Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Page 13

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Page 13
HYPATIA 229 hér átt þú ekkert erindi að vera,« sagði hann eftir nokkra þögn. En þá sá hann undir fell- ingum slæðunnar í rauðgula silkisjalið alkunna — þá stökk hann á stúlkuna eins og ljón á lamb og þrýsti systur sinni að brjósti sér. Loksins tók hún til máls: »Eg hefði átt að þekkja þig. Og þó finst mér eins og eg hafi þekt þig síðan fyrsta daginn. Pegar eg heyrði, hvað líkur þú værir mér, hoppað hjartað í mér af fögnuði og rödd hvíslaði þv að mér . . . en eg vildi ekki heyra hana. Eg skammaðist mín . . . fyrirvarð mig fyrir að horfa í augu þess bróður, sem eg hafði leitað og þráð árum saman . . . Og var ekki von eg skammaðist mín?« Hún sleit sig úr faðmi hans og fleygði sér til jarðar. .Sparkaðu mig með fótunum,« æpti hún, »formæltu mér . . en um fram alt, slíttu mig ekki frá honum.« Fílammon hafði ekki hörku í sér til að svara, en óánægjan kom fram í svipnum. »Nei, gefðu mér nafnið, sem hann gaf mér og eg á skilið — en slíttu mig ekki frá honum. — Berðu mig, eins og hann barði mig — alt — alt — bara ekki skilnað.« »Hefur hann barið þig? Guðs bölvun bytni á honum.« »Ó, bölvaðu honum ekki — ekki honum — ekki honum. Hann hefur ekki nema stjak- að við mér, og eg var skuld í því — enginn nema eg. Eg vakti gremju hans — hafði brigzl- yrði við hann. — Eg var utan við mig. O, því sveik hann mig? Pví skipaði hann mér að dansa?« • Hefur hann svikið þig? Pú hefur séð yf- irsjón þína. Skildu við hann. Honum er það mátulegt.* Pelagía horfði á hann með ástúðlegu brosi: »EIsku bróðir, þú þekkir ekki ástina, auming- inn.« r »En elskar þú mig ekkijíka, systir mín?« ! »Pig? jú, en ekki eins og hann. En slepp- um því. Pú getur ekki skilið það.« Pelagía tók höndunum fyrir andlit sér. »Eg verð að gera'það. Eg hlýt. Eg vil öllu hætta — alt umbera vegna ástarinnar, Farðu til hennar — vitru konunnar, hennar Hypatíu. Hún elskar þig. Eg veit hún elskar þig. Á þig mun hún hlusta — ekki mig.« »Hypatía? Veiztu ekki að hún sat eins og myndastytta hjá . . . í leikhúsinu? »Hún mátti til, Órestes lét hana engan frið hafa. Mirjam hefur sagt mér það, eg hef lesið það sjálf út úr andliti hennar, þegar eg gekk fram hjá henni; hún var bleik sem vax og titraði öll og skalf. Ó, farðu til hennar — segðu hénni eg skuli gefa henni alt sem eg á, gimsteina, peninga, föt og hús. Segðu henni að eg biðji hana fyrirgefningar, að eg biðji hana að kenna mér dygð og speki, til þéss að heimurinn læri að virða mig og elska eins og hana.« Fílammon þaut þegar af stað til Hypatíu. Par var alt á ringulreið, súlnagöngin full af hermönnum og húsið í uppnámi. Loks gekk þjónustumær hennar hjá, og bað hann hana að skila boðum inn til hennar. En mærin sagði að hún hefði bannað strengilega að hleypa nokkrum inn til sín. Pó fór hún inn með erindi Fílammons og kom út aftur stundu síðar með bréf er hljóðaði þannig: «Hypatía sendir kveðju elskuðum lærisveini sínum. Eg keuni í brjósti um þig — og hvern- ig má það öðruvísi vera? Eg þakka þér líka fyrir erindi þitt, því það sýnir mér að þú hefur ekki fengið óbeit á mér fyrir það, þó eg væri við hina viðbjóðslegu leiki í dag. Eg get sagt þér, hvað eg hefði tekið mér það nærri, því að hinar fegurstu vonir mínar hvíldu á þér og eg sá hina björtustu framtíð blasa við þér. En spurðu sjálfan þig, hvort hún, sem þú biður fyrir, verður ekki að verða betri og alt önnur en hún er, áður en eg birtist henni og geng í náið samband við hana — spurðu sjálfan þig, hvort hún muni enn vera orðin fær til þess að verða önnur manneskja á þann hátt, sem eg á við? Eg má ekki vera svo hörð við þig að reiðast þér fyrir erindi þitt, og eg reiðist henni ekki heldur. Hún tifir eins og náttúran knýr hana — hver getur leg- ið svo fríðri og indælli veru á hálsi fyrir það,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.