Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Page 6
1U2
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
fumi, höfðu hátt og töluðu um það, að það
þyrfti að hefna þeirrar smánar, er kirkjan hefði
orðið fyrir, með alt annað en vaegum orðum.
»Hvað gengur hér á?« sagði Fílammon við
stillilegan og myndarlegan borgara, sem stóð
þar forviða og horfði upp í glugga patríarkans.
»Spurðu einhvern annan en mig: eg er ut-
an við það alt; en því kemur ekki sá heilagi
herra út og talar við þá? Blessuð guðsmóðir
— betur að þetta væri vel til lykta leitt.«
»Við þurfum ekki fólkið í lið með okkur,«
grenjaði einhver í hópnum, »við höfum sigr-
að fanta áður og getum líklega sigrað Órestes
líka. Hvað kemur okkur það við hverju hann
svarar? Djöfullinn verður að fá sitt.«
»Þeir hefðu getað verið komnir fyrir tveim
stundum. Rað er líklega búið að drepa þá,«
æpti annar.
»Nei, ekki þora þeir að snerta erkidjáknann.*
»Hann þorir alt. Kyrillos hefði ekki átt að
senda þá eins og sandi á meðal úlfa. Hvað
svo sem Aá á því að láta landstjórann vita, að
Gyðingar væru farnir veg allrar veraldar. Eg
held hann hefði orðið var við það undireins
og hann þurfti á peningum að hálda.«
*Hvað gengur hér á, æruverðugi herra?«
sagði Fílammon við Pétur lesara; hann kom í
þessum svifunum skálmandi inn í garðinn og
réði sér ekki fyrir reiði.
»Hvað? Ert þú hér,« sagði Pétur, »þú
getur farið á morgun, bjáninn þinn.' Patríark-
inn má ekki vera að því að tala við þig. Pví
ætti hann líka að vera að því? Ef þú ert ekki
orðinn vitlaus, þá geturðu farið á morgun og
látið gera þig vitlausan. Við sjáum það hvort
ið er á endanum altaf, að það er satt, að hver
sem sjálfan sig upphefur, hann mun niður-
lægjast.x
Hann sneri sér frá; en Fílamon greip í
handlegg honum og mátti þá búast við hann
yrði enn reiðari en áður.
»Hinn heilagi herra hefur boðið mér að
koma til sín, herra, áður en — ♦
Pétur sneri sér heiptarlega að honum: »Ætl-
ar þú, asninn þinn, að fara að ónáða hann
með heilaspunanum í þér?«
»Hann hefur skipað mér að koma til sín,«
svaraði Fílammon, samkvæmt hinum ströngu
hlýðnisreglum munkanna, »og svo fer eg til
hans, hvað sem hver segir. Eg fer að halda
að þú viljir meina mér að njóta ráða hans og
blessunar.c
Pétur hvesti heiptarlega á hann augun,
barði hann af öllu afli í andlitið með hnefan-
um og æpti á hjálp.
Hefði Fílammon fengið þetta högg í Lára-
klaustrinu svo sem viku áður, hefði hann þolað
það. En að þola það af þessum manni eins
og áher7lumerki ofan á alt, sem hann hafði
orðið að þola af honum — það gat hann ekki.
Hann hljóp undir Pétur, og í sama vetfangi
lá Pétur þar á steinstrætinu, prjónaði löngu fót-
unum upp í Ioftið og grenjaði á hjálp af öll-
um mætti.
Tíu eða tólf magrar og mórauðar hendur
höfðu þegar tekið tökum á Fílammoni, þegar
Pétur brölti á fætur. »Takið hann, takið hann,«
másaði hann, »haldið honum.«
»Hann er svikari! Hann er trúarvillingur!
Niður með hann! Hann hefur samneyti með
heiðingjum! Út með hann! Farið með hann
til erkibiskupsins!* Petta hróp drundi við úr
öllum áttum meðan Fílammon sleit af sér munk-
ana. En Pétur hélt áfram: »Eg kalla alla rétt-
trúaða menn til vitnis um, að hann hefur mis-
þyrmt helgum manni rétt fyrir framan dyrnar
á húsi drottins, rétt í þér miðri, Jerúsalem. Og
hann var í áheyrnarsal Hypatíu í morgun.«
Guðræknislegur skelfingarkur fór um hópinn.
Fílammon hafði múrinn að baki sér og mælti:
»Hinn heilagi herra sendi mig þangað.«
»Hann meðgengur, hann meðgengur,« æpti
Pétur, »hann hefur leikið á hinn heilaga herra,
svo að hann hefur lofað honum að fara. Hann
hefur talið honum trú um, að hann ætlaði að
kristna hana. Og nú ætlar hann að troða sér
inn í helgidóminn í kringum Kyrillos, og log-
ar þó upp af holdlegum girndum og langar