Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Side 8

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Side 8
224 NVJAR KV0LDVÖKUR. þrjátíu ár — nú get eg loksins gert eitthvað gott með þeim. Þó því aðeins, að hinn heil- agi herra frá Hippó láti það ekki á sig fá, þó hjálpin komi frá vantrúuðum manni.* »Nei, vinur minn Rafael Ben-Esra,« svar- aði Agústínus, »þvíað þú hefur í raun og veru færst miklu nær guðs ríki.« Rafael sneri sér þegjandi undan og reið ólundarlega með félögum sínum, en hlustaði engu að síður með mestu athygli á hvert orð, sem Agústínus sagði, þegar hann var að lýsa ástandinu þar í Kýrene með ómjúkum orðum, og vandræðum þeim, sem af því stafaði fyrir kristilega kirkju. Eftir hans ráðum hafði Maj- órikus dregið þangað lið sitt og eftir hans ráðum átti að nota það framvegis til þess að verja suðurtakmörk landshlutans. Hann réð Synesiosi til þess að fara sér hóflega og stilli- lega, reyndi að draga úr vonleysi Majóríkusar, tala dáð og dug í hermennina og efla þá í kristilegu hugarfari, og virtist hafa viðeigandi orð til handa hverjum manni, sem hann talaði til. Reir komu heim um kvöldið með mikla veiði og snæddu góðan kvöldverð. Síðan sett- ust þeir að samtali, Ágústínus, Rafael Ben-Esra, Synesios og Majoríkus, og töluðu saman alt til dögunar; þá sáu þeir aftur, þegar birti, hvað landið var í eyði lagt, og minti það þá á að grípa til beittari vopna og þreifanlegri baráttu. En Rafael hafði enga hugmynd um, að á meðan hann beitti allri sinni fyndni og lærdómi til þess að hrinda sönnunum spek- ingsins frá Hippó, lá Viktoría á gólfinu inni í herberginu þar fyrir innan með andlitið hulið í slegnu, flakandi hárinu og úthelti brennandi tárum og logandi bænum hans vegna, þegar hún heyrði óminn af samtali þeirra berast að hlustandi eyrunum. En hvað orðin voru, sem öll hennar hamingja ög allar hennar vonir voru undir komnar, megnaði hún ekki að ráða í. TUTTUGASTl OG ANNAR KAPITULI. Aldéfli. En hvar hafði nú Fílammon verið alla þessa viku? Fyrstu tvo dagana lét hann eins og villidýr í fangelsinu, kipti í járnstengur dý- flissunnar, æpti og grenjaði og velti sér á gólf- inu, Pað var árangurslaust fyrir hann að æpa á Hypatíu, Pelagíu, Arsenios — á guð kallaði hann ekki, Hann fann engin bænarorð, þorði ekki að leita þeirra, því hvern átti hann að biðja? Stjörnurnar, sem hann sá ekki? Eilífð- ina, sem hann var búinn að týna ? Hægt og hægt varð hann svo ruglaður og kvíðafullur, að hann bað varðliðið miskunnar og grát- bændi hvern fangavörð er framhjá gekk, að hjálpa sér. Örvænting hans var svo sár, að hún tók jafnvel á hina siðlausu Praka, og af því að þeir vissu vel, hvernig herra þeirra var skapi farinn, réðust þeir í að láta unglinginn í dýfl- issunni bera í tal við hann. En þegar þeir töluðu við Flammon og hétu honum hjálp, settu þeir það upp að hann segði þeim, hvað hefði komið fyrir hann — en þá var eins og tunga hans lamaðist; hann gat ekki fengið af sér að minnast á smán systur sinnar. í stað þess reyndi hann að vekja meðaumkun þeirra með sárum kveinstöfum, svo þeir héldu seinast, að hann væri genginn af vitinu og reyndu að sefa hann með skömmum og barsmíði. Svona var nú vikan liðin, og það vantaði ekki mikið á að Fílammon væri orðinn geggjaður. Pá opnuð- ust loksins fangelsisdyrnar. »Upp með þig, vitleysingur,« kallaði rudda- leg rödd, »og þakkaðu guðunum og náð vors göfuga landsstjóra, því hann gefur öllum band- ingjum frelsi í dag. Eins fallegur piltur eins og þú lætur líklega ekki undir höfuð leggjast að gera þér glatt í heiminum, fremur en skítugu fantarnir.« Fílammon góndi framan í hann og skildi ekkert í því sem hann sagði.. »Hefur hún dans- að sjávarlöðurdansinn?« sagði hann.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.