Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Qupperneq 9

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Qupperneq 9
HYPATIA. 225 »Hún? Hver?« sagði fangavörðurinn og var hissa. j>Pelagía, systir mín,« »Pað má guð vita; en það cr sagt að hún dansi í dag aftur; en hraðaðu þér nú, strákur, eg hef engan tíma til að hugsa um þessa há- tíðaleiki. Nú hann er vitlaus enn, mannskrattinn, fari hann bölvaður.« Það var líka því líkast, því að Fílammon stökk upp, hljóp fangavörðinn um koll, stökk í gegnum þyrpingu af ræningjum og morðing- jum utan við fangelsið og heim, þaðan í bað- húsið, úr baðhúsinu í leikhúsið og settist þar, án þess að taka eftir því að það var troðfult, á neðstu bekkjaröðina, til þess að geta verið svo nærri leiknum, sem framast var unt. Af tilviljun lá leið hans fram hjá sæti lands- stjórans. Þarna sat Órestes í fullum embættis- skrúða og — Hypatía hjá honum; fór þá held- ur en ekki að fara um Fílammon. Hypatía hafði aldrei verið jafnfögur; hún bar háa gullspöng alsetta gimsteinum yfir enninu háa og fagra, og konunglegan purpurahjúp yfir hinum hvíta, íónska búningi. Hópur af kátum námsmönnum flyktist hlæ- jandi utan um Fílammon, og áður en hann gat áttað sig að fullu, byrjaði leikurinn. í framsýn á leiksviðinu var fjöllótt eyðimörk. Á leiksviðinu sjálfu voru nokkrir smákofar; fram- an við þá stóðu um fimtíu svartir, lybiskir fang- ar, menn konur og börn, skrýddir marglitum fjöðrum og breiðum, hangandi leðurbeltum; veifuðu þeir spjótum og tjörgum og horfðu undrandi á alt það, sem þeim bar þar fyrir augu. Þá gekk fram kállari og auglýsti það, að Lybíar þessir hefðu gert uppreist á móti ráði og þjóð Rómverja og hefðu því unnið til dauða; en hans hátign landsstjórinn hefði nú ásett sér að gera þeim dauðann auðveldari, svo að hann ætlaði nú ekki að láta kasta þeim fyrir óarga- dýr, eins og þeir ættu skilið, heldur ættu þeir nú að berjast fyrir lífi sínu. Nú var blásið í lúður og gefið merki til atlögu. Gekk þá fram hópur skylmingamanna, jafnmargir Lybiunum, fram úr öðrum hliðar- göngunum við sviðið. En þá þegar leyndist það engum, og því síður Fílammoni og Hypa- tíu, að leyfi það, er föngunum var gefið, að berjast fyrir lífi sínu, var ekki annað en hið versta spott. Þeir höfðu aðeins lett kastspjót, en voru að öðru hlífarlausir og naktir, en skylmingamennirnir voru albrynjaðir og vopn- aðir stórum sverðum. Höfðu þeir því ekki annað fyrir en höggva hina niður sem hrá- viði. Fílammon fann að sér ætlaði að verða ilt og ætlaði út, en mundi þá eftir Pelagíu og fann að hann varð að sitja kyr og bíða, sjá hvort annað enn verra væri í vændum en kom- ið var. Svo heyrðust tónar úr smalahorni á bak við fortjald, en svo kom fram Fortölugift (Peiþó), mælskudísin, með kallaras'taf í hendi, og leiddi hún með sér þokkagyðjurnar allar þrjár. Fortölugift gekk síðan fram að altari því, er stóð á miðjum söngpallinum og sagði að herguðinn Ares væri ekki við, af því að mikil herferð væri í ráði móti Rómi, Egyftalandi og Alexandríu; hefði því Afrodíta látið að boði manns síns, Hefestosar, og horfið heim til hans. Ræðu þessari var tekið með tryllingsleg- um fagnaðarlátum, og kom þá Hefestos hökt- andi inn á sviðið með hamar sinn og töng á öxlinni og á eftir honum hópur af eineygðum, risavöxnum jötnum. Svo var leiksviðinu breytt. Þar sást hof eitt ljómandi fagurt, hálfhulið af suðrænum trjálundum, og léku þar skógargoð og trjá- dísir léttúðarleik sínn milli trjánna, en blikfagr- ir fuglar flögruöu á milli þeirra, og voru þeir bundir ósýnilegum þráðum. Hofshliðin opn- uðust hægt og inn kom skrautleg kerra dreg- , in af hvítum griðungum; þetta var fararbrodd- urinn af sigurför Afrodítu. Svo komu í langri röð hinir fríðustu unglingar og fagrar konur, tvö og tvö saman með kransa á höfðinu, klædd í purpuraslæður, og leicldi hvort þeirra sitt villidýr yfir leiksviðið; átti það að tákna sig- urmátti fegurðarinnar. »Órestes, Órestes, heill hinum háa landstjóra,« glumdi nú í gegnum

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.