlífið mér — því eg er ekki nema kona — við því að verða að kann- ast við þá vanvirðu, að hafa gefið ykkur of- mikið, að hafa lyft blæju hins dularfulla fyrir augum, sem enn eru ekki nægilega hrein til þess að geta skilið ljóma guðdómsins. — Lifið heilir!« Hún þagnaði. En óðara en Fílammon var laus undan töframagni málróms hennar, spratt hann upp og þaut út á strætið. En hvað hún var fögur! En hvað hún var róleg og miskun- söm við hann! Hvað hún var hugfangin af öllu góðu og göfugu. Hafði hún ekki líka tal- að um ósýnilegan heim, um von ódauðieikans, um sigur andans yfir holdinu, alveg eins og kristinn maður? Var þá svo mikið djúp stað- fest á milli þeirra? Ef svo væri — hvernig gat þá hennar þrá ómað undir í brjósti hans? óm- að undir á sama hátt og bænirnar og kenning- arnar í Lára? Ef ávextirnir voru eins — hlaut þá ekki rótin að vera svipuð? Gat þetta ver- ið falsmynd? Gat þetta verið þjónustusamleg- ur andi frá djöflinum, klæddur í svona fagran ljósengilsbúning? Ljós var það að minsta kosti, hreinleiki, hreinskilni, hugrekki, alvara, blíða, sem streymdi út frá augum hennar, vör- um, látbragði .... Heiðin kona, sem afneit- ar trúnni? . . , Hvað á þetta alt að þýða?« En seinustu tilbrigðin, sem gerðu hann al- veg ruglaðan, voru þó eftir. Pví ekki var hann kominn nema lítinn spöl upp eftir strætinu, þegar litli kunningi hans, daglaunamaðurinn með körfuna, sem har.n hafði ekki séð síðan hann hvarf í mannþröngina við leikhúsið, kom blaðskellandi, másandi af hláupi, greip í hand- legg honum og sagði óðamála: »Guðirnir ausa oftast náð sinni yfir þá, sem sízt eiga það skilið. Petta eru launin fyrir ósvífni þína, flasfenginn, óskammfeilinn dóninn.« »Snautaðu burtu,« sagði Fílammon; hann langaði ekkert til að rifja upp kunningsskapinn við hinn litla dyravörð. »En sólhlífavörðurinn hélt fast í gæru- skinnið. »Hypatía heimtar það sjálf, asninn þinn,» sagði hann, »Pú færð að sjá hana— þú færð að tala við hana— en eg, upplýsti mað- urinn — vitmaðurinn — hlýðni maðurinn, — sem tilbið haria — sem hef skriðið þrjú ár í forarrennunni til þess að fá að snetta kyrtil- skaut hennar aðeins með litla fingrinum — eg - eg - eg - « »Hvaða vaðall er þetta? Ertu vitlaus?« »Hún vill fá að finna þig, æðisgengni munk- ur. — Þeon hefur Sent mig. — Eg er utan við mig af mæði og öfund. — .Farðu nú, eftirlætis- goð ranglátra guða.« »Hver er Þeon?« »En hann faðir hennar, þöngulhausinn þinn. Hann segir þér að koma í húsið til hennar á morgun um þriðju stundu. Heyrðu og hlýddu. Hana nú, þarna ryðst það nú út úr skólanum, allur hópurinn. Og allar sólhlífarnar fara til fjandans; Mikill ólánsgarmur er eg.« Og hann þaut sem fætur toguðu til baka, en Fílammon var ráðlaus af hræðslufáti og löngunarþrá, og hljóp sem mest hánn mátti heim til Serapejon, og skeytti hvorki um fólk né fíla né vagna, sem fyrir honum urðu. Hann hélt sprettinn af heim í hús patríarkans, hitti Pétur lesara og bað titrandi um að fá að tala við Kýrillos.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.