Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 11
HYPATIA 227 og fylgdu henni háðglósur, hótanir, blótsyrði og lófaklapp, en hún lét sem hún heyrði það ekki. Um stutta stund var svo að sjá, sem allar þessar töfralistir, sem Órestes hafði fundið upp handa fólkinu, væru að engu orðnar. Óánægju- og ólundarbiær virtist leggjast yfir manngrú- ánn, og margir hinna kristnu stóðu upp og fyltust iðrunar og andstygðar yfir því að hafa horft á þessa viðurstygð. En skríllinn, sem hafði nú svalað forvitni sinni, fór nú að nöldra um heiðna grimd. Hypatia var alveg frá sér og tók höndum fyrir andlit sér. Órestes einn var maður vaxinn að mæta þessum vanda. Nú varð að láta hrökkva eða stökkva; hann bauð þögn með höndinni og hóf ræðu, Jsem hann hafði búið sig vandlega undir: »Makedonisku menn, látið eigi jafnlyndi yðar haggast af dutlungum dansmeyjar þessar- ar. Leikur þessi, sem eg hef sýnt yður, er að- eins gleðilegur forleikur að alvarlegum viðburði, sem heimtaði það af mér að safna yður hér saman. Heyrið, þér inakedónsku menn, tíminn er kominn, þegar þér eigið að hefja yður aft- ur upp til þeirrar frægðar, sem Alexandría sjálf er dýrlegasti votturinn um, til þeirrar pólitisku afstöðu, sem geti gert yður að vold- ugu heimsríki. Makedoniumenn, þér eigið enn að drotna yfir þriðjungi jarðarinnar. Konung- ar yðar skulu meta yður eins og frjálsborna aðalsmenn, fara með yður sem borgara og hetjur, sem hafið rétt til þess að kjósa yður konung eða keisara sjálfir. Makedoníumenn, vita skuluð þið að Hónóríus er ekki lengur keisari, heldur situr nú Afríkumaður á keisara- stólnum. Heraklían hefur unnið glæsilegan sigur og — —« Pá tóku köll fram í: »Pað er bölvuð lygi, það hefur einhver logið þig fullan,« glumdi við frá bekkjaröðinni, sem sérstaklega var ætl- uð konum af lægri stigum. »Órestes lýgur, því að Heraklían beið algerðan ósigur við Ostía og er rekinn á flótta til Kartagóar.« »Pað er lýgi — dauða og glötun yfir þennan lygaloft,« grenjaði Órestes —hann varð alveg ráðþrota við þessa truflun. »Hvað er lygi? — Já, Órestes lýgur, eg er munkur og kom með fréttirnar. Kýrillos hefur vitað það, og það er enginn Gyðingur í allri Alexandríu, sem ekki hefur vitað það í heila viku að það var úti um Heraklían. Pannig skutu fyrirfarast allir óvinir drottins. Svo skulu þeir flækjast í sínum eigin snörum.« Að svo mæltu ruddist munkurinn út í gegn um kvennaþvöguna, þegar hann var búinn að gera landstjórann að lygara. Dauðaþögn grúfði yfir öllu samkvæminu. Svo gaus yfir uppþot, sem Órestes reyndi að bæla niður en megnaði ekki; hann var orðinn hás af lygum og svar- dögum, og hann, sem ætlaði sér að verða keisari, varð nú að skipa varðliðinu í kringum sig og Hypatiu; en lýðurinn sópaðist burtu eins og fis fyrir vindi og þyrlaðist út um allar götur. Alsíaðar í borginni, á kirkjum, hliðum og múrum hengu nákvæmar fréttir um hrak- farir Heraklíans. TUTTUGASTI OG PRIÐJI KAPÍTULI. Glötuð lömb. Pað var ljóta kvöldið eftir þessa slysahviðu í höll Órestesar. Hann var eins og vitlaus maður af vonbrigðum, reiði og hræðslu, og enginn af þrælum hans þorði að koma nálægt honum nema kaldverski geldingurinn, ritari hans. Hvað gat nú Órestes tekið til bragðs? Kýrillos hafði kært hann, hver vissi hvað hann hefði borið um hann til stjórnarinnar í Mikla- garði? Órestes las ritaranum fyrir mótmæla- skýrslu, en hann var skamt eitt kominn með lygaflækjur sínar, þegar ritarinn tók fram í fyrir honum og sagði: »Fyrirgefið, hái herra, hvað eigum við að segja um hveitiskipin, sem ekki eru farin enn?« »Himin og helvíti — því hafði eg stein- gleymt — segðu — að það hafi komið upp

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.